Leita í fréttum mbl.is

Samstaða gegn klámi

sóleyÞað er afar ánægjulegt að það hefur myndast þverpólitísk samstaða gegn klámi í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúar allra flokka standa að ályktun þar sem segir:
"Borgarstjórn harmar að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð og hugsanlega jafnframt vettvangur athæfis sem bannað er með íslenskum lögum.
Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það er því í mikilli óþökk borgaryfirvalda ef umrædd ráðstefna verður haldin hér í borg.
Ekki einungis er hér um að ræða málefni sem hefur afar óæskileg áhrif á samfélagsþróun og sjálfsmynd ungmenna, heldur grefur ráðstefna klámframleiðenda undan því öfluga markaðsstarfi sem unnið hefur verið hér á landi undanfarin ár og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis.
Borgarstjórn ítrekar óskir borgarstjóra um að lögregluembættið rannsaki hvort þátttakendur í hópi ráðstefnugesta kunni að vera framleiðendur barnakláms, auk annars ólögmæts klámefnis, ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi eða til þess að upplýsa um ólögmæta starfsemi.
"
Sóley Tómasdóttir varborgarfulltrúi Vinstri grænna bloggfélagi er ein þeirra sem hefur verið afar dugleg að benda á klámvæðinguna og hefur uppskorið mikið lof fyrir en einnig ótrúleg ummæli þeirra sem finnst ekkert athugavert við þessa klámráðstefnu. Sumt af því sem skrifað hefur verið á síðuna hennar er ekki hægt að hafa eftir svo ömurlegur er stundum málflutningur andstæðinga þeirra sem vilja berjast gegn klámvæðingunni.  
En hér er tilvitnun í Sóleyju þar sem hún lýsir yfir ánægju sinni með samstöðuna gegn kláminu í borgarstjórn:
"Með þessu hafa orðið vatnaskil í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Borgarstjórn hefur málið yfir pólítíska flokkadrætti og viðurkennir klám sem samfélagslegt vandamál, verkefni sem stjórnvöldum beri að beita sér gegn.
Húrra fyrir borgarstjórn! Til hamingju Reykjavík!
"

Ég tek helishugar undir þetta og óska Sóleyju og félögum til hamingju.


mbl.is Borgarstjórn öll á móti klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Já, þarna þekki ég ykkur..... upphrópanir á upphrópanir ofan !

Og nóg af upphrópunarmerkjum með því !!!

"koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi" - Hvar í ósköpunum hefur það komið fram í umræðunni að um meinta kynferðisbrotamenn sé að ræða ? Er þetta enn eitt upphlaupið ? !!!

Ahverju ættum við að ætla að um kynferðisbrotamenn sé að ræða ? Bara af því að það er gaman að slá upp tómri þvælu og vitleysu til að skapa umræðu ? !

Verðum við ekki að leyfa þessu fólki að njóta vafans, en ef þau brjóta af sér, þá verða þau að sjálfsögðu handtekin.

Að mínu mati væri ástæða til að skoða kennsluaðferðir og þá hluti sem verið er að gera í Listaháskólanum, heldur en að berja á erlendu ferðafólki ! (og nóg af upphrópunarmerkjum)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 21.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Verðum við ekki að vera raunsæ og viðurkenna það að meðan þetta margumtalaða klámfólk hefur ekki gerst sekt um kynferðisglæpi þá getum við ekki bannað þeim að koma til landsins þó erindið sé ekki öllum þóknanlegt.

Þetta fólk hefur ekki brotið neitt af sér svo vitað sé til, því hlýtur að blasa við að þessu fólki er jafn velkomið að koma til landsins og hverjum öðrum ferðamönnum, því miður.

Maron Bergmann Jónasson, 21.2.2007 kl. 15:35

3 identicon

http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_rape_jp.html

http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf

http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/glance/tables/4meastab.htm





Feminstar ljúga! minnsta kosti skoðaðu þetta, rannsóknir gerðir af vísindamönnum sem sýna fram á það að klám er í raun ekki skaðlegt.

 

Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum .

 

Lifi frelsi Lifi lýðræðI!

Butcer (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvílíkar öfgar og hvað það er búið að dæma þetta fólk fyrirfram.  Mæli með að fólk lesi www.snowgathering.com yfirlýsinguna.  Þetta fólk ætlaði sér að virða íslensk lög og koma hingað eins og hverjir aðrir túristar.  Fordómar og fáfræði! 

Þessi setning hér er svakaleg " ef það mætti verða til þess að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi eða til þess að upplýsa um ólögmæta starfsemi."

Hvernig er hægt að fá út meinta kynferðisafbrotamenn?? Klámiðnaður sem fólk þetta starfar við er löglegur ( kannski ekki hér en fólkið ætlaði að virða það ) 

Málflutningur feminista er róttækur og öfgafullur.  Sorglegt

Örvar Þór Kristjánsson, 22.2.2007 kl. 15:28

5 identicon

I am also clearly left leaning and think environmental issues are important. I even think feminism has its very legitimate points.  But for example in Sweden they have gone way too far, and the same things seems to be happening here.  Also I am partly happy that the porn-kings  got this message.  They really need to work on being on the right side regarding human rights and exploitation.  Come clean. If they feel they are clean, they really need to work on their image, and even risk antagonizing the criminal elements among them.  

But fairness, the rule of law are important too.  I resent a) the bad effects of mass hysteria,   and b) political discussion not based on  objective arguments and clear thought.   Those things are as important to me as social justice and environmental issues that attract me to VG.

I cannot see why it would not have been OK to allow those porn-kings to come, but  use thgios opportunity to investigate their  darker sides, in cooperation with foreign police  and feminists if possible.

This post is going against the "politically correct", so I do not even dear to post using my own name.  How cool is that ? What is the world coming to ?

Outlandish (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.