Leita í fréttum mbl.is

17. júní, DIE LINKE og Sendiherrabústaðurinn í Berlín

stage_logo17. júni heilsar með sól og blíðu hér í Berlín. Þetta er einnig hátíðisdagur hér því þess er minnst að þennan dag fyrir rímlega 50 árum gerðu verkamenn í austurhluta Þýskalands uppreisn sem var barin niður. Í gær var svo sögulegur dagur þegar stjórnmálaflokkurinn DIE LINKE var formlega stofnaður og Oskar Lafontaine kosinn formaður með meira ein 80% atkvæða og einnig Lothar Bisky. Framtíðarformaðurinn hlýtur svo að vera Katja Kipping, ung og hress baráttukona sem setið hefur á þinginu frá 2005 og lagt áherslu á umhverfismál, alþjóðavæðingu og femínisma. Hún fékk glæsilega kosningu sem varaformaður og hefur verið gagnrýnin á gömlu karlana í forystunni. Í gærkvöldi lauk glæsilegum fundi sem blés baráttukrafti í brjóst og bjartsýni á komandi tíma með nýjum fe´lögum sem gengu til liðs við DIE LINKE einnig frá Sósíaldemókrötum og Græningjum.

070616_parteitag_eroeffnungVið ætlum að skreppa í Grunewalds og heilsa uppá sendiherrahjónin sem bjóða til grillveislu og það verður spennandi að sjá þennan rándýra sendiherrabústað sem olli miklu fjaðrafoki á Íslandi fyrir nokkrum árum. Það verður einnig gaman að hitta þær systur Bjarnheiði og Líneyju Höllu sem eru hér við nám og störf. Þetta verður vonandi góður dagur í góðum hópi og mikill hátíðisdagur.


mbl.is Dagskrá hátíðarhalda þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.