Leita í fréttum mbl.is

Samkeppni, fákeppni og einokun

frumherjiadalskodun

 

Einkennilegt hvernig allt virðist enda í sömu höndunum hér á landi. Sömu menn og dásama frelsi og samkeppni eru fyrstir til að standa fyrir fákeppni og koma svo á einkavæddri einokun. Nú er vinsælast að segja að þetta sé hagkvæmt vegna "útrásar" eða vegna "samkeppni frá útlöndum". En hvernig getur þetta átt við um bifreiðaskoðun? Eitt sinn sá ríkið um þetta en svo er það einkavætt í nafni aukinnar samkeppni og hún komst reyndar aldrei almennilega á og nú virðist samkeppninni endanlega vera eitt. "Félögin verða rekin áfram sitt í hvoru lagi...". En kommon verður einhver samkeppni á milli þeirra þegar eigandinn er sá sami? Auðvitað ekki. Þetta er bara plat. Sama má segja um svo margt annað, tryggingar, bensínsölu, matvörumarkaðinn, flutninga, flugfélög. Hvergi raunveruleg samkeppni. Hvað er þetta Samkeppnisetirlit að gera?


mbl.is Frumherji kaupir Aðalskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og átti ekki samkeppnin að tryggja okkur betri þjónustu og lægra verð? Lægri þjónustugjöld, meiri almenna fyrirgreiðslu og minni vaxtamun í bönkunum? Lægri símakostnað? Hvernig er svo staðan í fluginu? Hvar eru lággjaldaflugfélögin (Berlín er svo sem aðgengileg í gegnum Iceland Express ...)? 

Berglind Steinsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Samkeppnisráð/eftirlit eða hvað þetta allt heitir hefur meira en beðið skipsbrot það er sokkið og sökkar feitt. Man ekki betur en þeir hafi nánast sagt við samruna nær allrar verslunar í landinu undir Baugshattinum að þeir væru hvort eð er með nærri allan markaðinn og skipti ekki máli þá svo að aðeins bættist við.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 8.2.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.