Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Alcoa og Landsvirkjun stinga SNUÞi uppí nokkra Húsvíkinga

442126A Þremenningarnir á þessari mynd eru að stofna samtök. Athyglisvert er að þau eiga að heita "Umhverfis og náttúrusamtök" en ekki náttúruverndarsamtök. Samtökin eiga að "koma viðhorfum heimamanna til náttúru, verndar og umhverfis, milliliðalaust til skila." Sem sagt ekki náttúruverndar heldur náttúru og svo verndar, ef til vill til verndar álverum? Það er auðvitað brandari að helstu álverssinnar sveitarinnar séu að stofna samtök til að koma náttúruhugmyndum sínum á framfæri (milliliðalaust) og því hvað það væri nú frábært að fá álver á Bakka. Þessi setning er einnig gullmoli: "Loks steig Halldór Blöndal í ræðustól og flutti þrumandi ræðu um orku og atvinnumál sem vakti heimamenn til umhugsunar um málið frá nýjum sjónarhól." Mig grunar að þessi þrumuræða hafi nú verið flutt af gömlum og þreyttum sjónarhóli, nefnilega úr álhóli! Af hverju er ekki hægt að nýta orkuna í umhverfisvænan iðnað, skapandi hluti þar sem kraftur Þingeyinga fær að njóta sín? En þvert á móti eru góðar hugmyndir kæfðar niður og öskrað ÞETTA ER EKKI NÓGU STÓRT! í sífellu. Þessum mönnum er vorkunn. Af hverju gengu menn ekki bara alla leið og kölluðu samtökin SNUÐ frekar en SNUÞ. Það á miklu betur við.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís Svavarsdóttir ver hagsmuni kjósenda

Þetta REI mál er að verða það skelfilegasta fyrir meirihlutann í borginni. Vilhjálmur þorir ekki að mæta Svandísi Svavarsdóttur í sjónvarpinu enda er hann í djúpum skít. Björn Ingi stakk af til Kína með fyrsta flugi og nennir ekki lengur að tala í síma (allavega ekki við fjölmiðla). Það er Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna sem hefur staðið sig eins og hetja í því að verja hagsmuni Reykvíkinga. Hún var bæði í Kastljósinu og á Stöð 2 og í fjölda útvarpsviðtala í allan dag og flettir ofan spillingunni, æðibunuganginum, einkavinavæðingunni og meðferð íhaldsins og framsóknarleppanna í þessu máli. Hvar er Gísli Marteinn? Svandís tekur þá alla á beinið í þessum viðtölum sem sjá má hér á tenglunum. Áfram svona Svandís!

 


mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónauki, nýtt tímarit um myndlist kemur út

sjonauki

Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út íslenskt tímarit um myndlist. Hundruð erlendra tímarita um myndlist blómstra og nú hafa myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal gefið út nýtt tímarit, Sjónauka. Til hamingju með það! Hingað til hefur rás eitt fjallað mest um myndlist á Íslandi en bókmenntirnar eru í sjónvarpinu! Hrós til Rásar eitt en Sjónvarpið getur tekið sig heldur betur á. Það verður haldið útgáfuteiti Sjónauka laugardaginn 6. október kl. 17-19 í Pikknikksalnum, Grandagarði 8 (við hliðina á Kaffivagninum).

Í tímaritinu verða jafnan greinar eftir bæði innlenda og erlenda listgagnrýnendur, heimspekinga, rithöfunda og listamenn. Aðal viðfangsefni Sjónauka verður íslensk myndlist, umhverfi hennar og tengd málefni. Í hverju tölublaði verður nýtt verk unnið sérstaklega fyrir blaðið af völdum listamanni ásamt ítarlegri umfjöllun um hann. Fjölfaldað eintak af verkinu, í takmörkuðu upplagi, fylgir með blaðinu. Tímaritið verður gefið út tvisvar á ári, vor og haust og verða allar greina birtar bæði á íslensku og ensku.


NATO fundur og krakkarnir sendi heim


Við erum að sóa helling af peningum í þetta hernaðarbandalag í stað þess að setja fjármagn í að hækka laun hjá umönnunarstéttum eins og Jón Bjarnason fulltrú VG í fjárlaganefnd benti réttilega á í þingræðu í morgun. Væri ekki nær að hækka laun leikskólakennara og starfsfólks sjúkrahúsa og dvalarheimila í stað þess að setja pening í hernað? Sem betur fer eru friðarsinnarnir í Samtökum hernaðarandsræðinga og ung vinstr græn að standa sig og mótmæla þessum NATO fundi. Svo eru skólabörn að missa af dans- og íþróttatímunum sínum af því að einhverjir borðalagðir herforingjar og þingmenn eru að plana eitthvað í Laugardalshöll. Geta þeir ekki bara skroppið tilí Afganistan? Á friðarfvefnum friður.is er hægt að lesa nánar um NATO fundinn.

Á mánudag munu SHA standa fyrir hádegisverðarfundi í tengslum við NATO-þingið. Nánari dagskrá og tilhögun verður kynnt síðar, en fundurinn verður haldinn í Litlu-Brekku í Bankastræti.

Ungliðahreyfing Vinstri grænna hefur sömuleiðis boðað táknrænar mótmælaaðgerðir við Laugardalshöll, fundarstað þingsins á laugardag. Ungliðarnir eru árrisulir og eru mótmælin boðuð kl. 8:00. Morgunhanar í hópi friðarsinna eru hvattir til að mæta, en dagskrá verður kynnt á heimasíðu UVG, www.vinstri.is

M__tm__li_3

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um komandi helgi. Íslendingar eru herlaus og friðelskandi þjóð, sem ekki á að taka að sér gestgjafahlutverk fyrir slíkar samkomur. Að þessu tilefni vilja SHA minna á eftirfarandi staðreyndir um hlutverk og eðli NATO:

* NATO er hernaðarbandalag sem hefur yfir að ráða gríðarlegum hernaðarmætti. NATO hefur ekki útilokað beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði.

* NATO hefur tekið þátt í árásarstríðum, s.s. á Balkanskaga. Um þessar mundir tekur bandalagið virkan þátt í hernámi Afganistan og hefur með aðgerðum sínum leitt til dauða fjölda saklausra borgara.

* Aðildarríki NATO eru ásamt Rússlandi langstærstu vopnaframleiðslulönd í heimi. Með vopnasölu sinni til stríðshrjáðra svæða bera þau ábyrgð á þjáningum fólks um víða veröld,

* NATO og einstök NATO-ríki hafa staðið gegn gerð og samþykkt fjölmargra afvopnunarsamninga á liðnum árum og áratugum, þar á meðal á sviði kjarnorkuafvopnunar.

* það er innbyggt í skipulag NATO að Bandaríkjamenn hafi með höndum hernaðarlega stjórn þess. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað notað NATO sem verkfæri eftir innrásir sínar, bæði í Afganistan og í Írak, undir yfirskini friðargæslu eða uppbyggingarstarfs.

* Ein af röksemdum Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, gegn tillögum um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum árið 2004 var að það samrýmdist ekki skuldbindingum Íslands gagnvart NATO.

* Hinar umdeildu áætlanir Bandaríkjanna um gagneldflaugakerfi eru gerðar með fullu samþykki NATO og eru í raun liður í áætlunum NATO. Þessar áætlanir eru taldar spilla mjög fyrir viðleitni til afvopnunar.

* Einstök aðildarríki NATO bera höfuðábyrgð á stríðinu í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda Íraka lífið og hrakið milljónir á flótta.

Um leið og Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fundarhöldum þessum, hvetja þau íslensk stjórnvöld til að taka upp sjálfstæða og friðsama utanríkisstefnu. Úrsögn úr NATO er rökrétt fyrsta skref í þá átt.


mbl.is Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla NATO fundi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftur í Saving Iceland

670&thumb=1

Saving Iceland heldur úti flottri heimasíðu og þau eru afar virk í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands, sannir íslandsvinir. Hótanir útlendingastofnunar um að reka Miriam Rose úr landi eru fáránlegar og allt tal um brot á grunngildum út í hött. Þessi herferð íslenskra stjórnvalda gegn þeim sem berjast á friðsaman hátt fyrir náttúrunni er furðuleg. Sem betur fer blöskrar flestu hugsandi fólki þessi aðför að mannréttindum. Saving Iceland standa fyrir tónleikum á Organ miðvikudagskvöldið 10. október. Þar sem fram koma nokkrar frábærar hljómsveitir eins og Authentic, Tveir Leikmenn, Hraun, Dys og Jan Mayen. Nánari upplýsingar um tónleikana eru hér. Ég verð í München og kemst ekki en hvet alla til að skella sér á frábæra tónleika.


Geisp... Gulli heilbrigðisráðherra að leika sér í símanum

441871AÞað voru margir sem áttu erfitt með að halda sér vakandi undir stefnuræðu Geirs H. Haarde. Gulli stytti sér stundir með því að fikta í símanum sínum, varla var hann að senda sms allan tímann? Líklega bara að leika sér eitthvað. Pínu vandræðalegt samt að hann hafi ekki meiri áhuga á stefnuræðu leiðtoga síns. Samt var Geir með ágætis punkta í ræðunni sinni. Til dæmis að það ætti loksins að fara fram heildarstefnumótun á sviði neytendamála. Það er löngu kominn tími fyrir aukna neytendavernd hér á landi. Við erum langt á eftir nágrannaþjóðunum í þeim málum. Aðra uppgötvanir Geirs voru nú kannski alveg eins áhugaverðar. Og ekkert minnst á misskiptinguna sem alltaf er að aukast enda veit hann uppá sig skömmina.

Óðamála sjávarútvegsráðherra æsti sig aðallega yfir ljómandi ræðu Steingríms og eyddi drjúgum tíma í að snúa út úr henni en ókst ekki sérlega vel en hann hafði eitthvað svo lítinn ræðutíma, hann var að klára. Kolbrún Halldórsdóttir er flott, jákvæð og ljómandi skýr.


mbl.is Traust afkoma ríkissjóðs forsenda fyrir frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn mæta vel undirbúin til þings

441778A Það er ánægjulegt að Vinstri græn mæta af krafti til þings og ætla að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu. Á heimasíðu VG er hægt að lesa langan lista af góðum málum sem verða lögð fram. Samfó ætti að geta greitt atkvæði með nokkrum þeirra eins og að koma í veg fyrir að Vatnalögin illræmdu verði að lögum þann 1. nóvember. Það er frábært að Vinstri græn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn koma fram með framfaramál eins og að hjúskaparlög muni gilda um öll pör, samkynhneigð sem gagnkynhneigð og að raforkulögum verði breytt þannig að orkuverð verði opinbert. Um friðlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði og um gjaldfrjálsar tannlækningar. Þetta eru uppbyggileg mál sem vonandi verða samþykkt. Áfram svona!
mbl.is VG: Endurheimta þarf jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsibil G. Kristjánsdóttir opnar sýninguna "Hugarflug" á Café Karólínu

marsibil142

Það eru enn og aftur komin mánaðarmót og það eru alltaf opnanir fyrsta laugardag í mánuði á Café Karólínu í Listagilinu. Það er hægt að sjá sýningu Stefáns Jónssonar fram á föstudag en þá tekur Marsibil G. Kristjánsdóttir við. Allir eru velkomnir á opnunina klukkan 14 og hér er tilkynningin um sýninguna:

Marsibil G. Kristjánsdóttir

Hugarflug

06.10.07 - 02.11.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 6. október 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 6. október, 2007, klukkan 14 opnar Marsibil G. Kristjánsdóttir sýninguna "Hugarflug" á Café Karólínu.

Marsibil segir um sýninguna "Þessi verk eru unnin með ímyndum og hugarflugi mínu, hugmyndir sæki ég úr draumum mínum, tilfinningum og óraunverulegum veruleika."

Marsibil G. Kristjánsdóttir er fædd á Þingeyri 1971. Hún hefur hannað leikmyndir, brúður og leikmuni fyrir fjölda leiksýninga m.a. fyrir einleikina Gísli Súrsson, Dimmalimm og Skrímsli. Einnig hannað og unnið ýmiskonar handverk á tré og gler s.s. jólasveina og galdrastafi. Hún hefur sett upp einkasýningar á eftirtöldum stöðum: Veitingastofan Vegamót Bíldudal, Café Milanó Reykjavík, Langi Mangi Ísafirði, Hótel Flókalundur, Gallerí Koltra Þingeyri, The Commedia School  Kaupmannahöfn og í Vigur Ísafjarðardjúpi.

Picture 100


Nánari upplýsingar veitir Marsibil í netfangi billa(hjá)snerpa.is og í síma 8998698

Meðfylgjandi myndir eru af verkum Marsibil sem hún sýnir á Café Karólínu.

Marsibil verður viðstödd opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. nóvember, 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 6. október, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08        Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08        Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08        Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08        Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08        Kjartan Sigtryggsson


« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband