Leita í fréttum mbl.is

Áfram međ smjörlíkiđ / Innantóm slagorđ

listasafnasi.jpg

Davíđ Oddsson er flúinn á einhverja eyju. Hannes Hólmsteinn fer huldu höfđi. Ekkert hefur spurst til Geirs H. Haarde í nokkrar vikur. Árni Matt er sennilega ađ gefa hestum lyf. Ingibjörg Sólrún segist vera saklaus og flestir reikna međ ađ Björgvin G. Sigurđsson neyđist til ađ segja af sér aftur.
Eiginlega er ég farinn ađ sjá eftir ţví ađ hafa ekki stungiđ uppá nafninu "Rannsóknarskýrslan!" á sýningarröđ okkar Jónu Hlífar Halldórsdóttur sem hefst í Listasafni ASÍ ţann 12. júní og heldur áfram í Verksmiđjunni í Djúpavík 17. júlí og svo í 111 – a space for contemporary art í Berlín ţann 3. september 2010.


En titillin "Áfram međ smjörlíkiđ" er reyndar einnig góđur. Hér er texti sem Hjálmar Brynjólfsson setti saman.


- Áfram međ smjörlíkiđ! Ţađ bakar, ţađ mallar, ţađ snýst. Nýtt Ísland, gamalt Ísland, eldgamalt, glćnýtt. Enn smjúga kökur í ofninn. Viđ bökum í sífellu nýtt, glćnýtt brauđ, ţótt uppskriftin sé eldgömul. Alltaf sama uppskriftin. Alltaf ţađ sama: áfram nýtt. Enn meira nýtt! Áfram međ smjörlíkiđ! Eđa til hvers ađ burđast međ lík í lestinni, hver ćtlar aftur til gamla Íslands? Hver vill borga međ smjöri? Hver vill borga međ smjörfjöllum? Veistu hvađ ljóminn er? Viđ viljum líkiđ, dásamlega dauđa eftirlíkingu! Ţađ lifir!


   - Áfram međ smjöriđ? Fjandanum fjarri. Áfram međ smjörlíkiđ. Ţannig hljóđar hiđ slagvćdda orđ: áfram. Áfram. Áfram međ smjörlíkiđ!

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna saman ađ sýningaröđinni Áfram međ smjörlíkiđ sem sýnd verđur á Djúpuvík, í Reykjavík og í Berlín áriđ 2010. Ţetta er í fyrsta sinn sem ţau setja upp sýningar í samvinnu. Verk ţeirra bera samt međ sér skyldleika svo vćnta má ađ samstarfiđ heppnast ágćtlega. Úr eldri verkum Hlyns og Jónu má rýna í fjölmörg einkenni ţeirra sem listamenn sem í senn sameinar ţau og felur jafnframt í sér nokkur af sérkennum ţeirra sem listamenn.

            Í verkum beggja er ađ finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virđast á einhvern hátt „hrein og bein“ og eiga greiđa leiđ inn ađ rótum manns. Einfaldleikinn talar beint til manns, og verkin virđast fela í sér einhverja nánd, kannski falska nánd (hver veit.) Sum verkanna eru lćvís, önnur kröftug, og mörg ţeirra hafa slagyrđingalegan brag á sér.

            Myndir – Bilder – Photos er yfirskrift myndaseríu Hlyns sem hann hefur nýlega lokiđ viđ og kemur bráđlega út í bókarformi. Í seríunni fara saman textir og ljósmyndir. Textinn felur í sér sögu sem hann eđa fjölskyldumeđlimir hans hafa upplifađ. Ferđalög eru tíđ viđfangsefni eđa einhverjar uppákomur úr hversdagslega lífinu sem virka ćgidjúp undir naífum, ţrítyngdum textum. Međ hverri mynd í seríunni aukast áhrifin, ţar til myndirnar hćtta ađ virka sem einfaldar lýsingar á saklausum viđburđum. Serían verđur fyrir vikiđ hvorki saklaus né einföld og skilur eftir sig epískar ímyndir í hugum áhorfenda.

            Fjölskyldan kemur jafnframt fyrir í sumum ljósmyndaverka Jónu, ţótt hún vinni úr ţeim á annan hátt. Verkin eru gjarnan tengd ćskuárum hennar og umbreytingu fullorđinsáranna. Ljósmyndir úr gömlum fjölskyldualbúmum hefur hún stćkkađ upp ásamt textum sem lýsa uppvexti og varpa ljósi á list hennar eđa stöđu í dag. Út úr verkunum má lesa ađ umbreytingin í lífsferli mannsins sé jafnvel minni en vćnta mćtti.

            Endurtekningar koma fram međ sterkum og margvíslegum hćtti í verkum Jónu. Í einu hljóđverka hennar endurtók hún setninguna Mér leiđist í sífellu. Í samnefndum vídeóverkum endurtóku málađir drengir í sífellu orđin „Mök“ og „Big“. Vídeóverki eru gjarna stutt og keyra á lúppum, t.d. Ađ standa á eigin höndum, Acclimatization og nýlegt verk á sýningunni Ég er bara skítur. Í einu af vídeóverkum Hlyns, „Stars and stripes“, dripplar dóttir hans Lóa í sífellu körfubolta. Körfuboltinn er í líki jarđarinnar, og drippliđ minnir á leik mannkynsins ađ jörđinni, sem hýsir hann og gerir honum kleyft ađ lifa.

            Pólitík er ekki langt undan í verkum Hlyns eđa Jónu. Hlynur hefur getiđ sér orđstír fyrir ađ vinna međ pólitík í verkum sínum, fyrst og fremst í spreyverkum ţar sem árćđinn texti minnir á graffítí. Á međal setninga sem hafa fariđ á vegg međ hinni auđţekkjanlegu spreyhönd Hlyns eru:

Bush + Blair – Terror + Fear

og

War is terrorism with a bugger budget – fight terrorism with all power.

Verk Hlyns eru yfirleitt unnin á ensku, en stöku spreyverk er sett upp á ţremur tungumálum: ensku, ţýsku og íslensku sem fyrrnefnd ljósmyndasería Hlyns byggir á. Eitt af verkum Jónu Hlífar var útimálverkiđ Heima er bezt, en ţađ samanstóđ af hreindýri, dagsetningunni sem vatninu var hleypt á Kárahnjúkavirkjun og fyrirsögninni „Heima er bezt“, međ ţeirri leturgerđ sem var ađ finna á samnefndu tímariti. Ţađ er óţarft ađ fjölyrđa um pólitíska skírskotun verksins.
          
            Verk Hlyns og Jónu eru bćđi fjölbreytt og opin. Ţau vinna međ ólíka og fjölbreytta miđla, hvort fyrir sig. Hlynur hefur fengist viđ ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur fengist ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verk ţeirra eru opin fyrir túlkun og ţátttaka áhorfandans er ţeim mikilvćg. Í verkum Hlyns býr reyndar einhver regla, eitthvert skipulag í framsetningunni sem er formfastara en í verkum Jónu Hlífar. Nálgun Hlyns í textaverkum og Myndir – Bilder – Photos seríunni minnir jafnvel á ţýska konkretljóđlist. Órćđiđ í verkum Jónu getur orđiđ svo mikiđ ađ túlkun áhorfandans er hreinlega nauđsynleg til ađ ljúka viđ ţau. Aesţetísk tilfinning virđist í mörgum innsetninganna liggja ein til grundvallar fyrir verkinu, svo sem í hellaverkum hennar eđa í nýlegu verki í Verksmiđjunni á Hjalteyri.

            Ţegar dregin eru fram ţessi sameiginlegu sérkenni Hlyns og Jónu – svo sem fjölbreytni miđlanna, einföld en hugmyndaauđug verk, endurtekningar, pólitísk ádeila, er hćgt ađ gera sér í hugarlund hver efnistökin verđa á sýningum ţeirra sumariđ 2010. Ţađ, í takt viđ yfirskriftina Áfram međ smjörlíkiđ, gefur fyrirheit um hvert efni sýninganna ţriggja verđur.

            Hver sýninganna mun bera eigin titil. Fyrsta sýningin verđur í Listasafni ASÍ, en sýningin stendur yfir frá 05.06.2010 til 27.06.2010. Titill sýningarinnar er Innantóm slagorđ. Á međal ţeirra efna sem drepiđ er á eru eđli og grundvöllur listar og tengsl listarinnar viđ hagkerfiđ. Unniđ er útfrá listsögunni og međ margvíslegan efniviđ, ţar á međal smjörlíki. Á sýningunni munu Hlynur og Jóna gefa út bókverk sem ţau skapa í samvinnu. Verkin sem verđa sýnd byggja á samspili miđla í tengslum viđ titil sýningarinnar.      


mbl.is Ör vöxtur bankanna orsökin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband