Leita í fréttum mbl.is

Alcan að klúðra ímyndinni

rist

Gleðilegt ár kæru lesendur!
Gleðilegt ár í herstöðvarlausu landi sem vonandi verður einhverntíman einnig álbræðslulaust land!

Flott hjá enskum íslandsvinum að halda áfram baráttunni fyrir umhverfinu. Halldór Baldursson á einn besta vinkilinn á múturgjafir Alcan með teikningunni sinni í Blaðinu um áramótin. Ég birti myndina hér og fékk hana lánaða af síðunni hans. Bendi einnig á góðan pistil Ögmundar Jónassonar á heimasíðunni hans um vandræðalega "kostun" Alcan á Kryddsíldinni. Alcan á eftir að eyða hundruðum milljóna á næstu vikum í ímyndarhernað sem þeir eru nú þegar búnir að tapa. Ef þetta fyrirtæki hefur einhverntíma átt séns þá er það búið að fyrirgera honum núna. Ég treysti á Hafnfirðinga að þeir hafni stækkun á þessari mengandi verksmiðju svo það verði hægt að byggja upp blómlegt atvinnulíf í bænum í staðinn. Samtökin Sól í Straumi eiga heiður skilinn fyrir málefnalega baráttu gegn álverinu. Tilvalið að skoða heimasíðuna þeirra.
Þetta verður gott ár og við losum okkur loksins við þreytta og leiðinlega ríkisstjórn!


mbl.is Álversframkvæmdum á Íslandi mótmælt í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ekki gleyma þessari snilld:

http://begga.blog.is/blog/begga/entry/96190/

Bergþóra Jónsdóttir, 2.1.2007 kl. 13:35

2 identicon

Afhverju gagnrýnduð þið kommarnir þetta ekki þegar kryddsíldin var kostuð af Alcan árið 2005 ?

Hvað hefur síðan gerst sem kallar á þessi viðbrögð ykkar frá því þá ?
Tengist þetta eitthvað hugsanlegri stækkun í Straumsvík og tækifærimennsku íslenskra stjórnmálamanna?

Sigurður (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk Bergþóra fyrir fínan pistil á síðunni þinni og velkomin í bloggvinahópinn :)

Sigurður, ég er ekki kommi, en ég lít heldur ekki á það sem skammaryrði svo þetta er í góðu lagi, bara smá misskilningur hjá þér. Ef maður ætti nú hinsvegar að vera að mótmæla öllu alltaf hefði ég ekkert annað að gera, nóg erum við Vinstri græn skömmuð fyrir að mótmæla samt. Ögmundur Jónasson hefur samt t.d. margsinnis bent á ósmekklega "kostun" fyrirtækja sem eru að kaupa sér einhverja ímynd. Ég held að það verði seint hægt að saka okkur Vinstri græn um tækifærismennsku í stjórnmálum, en af henni er hinsvegar nóg. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.1.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband