Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Tónlist

Kolsvört skýrsla frá greiningardeild Listasafnsins á Akureyri

listak_frettir_0208

LISTASAFNIĐ Á AKUREYRI KYNNIR

Bć bć Ísland

Uppgjör viđ gamalt konsept
Laugardaginn 15. mars nk. verđur opnuđ í Listasafninu á Akureyri sýningin „BĆ BĆ ÍSLAND” sem er átaksverkefni tuttugu og ţriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja rćđa landsins gagn og nauđsynjar međ einum eđa öđrum hćtti. Höfundur verkefnisins og sýningarstjóri er Hannes Sigurđsson.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snćbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Ţ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Ţórđardóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurđarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörđ, Unnar Örn Auđarson & Huginn Ţór Arason, Ţorvaldur Ţorsteinsson og Ţórdís Alda Sigurđardóttir.

Sem sjá má er hér smalađ saman í öflugan her fólks sem er allt annađ en skođanalaust um „verkefniđ Ísland” og hvernig ţví hefur veriđ umturnađ á síđustu tveimur áratugum. Ţví Íslandi hefur veriđ umbylt og í ţeirri byltingu eru lykilorđin einkavćđing, kvótakerfi, misskipting, útrás, grćđgi, ţrćlsótti, innflytjendur og stóriđja. Allt gott og blessađ en afleiđingin er ađ nú má segja ađ landiđ byggi ţrjár ţjóđir, ţ.e. milljarđamćringar, íslenskt alţýđufólk og innflytjendur.

Heiti verkefnisins, „Bć bć Ísland”, vísar í fyrsta lagi til kveđjuhófs eđa útfarar um 19. og 20. aldar hugmyndarinnar um Ísland. Ţađ sem í gćr var unga Ísland er nú tákn hins liđna. Bless bless (hin kristilega blessun) víkur fyrir hinu ennţá óformlegra bć bć og vitnar um leiđ um ţađ hvernig íslenskan er farin á límingunum. Í öđru lagi hljómar bć eins og sögnin ađ kaupa (buy) á ensku og verđur ţví til eins konar undiráróđur: „Kaupum kaupum Ísland!” „Bć bć Ísland” er ţannig uppgjör viđ hugmyndina um tunguna sem upphaf og endi sögulegrar tilvistar ţjóđarinnar, sem og möguleika hennar til ađ lifa af menningarlega útjöfnun hnattvćđingarinnar.

DSCF0012Verkefninu „Bć bć Ísland” tengist fólk sem er óhrćtt viđ ađ segja meiningu sína í salarkynnum tjáningarfrelsisins. Ţetta er fólk sem getur skilgreint sig á báđum vígstöđvum, í hinu gamla sem og hinu nýja, stađbundiđ og heimsvćtt, hvort heldur sem er á sjó eđa landi, á leikskólum eđa í bönkum. Alvarleiki, sem dottinn er úr tísku, er hér settur á oddinn.

„Bć bć Ísland” er einnig uppgjör viđ atlögu auđmagnsins ađ landi ţjóđarinnar. Ýmsir nútímavćddir „víkingahöfđingjar“ virđast hafa sagt bć bć viđ landiđ í áţreifanlegri merkingu og fjarstýra nú ađ miklu leyti efnahagsmálum ţjóđarskútunnar utan úr heimi líkt og Danakonungur gerđi á sínum tíma. En ţegar öllu er á botninn hvolft var ţađ samt ekki kana- eđa kommagull sem asninn bar yfir borgarmúrana. Gulliđ kom úr hirslum okkar sjálfra. Sýningin er eins konar hugmyndafrćđileg úför og kveđjuhóf í formi myndlistarsýningar.
Á opnunardegi sýningarinnar kl. 14 verđur frumflutt tónverkiđ „Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands“ í Ketishúsinu á Akureyri, en verkiđ var unniđ í samstarfi myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur. Libia og Ólafur fóru ţess á leit viđ Karólínu ađ hún semdi tónverk ţar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar vćru sungnar. Verkiđ er skrifađ fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandađan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guđjónsdóttir (sópran), Bergţór Pálsson (baritón) Tinna Ţorsteinsdóttir (píanóleikari), Gunnlaugur Torfi Stefánsson (kontrabassaleikari) og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyţórs Inga Jónssonar.

Föstudaginn 14. mars kl. 15 verđur haldiđ opiđ málţing um „konseptiđ Ísland“ í Ketilhúsinu. Ágúst Ţór Árnason, Ţorvaldur Ţorsteinsson og Ósk Vilhjálmsdóttir halda framsöguerindi, en fundarstjóri er Birgir Guđmundsson lektor viđ félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.

Unniđ er ađ ţví ađ gefa út viđamikla bók síđar á árinu ţar sem tugir ef ekki hundruđ Íslendinga gera upp viđ gamla konseptiđ Ísland og fyrirhugađ er ađ halda ráđstefnu undir sama nafni. Bókin er hugsuđ sem safnrit og jafnframt nokkurs konar leiđarvísir. Í henni verđur m.a. tekiđ á bankakerfinu, ţjóđarímyndinni, útlendingum á Íslandi, fjölmiđlum, stóriđju- og náttúruverndarsjónarmiđum og siđferđi í stjórnmálum, auk ţess sem ţar verđur einnig ađ finna umfjöllun um framlag listamannanna á sýningunni og myndir af verkum ţeirra.

Ítarlegar upplýsingar um listamennina og inntak sýningarinnar er ađ finna á vefsíđu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Frekari upplýsingar veitir forstöđumađur safnsins, Hannes Sigurđsson, í síma 899-3386 (netfang: hannes@art.is).

Ţess má ađ lokum geta ađ ekkert fyrirtćki treysti sér til ađ styrkja verkefniđ, sem segir ef til vill sína sögu. Sýningunni lýkur 11. maí og er safniđ opiđ alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.


Guđrún Vaka opnar sýninguna "Uppgjör" á Café Karólínu

Guđrún Vaka

Uppgjör

05.01.08 - 02.02.08


Velkomin á opnun laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14 opnar Guđrún Vaka sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á Akureyri.

Guđrún Vaka útskrifađist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 var ţar áđur eitt ár á myndlistabraut VMA. Hún er međlimur í Grálistahópnum og hefur tekiđ ţátt í samsýningum en ţetta er hennar fyrsta einkasýning. Hún segir um sýninguna á Café Karólínu:

"Tónlist! Hvar vćrum viđ án hennar? Ţađ eiga sér örugglega flestir einhverja góđa sögu um ţeirra upplifun á góđri tónlist, svo ekki sé minnst á lélegri tónlist, lag sem minnir á fyrstu ástina, lag til ađ gráta yfir, lag sem kemur manni í gott skap eđa vont skap og svona mćtti lengi telja.

Međ ţessari sýningu má segja ađ ég sé ađ gera upp tónlistasmekk minn frá ćsku en hann ţótti međ eindćmum lélegur, ţađ er hvađ jafnaldra mína varđar, og ţađ var ekki oft ađ ég viđurkenndi hvernig tónlist ég hlustađi á ţegar enginn heyrđi til.

Ţetta byrjađi allt á ţví ađ ég komst í plötusafniđ hans pabba, en hann átti ógrynni af vínilplötum, litlum, stórum, 45 snúninga og 75 snúninga svo ekki sé minnst á valiđ á tónlistinni sjálfri, ţarna var hćgt ađ finna alla helstu söngvarana frá árunum “60-“80.

Ég kolféll fyrir köllum á borđ viđ Elvis Prestley, Cat Stevens, Simon and Garfunkel og Creedings Clearwater Revivel, ég verđ nú ađ viđurkenna ađ ég hlusta ekki mikiđ á Elvis í dag en hinir eldast assi vel. Ţegar ég var um 14-15 ára voru strákarnir í Wham og Duran Duran ađalmáliđ, mér ţótti ekki mikiđ til ţeirra koma en reyndi ađ taka ţátt í herleg heitunum. Einhvern tíman ţegar umrćđa opnađist í bekknum mínum um tónlist var ég spurđ međ hverjum ég “héldi” ţá asnađist ég til ađ segja Wham en allur bekkurinn “hélt” međ Duran Duran.

Ég hefđi alveg eins getađ sagt Cat Stevens miđađ viđ umrćđuna sem fór af stađ í kjölfariđ á ţessu svari mínu og dauđsá eftir ţví ađ hafa ekki gert ţađ ţví ég var alveg viss um ađ allavega kennarinn hefđi stađiđ međ mér ef ég hefđi nefnt hann. Tónlist í dag á ţađ til ađ fara dálitíđ í taugarnar á mér og ţá helst textarnir, allt ţetta...jejejeje, oooooo og sexsexsex, hvađ varđ um alla ástina, pólitíkina og áróđurinn sem lituđu tónlistina á hippaárunum?

Í dag hlusta ég enn á ţessa kalla mína og ţrátt fyrir ađ tónlista smekkur minn sé talinn vafasamur ţá lćt ég engan stoppa og mig og hlusta á ţá í botni inni í bílskúr eđa í Ipodinum mínum. "

Fyrri sýningar:
Samsýning, DaLí, Grálist međ smálist              2007
Einkasýning, Stađurinn Akureyri                    2006
Samsýning, Óđinshúsi Eyrarbakka                 2006
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri           2004, 2005 og 2006
Samsýning, Langi Mangi Ísafirđi                    2005-2006
Samsýning, Strikiđ Akureyri                          2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan          2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan          2005
Samsýning, Rex og Pex vinnustofa                2005
Samsýning, Geimstofan                                 2004
Samsýning, Pönk, Deiglan                              2004

Nánari upplýsingar veitir Guđrún Vaka í gvaka(hjá)simnet.is og í síma 8962987

Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. janúar, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

03.02.08-02.03.08     Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08     Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08     Guđmundur R Lúđvíksson
03.05.08-06.06.08     Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08     Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08     Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08     Margeir Sigurđsson
06.09.08-03.10.08     Sigurlín M. Grétarsdóttir

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


50% líkur á hvítum jólum á Norđurlandi og 100% líkur á friđargöngu

betlehem

Daginn er tekiđ ađ lengja og ţađ er bjart á Akureyri ţessa stundina, vantar bara snjóinn. En hann gćti komiđ í kvöld eđa á morgun ef allt fer vel. Ţađ verđur Blysför í ţágu friđar í kvöld. Í höfuđborginni og á  Ísafirđi er lagt af stađ klukkan 18 en hér á Akureyri klukkan 20.  Um leiđ og ég óska öllum friđar og gćfu birti ég hér dagskrána:

Hin árlega Blysför í ţágu friđar verđur gengin á Ţorláksmessu á Akureyri.

Gengiđ verđur frá Samkomuhúsinu í Hafnarstrćti kl. 20.00 og út á Ráđhústorg.

Ţađ er góđur siđur ađ bćta viđ hinn almenna friđarbođskap jólanna andstöđu  viđ stríđsrekstur og yfirgang á líđandi stund.

Árásarstríđ og hernám ţjaka Írak og annađ eins fer fram í Afganistan undir forystu NATO.  Hótađ er hernađarađgerđum gegn Íran. Stuđningur Íslands viđ stríđsreksturinn í Írak hefur ekki veriđ afturkallađur.

Sýnum hug okkar um stríđiđ og friđinn.

Kjörorđ eru ţau sömu og undanfarin ár:

- Friđ í Írak!

- Burt međ árásar og hernámsöflin!

- Enga ađild Íslands ađ stríđi og hernámi!

 

Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur.

Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Blys verđa seld í upphafi göngunnar.

Ađstandandi: Samtök hernađarandstćđinga


mbl.is 0,01% líkur á hvítum jólum í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađeins á undan Mogganum og međ almennilega tengla:)

Reyndar var Ríkisútvarpiđ fyrst ađ birta fréttina af Ragga snilling. Annars vísa ég bara í mína síđustu fćrslu og ţar er hellingur af frábćrum tenglum á Rassa prump...
mbl.is Ragnar Kjartansson sýnir á Feneyjatvíćringnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rassi prump fulltrúi okkar í Feneyjum 2009

008ragnkjartmainpic

Ragnar Kjartansson (yngri) verđur fulltrúi okkar íslendinga á nćsta Feneyjatvíćring áriđ 2009. Ţetta er mjög gott ţví Ragnar (Rassi prump) er snillingur! Ég er viss um ađ hann rúllar upp ţessari sýningu og ég er strax farinn ađ hlakka til. Hann var međ frábćra sýningu í Nýlistasafninu um daginn og hann sýnir í stofunni hjá okkur í Kunstraum Wohnraum hér á Akureyri ţann 16. mars 2008. Hann  verđur einnig međ á "bć bć Ísland" sýningunni í Listasafninu á Akureyri í mars. Ţrátt fyrir ađ vera ekki gamall mađur hefur Raggi fariđ víđa og sýnt um allt. Hann var líka međ á "aldrei - nie - never" sýningunni sem ég skipulagđi í Gallerí +, Nýló og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín. Alda Sigurđardóttir vinkona mín á Selfossi minnti mig einnig á frábćra sýningu sem Raggi var međ hjá okkur í GUK+ áriđ 2004. Ragnar er ekki bara ţekktur sem myndlistarmađur ţví hann er einnig ađalgaurinn í gćđahljómsveitinni Trabant. Ég mćli međ heimasíđunni hans og sérstaklega myndbandinu "Dauđinn og börnin". Áfram Raggi!


Bloodgroup er bjartasta vonin

443047AŢađ eru frábćrara fréttir ađ Bloodgroup hafi skrifađ undir samning viđ bresku útgáfuna AWAL (Artists Without A Label), sem m.a. gefur út sveitirnar Arctic Monkeys, The Klaxons og Editors. iTunes notendur geta veriđ kátir og flott hjá Bloodgroup ađ semja ekki viđ einhverja risa. Hér er myspace síđan ţeirra. Bloodgroup sló í gegn á tónleikum sem ég sá á Grćna hattinum síđasta vor, frábćr hljómsveit og gott ađ platan er ađ koma út. Bloodgroup er bjartasta vonin.  Í frétt Mbl segir:

"Samningurinn felur í sér dreifingu í öllum iTunes verslunum og kemur fyrsta plata sveitarinnarm „Sticky Situation" út erlendis ţann 1. nóvember nćstkomandi, sama dag og geislaplatan kemur út í verslunum hérlendis. AWAL gefur eingöngu út á stafrćnu sniđi og halda höfundar eftir öllum réttindum sínum og 85% af ţeim tekjum sem fást međ stafrćnu útgáfunni. Útgáfan er tíu ára gömul og hefur á sínum snćrum um 1.500 listamenn.

Denzyl Feigelson, einn stofnenda útgáfunnar segir ađ hann hafi hrifist af lagasmíđum sveitarinnar og orku. „Ţau eru ađ gera allt rétt, ég sá ţau spila á miđvikudagskvöldiđ, meira ađ segja fólk úr bransanum klappađi og öskrađi, og ţá er mikiđ sagt."

Feigelson segir ađ AWAL byggi ađ miklu leyti á ţví ađ hljómsveitir kynni sig sjálfar en ađ fyrirtćkiđ hjálpi ţeim viđ ađ mynda ramma utan um kynningarmálin, fariđ verđi yfir málin međ Bloodgroup og ţeim svo hjálpađ međ nćstu skref.

Hallur Jónsson, einn međlima Bloodgroup, segir ađ sér lítist vel á samninginn, en ađ hlutirnir hafi gerst hratt. Hljómsveitin hafi hitt Feigelson á miđvikudaginn og svo aftur í gćrkvöldi, samningurinn hafi svo veriđ undirritađur í morgun."


mbl.is Hljómsveitin Bloodgroup semur um stafrćna dreifingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kraftur í Saving Iceland

670&thumb=1

Saving Iceland heldur úti flottri heimasíđu og ţau eru afar virk í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands, sannir íslandsvinir. Hótanir útlendingastofnunar um ađ reka Miriam Rose úr landi eru fáránlegar og allt tal um brot á grunngildum út í hött. Ţessi herferđ íslenskra stjórnvalda gegn ţeim sem berjast á friđsaman hátt fyrir náttúrunni er furđuleg. Sem betur fer blöskrar flestu hugsandi fólki ţessi ađför ađ mannréttindum. Saving Iceland standa fyrir tónleikum á Organ miđvikudagskvöldiđ 10. október. Ţar sem fram koma nokkrar frábćrar hljómsveitir eins og Authentic, Tveir Leikmenn, Hraun, Dys og Jan Mayen. Nánari upplýsingar um tónleikana eru hér. Ég verđ í München og kemst ekki en hvet alla til ađ skella sér á frábćra tónleika.


Sonic Youth tónleikar í gćr

sy

Viđ Hugi skelltum okkur á tónleika međ Sonic Youth í Columbiahalle í gćrkvöldi. Ţetta voru frábćrir tónleikar. Ţau spiluđu nýju plötuna "Daydream Nation" eins og hún lagđi sig og töku svo nokkur aukalög í lokin. Ţvílíkur hávađi og stuđ. Ekki beint veriđ ađ hlífa gíturunum. Ég sá Sonic Youth á tónleikum í New York fyrir tćpum 15 árum í skólaferđalagi MHÍ. Ţađ var frábćrt og gott ađ rifja upp fjöriđ í gćrkvöldi. Áhorfendur gáfust ekki upp á ađ klappa ţau upp og seinna uppklappiđ stóđ í hálftíma. Ţađ margborgađi sig.

SYDDN

Ég efast um ađ "Daydream Nation" fari á íslenska vinsćldarlistann enda ekki beint um vinsćldarpopp ađ rćđa, en samt aldrei ađ vita. Ţau verđa ađ túra út áriđ og spila í Marfa, Texas ţann 6. október 2007. Ég reikna ekki međ ađ Bush mćti ţó ađ ţađ sé ekki svo langt fyrir hann ađ fara af búgarđinum sínum.


mbl.is Sprengjuregn og dansandi Bítlar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórtónleikar til verndunar náttúru Íslands og gegn stóriđju

SAVING ICELAND KYNNIR:

STÓRTÓNLEIKAR Á NASA – TIL VERNDUNAR NÁTTÚRU ÍSLANDS OG GEGN STÓRIĐJU, MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ KL 20.00

Hljómsveitir og tónlistamenn sem fram koma eru međal annarra:

maggaMúm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og félagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ellen Eyţórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo, Dj Árni Sveins.

Miđaverđ er 2500,- og rennur allur ágóđi til náttúruverndar. Miđar verđa seldir viđ innganginn. Frjáls framlög eru einnig vel ţegin. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuđnings samtakana Saving Iceland og verndunar náttúru Íslands.

Ţeir sem ađ tónleikunum standa ađ ţessu sinni eru samtökin Saving Iceland, sem verđa međ mótmćlabúđir í sumar ţriđja áriđ í röđ, og standa einnig fyrir ráđstefnunni Hnattrćnar afleiđingar stóriđju og stórstíflna, um helgina 7. - 8. júlí ađ Hótel Hlíđ, Króki, Ölfusi, ţar sem fjöldi fyrirlesara mun flytja erindi og innlendir og erlendir náttúruverndarsinnar munu bera saman bćkur sínar.

Náttúruverndarsinnar og ađrir sem áhuga hafa eru hvattir til ađ mćta og sýna góđu málefni stuđning í sumri og sól.

Látiđ ekki ţessa stórtónleika fram hjá ykkur fara.

Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir kl 20.00, mánudaginn 2. júlí. Húsiđ opnar kl 19.30.

BJÖRGUM ÍSLANDI FRÁ STÓRIĐJU!

Nánari upplýsingar hjá www.savingiceland.org, Sigurđi Harđarsyni - 6637653 Jason Slade - 6902862

Bloodgroup er betri

bloodgroup

Garđar Thor Cortes er ágćtur og ţessi ţungi kross örugglega líka en ég efast um fjöriđ hafi veriđ svipađ og ţegar hljómsveitin Bloodgroup frá Egilsstöđum tróđ upp á Grćna hattinum hér á Akureyri á tónleikum Ungra vinstri grćnna á ţriđjudaginn. Ţetta voru frábćrir tónleikar og Svavar Knútur hitađi upp og kćldi niđur. Stúlknabandiđ Without the Balls var ađ fara í próf og ţćr treystu sér ekki allar til ađ halda uppi stuđi í prófunum daginn eftir svo mađur heillast bara af ţeim seinna. En Bloodgroup er nćsta útrásargroup landsins. Myspace síđan ţeirra er flott og ég mćli sérstaklega međ laginu Try on. Sviđsframkoman var stórkostleg og fólk hoppađi út á gólfiđ og dansađi af sér sleniđ. Ţau Lilja, Janus, Raggi og Halez voru afar lífleg og flink. Ţetta er electrodanstónlist eins og hún gerist best og ţađ fjölgađi um helling í UVG fyrir austan. Meira svona, meira rokk, ról og electrostuđ. Myndirnar sem ég fékk lánađar af síđunni ţeirra eru teknar af Siggu.

bloodgroup.sigga


mbl.is Garđar Thor ber dýran kross
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband