Leita í fréttum mbl.is

Joris Rademaker rćđir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

IMG_0099

Sunnudaginn 9. mars 2008 klukkan 11:00 rćđir Joris Rademaker um verk sín á sýningunni “Mannleg tilvist” í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggđ 2 á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist viđ myndlist síđan 1983. Hann var útnefndur bćjarlistamađur Akureyrar áriđ 2006. 

Joris Rademaker vinnur međ blandađa tćkni og oft međ mismunandi ţema í lengri tíma í senn. “Mannleg tilvist”  er einskonar yfirlitssýning inni á heimili ţar sem verkin samrćmast alvöru og leik heimilisfólksins. Ţau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tćkni, vatnsliti, veggfóđur, sprey, ţrykk, málverk, ljósrit, klippimyndir og sem objekt eđa hluti. 

Kunstraum Wohnraum hefur veriđ starfrćkt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Ţađ er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggđ 2. Sunnudagurinn 9. mars 2008 er lokadagur sýningar Jorisar Rademakers en ţann 16. mars opnar Ragnar Kjartansson nýja sýningu í Kunstraum Wohnraum.

 

JORIS RADEMAKER 

MANNLEG TILVIST 

06.01. - 09.03.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 9. mars 2008, klukkan 11:00
      

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggđ 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de


Mannleg tilvist 

Joris Rademaker flutti 1991 til Íslands og varđ skömmu síđar fađir. Hann kom í haustmyrkrinu og reyndi ađ fóta sig í nýju umhverfi og í föđurhlutverkinu. Ţessi mikla breyting á lífinu kom fljótt fram í hans list. Í Hollandi hafđi allt hans líf snúist eingöngu um myndlist. Á Íslandi varđ hún ađ víkja fyrir launavinnu og varđ frístundaiđja. Viđbrigđin ađ verđa allt í einu fađir og í framandi landi var samblanda af gleđi og einsemd. Hinu ţéttbýla, frjósama og velrćktađa Hollandi međ aldagamla ţróađa evrópska menningu var skipt út fyrir hrjóstrugt, fremur harđbýlt, kalt, einangrađ land međ fáum en kraftmiklum einstaklingum og unga listmenningu, fyrir utan fornbókmenntir.

Fyrir tilviljun rakst Joris dag nokkurn á barnaleikföng frá ţví um 1960 sem tengdamóđir hans hafđi fundiđ undir rúmi á hótelherbergi sem hún ţreif í sumarvinnu. Ţetta voru marglit plastleikföng ódýr og fjöldaframleidd sem bćđi gátu veriđ gestaţraut og púsluspil. Joris heillađist af margbreytileika fígúranna og valdi sér eina rauđa á litinn og fór ađ ţróa hana áfram í mismunandi myndform og í margvísleg efni. Hún minnti hann á teikningu Leonardós daVinci sem stendur eins og fimmarma stjarna ţar sem höfuđ og útlimir vísa í mismunandi áttir. Myndverk Jorisar međ ţessari fígúru fjalla um einstaklinginn í alheiminum - stundum aleinan og stundum í félagslegu samhengi, mis nánu. Stundum í skipulögđum munstrum - eins og samfélagsstrúktúrinn. Í ţessari fígúru tjáir Joris alvöru og gleđi lífsins - einstaklingsins og heildarinnar.

Joris sýndi mismunandi seríur af ţessari fígúru á árunum 1994-97 en er núna ađ nýju ađ endurbćta og loka ţessu ţema. Ţetta er ţví einskonar yfirlitssýning - inni á heimili ţar sem verkin samrćmast alvöru og leik heimilisfólksins. 

Skrifađ á nýjársdag 2008 á Akureyri af G. Pálínu Guđmundsdóttur


Joris Rademaker

1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi

1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi

2006 Bćjarlistamađur Akureyrar 

Sýningar

1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland

1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland

1995 Listasafniđ á Akureyri

1995 Slunkaríki, Ísafjörđur

1997 Nýlistasafniđ í Reykjavík

1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri

1998 Gallerí+, Akureyri

2002 Slunkaríki, Ísafjörđur

2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík

2004 Safnasafniđ, Svalbarđsströnd

2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri

2005 Gallarí gangur, Reykjavík

2005 Gallerí+, Akureyri

2006 Populus Tremula, Akureyri

2006 Karólína Restaurant, Akureyri

2008 Kunstarum Wohnraum, Akureyri


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.