Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning og hræðsla

fólk

Sem betur fer eru langflestir íslendinga jákvæðir gagnvart fjölmenningu.
Í tilefni af umræðunni um málefni innflytjenda bendi ég á áhugavert erindi sem
Toshiki Toma hélt á dögunum og erindið birtist á Morgunpósti Vg um daginn. Bendi fólki á að lesa það.
Umræðan verður er fljót að fara í hjólför fordóma eins og má sjá á viðbrögðum á síðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Það er gott að málefni nýrra íslendinga komist á dagskrá en sú umræða verður að vera fordómalaus og byggð á víðsýni. Við ættum að einbeita okkur að því að skoða hvernig við getum tekið sem best á móti fólki og hvernig þjóðfélagið getur orðið fjölbreyttara og betra með komu nýrra hæfileika og hugmynda en á ekki að snúast um takmörkun eða stýringu.

Það er auðvitað stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur leitt til þess að hingað koma í miklu mæli erlendir verkamenn. Og stjórnvöld hafa ekki staðið sig í því að lögum um lágmarkslaun sé framfylgt og að komið sé fram við þetta fólk af virðingu. Það bitnar svo aftur á íslensku verkafólki. Það ættu menn að skoða.


mbl.is Flestir hlynntir fjölmenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það sem mér finnst skrítið er að um leið og einhver hefur "neikvæða" skoðun um innflytjendur, þá er maður stimplaður kynþáttar hatari. Það er búið að taka fólk í hverju landi mörg hundruð ár að byggja upp það þjóðfélag sem maður lifir í.

Ef fólk fer frá sínu landi til annað, þá finnst mér það sjálfsagt að það fólk verði að aðlaga sig siðum nýja landsins...  

Ég er "hræddur" við fólk sem bara hugsar um sitt og virðir ekkert annað og ég er ekki kynþáttar hatari fyrir það.  

Takk fyrir orðið
  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2006 kl. 15:21

2 identicon

Ég "skautaði" svona aðeins yfir svörin á síðunnni sem þú vísaðir til og verð að segja að í stórum dráttum virðast mér íslendingar alls ekki rasistar, þótt þeir beri ugg í brjósti varðandi þau atvik sem gerst hafa hér undanfarið og skrifast á reikning aðkomandi "gesta".

En ég er ekki sammála þér að VIÐ verðum að bugta okkur og beygja til þess að aðlaga OKKUR að þessum nýja innflytjendastraumi.

Þetta hlýtur að þurfa að vera GAGNKVÆM tillitsemi og aðlögun og þá á ég við af  hálfu innflytjenda líka.

Sértu gestkomandi, þá spýtirðu ekki á dyramottuna, sparkar í heimilisköttinn né móðgar gestgjafann.

kolbrún (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.