Leita í fréttum mbl.is

Viljum við stjórn stöðnunar og afturhalds?

könnun070506Það er ótrúlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn mun fá um 40% atkvæða í kosningunum eftir tæpa viku. Þetta er flokkurinn sem hefur staðið sig hörmulega í öllum málaflokkum og verið dragbítur á framfarir. Heilbrigðiskerfið er orðið amerískara, stóriðjustefnan er keyrð áfram, háskólarnir eru í fjársvelti,í utanríkismálum erum við undirlægjur Bush og félaga og í jafnréttismálum ríkir stöðnun. Heldur fólk að þetta muni batna bara við fagrar yfirlýsingar og falskt bros? Nei auðvitað ekki og þessvegna þarf að gefa þessum íhaldsflokki sem málar sig bleikan og grænan til skiptis rétt fyrir kosningar, langt og verðskuldað frí.

Andrea Hjálmsdóttir, sem er ljúka námi frá Háskólanum á Akureyri gerði könnun á viðhorfi grunnskólanema til jafnréttis og þar koma afar athyglisverðir hlutir fram. BA ritgerð Andreu hefur fengið góða umfjöllun hjá Fréttablaðinu, rúv og Stöð 2 og á N4 en merkilegt að Mogginn og Blaðið hafa ekkert fjallað um málið svoég viti. Anna Ólafsdóttir moggabloggfélagi minn fjallar hinsvegar ýtarlega um könnun Andreau og ég hvet ykkur til að lesa það hér

Það hefur nefninlega ríkt afturför á mörgum sviðum samfélagsins og það er að stórum hluta Sjálfstæðisflokknum að "þakka", þeð sína launaleynd og hugmyndir um að jafnrétti komist á að sjálfu sér og svo framveigis. 

Staðreyndin er hinsvegar sú að ef við viljum breyta einhverrju þá þarf að gera hlutina og Vinstri græn þora, geta og vilja. Ungt hugsandi fólk sér þetta og konur einnig og nú þarf að sannfæra hina! xv


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Þessi fyrirsögn kemur nú úr einstaklega harðri átt!

Það hlýtur að vera ríkisstjórninni að kenna að grunnskólabörn sjá konuna á heimilinu taka til þvottinn!?  Hættan er sú að ef VG kemst til valda, mun frumkvæði, ábyrgð og frelsi einstaklingsins hverfa.

Glæsilegt að sjá stjórnina með 34 þingmenn.  Vonandi verður þetta svona eftir 12.maí.

Guðmundur Björn, 6.5.2007 kl. 08:52

2 identicon

Sæll Hlynur , þið hjá VG verðið að fara að spýta í lófanna ef við eigum að geta myndað  nýja stórn saman. Ssmkvæmt þessu erum við ekki nema með 40 % fylgi.  þó ég taki meira mark á könnuninni sem birtist í vikunni þar sem fylgi  S+V var um 43 %.   Annars er skrýtið með þessar kannanir að það er hringt að því virðist í fjölda fólks , en aldrei hringt í mig eða aðra sem ég þekki. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það sé nokkuð verið að hringja í neinn. Ef að við tökum líka með í dæmið að fjöldi fólks bannar símhringingar í sig , þá hefði ég allavega átt að vera búinn að fá eitt símtal.

Áfram S+V 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt ofmetinn í könnunum en því miður er Framsókn oft vanmetin. Veit ekki hve mikið af því er leiðrétt núna, líklega ekkert, veit að Félagsvísindastofnun var að reyna það á tímabili. Ég á ekki annað ráð en að hvetja alla til að kjósa VG!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2007 kl. 15:46

4 identicon

má til með að benda ykkur á þetta

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/195416/#comments

kv. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:10

5 Smámynd: Jóhann Alfreð Kristinsson

,,Þetta er flokkurinn sem hefur staðið sig hörmulega í öllum málaflokkum og verið dragbítur á framfarir.'' Eru menn ekki eitthvað aðeins að missa sig?

Jóhann Alfreð Kristinsson , 6.5.2007 kl. 18:50

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo má ekki gleyma einu stærsta afreksverki ríkisstjórnarinnar: að útbúa stærsta og dýpsta drullupoll Íslandssögunnar!

Var það til að bjarga ítalska fyrirtækinu frá gjaldþroti að eyðileggja þennan fagra dal sem var lagður undir gruggugsta vatnið? Mætti biðja um e-ð þarflegra af ríkisvaldinu en drullupollagerð?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2007 kl. 09:13

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af hverju voru engar áætlanir ríkisstjórnar um stuðning við smáfyrirtæki? Af hverju var ekki lagður grunnur að betri tengingum við umheiminn? Síðan ákvörðunin um þessa risastóru bjartsýnisvirkjun eystra lá fyrir hefur vöxtur fyrirtækja á sviði upplýsinga- og tölvutækni verið nánast stöðvast. Fyrir nokkrum misserum voru fulltrúar frá Goggle og Micrasoft hér á landi og vildu kanna möguleikana að hér yrðu miðstöðvar tölvuvæðingar en hún þarf töluverða orku þó ekki eins mikið og risastór álbræðsla. Þessir aðilar hristu höfuðin yfir fáranleika atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og hafa ekki sést síðan.

Svona eru hugmyndir ríkisstjornarinnar um atvinnuuppbyggingu í landinu á eina bókina lærð: ekkert er litið til annarra möguleika.

Við þurfum því nýja og betri ríkisstjórn sem hefur meira og betra víðsýni, lausa við hneykslunarverðar ákvarðanir á borð við stríðsstuðning og undirlægjuhátt gagnvart hernaðarsjónarmiðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.