Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn með Svandísi ynnu stórsigur ef kosið yrði nú

svandis2_325170 Þetta eru góðar fréttir fyrir nýjan meirihluta í Borginni. Og jafnframt enn einn áfallið fyrir íhaldið og var nú varla á bætandi, eða jú annars:) Sjálfstæðismenn öskra nú: "Kosningar! kosningar!..." en hætt er við því að þær hjáróma raddir þagni snarlega. Stuðningur kjósenda Vinstri grænna, Samfó og Framsóknar fagna nýjum meirihluta (u.þ.b. 92-93,9%) og meira að segja stuðningsmenn F-listans einnig (78,6%). Vinstri græn með Svandísi í fararbroddi ynnu stórsigur og bættu við sig 6% yrði kosið nú og færu upp í tæp 20% og bættu við sig þriðja fulltrúanum (Sóley bloggvinkona). Samfó bætti einnig við sig manni en íhaldið og F-listinn misstu sinn manninn hvor. Nú er að bretta upp ermarnar og bregðast ekki því trausti sem Reykvíkingar sýna nýja meirihlutanum. Leikskólarnir, samgöngumálin, félagsmálin eru komin á dagskrá.
mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Núna á ég eftir að sjá hversu samkvæm Svandís og VG eru sjálfum sér, þegar haldið verður áfram að gera þá ríku ríkari.

Ætlar VG að taka þátt í því, til þess eins að halda völdum?

Mig grunar það.

Hjalti Garðarsson, 14.10.2007 kl. 10:42

2 identicon

Kosningar myndu ekki vera næsta mánuðinn og grunar mig að fylgi meirihlutans myndi dala talsvert í kosningabaráttunni. fólk myndi fara að opna augun. og þó að úrslitin yrðu þessi, þá yrði þessi meirihluti ekki áfram.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Auðvitað átti að blása til kosninga strax - annað er ekki lýðræðislegt. Það er umhugsunarvert, þegar Birna Þórðardóttir segir sig úr VG og fleiri á leiðinni. Ekki gott mál...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.10.2007 kl. 12:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kosningar ættu að fara fram og það sem allra fyrst. Það væri lýðræðislegasta í stöðunni fyrir alla ég efa það ekki að vg kæmi vel út úr þeim þannig að Svandís ætti að beita sér fyrir því.

Óðinn Þórisson, 14.10.2007 kl. 17:54

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er einn af þeim sem hafa öskrað "kosningar,  kosningar" og mér er nákvæmlega sama hver úrslitin yrðu úr því sem komið er. Í kosningabaráttunni yrði farið í saumanna á öllum leyndarmálum og baktjaldamakki sem kæmi upp á yfirborðið. Kjósendur myndu einfaldlega kjósa þá flokka sem þeim hugnast best, þannig virkar lýðræðið.

Ég hef aldrei kosið vinstri græna en er ekki í minnsta vafa um að þeir ynnu stórsigur. Ég er ekki að krefjast kosninga vegna þröngra hagsmuna einhverrar flokkapólitíkur,  heldur að lýðræðið fái að koma að njóta sín til tilbreytingar og allt komi upp á yfirborðið.

 Það mun ekki gerast nema með nokkra vikna kosningabaráttu. Ég er hræddur um að öll kurl komi ekki til grafar og við gleymum málinu á nokkrum dögum ef fer fram sem horfir.

Eg vil kosningar.

Benedikt Halldórsson, 14.10.2007 kl. 19:38

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Eiríkur Rögnvaldsson benti á í athugasemd á bloggi mínu að ekkert sambærilegt við þingrof sé til í lögum um sveitastjórnir. Einungis er gert ráð fyrir að kosið sé á fjögurra ára fresti. það er því tómt mál að tala um að fara í kosningar.  Valið hjá VG stóð því einungis um það hvernig ætti  að steypa núverandi meirihluta -ef fá átti mál Orkuveitu Reykjavíkur á hreint.

María Kristjánsdóttir, 14.10.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég get ekki orða bundist þegar ég sé einhvern fáfræðing tjá sig um skuldir bogarinnar. Vilhjálmur nokkur borgarfulltrúi kraftaverkaflokksins sagði orðrétt í sjónvarpsviðtali að sala hlutar Orkuveitunnar í útrásinni, (upphæðir mjög á reiki, 4-30 milljarðar hversu ábyrg sem svona umræða er) ein sér dygði til að greiða upp skuldir borgarsjóðs.

Guðlaugur, igum við ekki frekar að ræða veðrið eða allavega veðurfræðingana.

Þórbergur Torfason, 14.10.2007 kl. 19:47

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þótt Eiríkur Rögnvaldsson eða einhver annar kunni að lesa og sjái það sem allir vita að ekki er gert ráð fyrir kosningum í sveitastjórnum nema á fjögurra ára fresti er ekki þar með sagt að ekki megi krefjast þeirra. Það væri illa komið fyrir okkur ef ekki mætti breyta núgildandi lögum, þá giltu sjálfsagt ennþá vistarbönd og lög nítjándu aldar.

Frá því kröfugerð kemur þar til lögum er breytt líður oft langur tími, stundum áratugir en á meðan málið er í brennidepli er sjálfsagt að krefjast kosninga.

Það er ekki rök að svona séu lögin. Maður á að krefjast breytinga þegar menn snúa á lýðræðið, alveg á sama hátt og lögum er breytt og löguð að reynslunni vegna gata sem eingin sá fyrir.

Benedikt Halldórsson, 14.10.2007 kl. 20:12

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mætti kjósa..

Það er margt gott sem er búið að gera á þessu kjörtímabili.  4 flokka samkruðl er ekki vænlegt, borgarbúar eiga eftir að sjá það, því miður.  Svandís er skörungur mikill.  Hefur nefnt orðið spilling og ósvífni í sömu andrá og Björn Ingi undanfarnar vikur en um leið og hann blikkar hana þá hoppar hún til hans undir eins.  Trúðverðug? 

Örvar Þór Kristjánsson, 14.10.2007 kl. 22:18

10 Smámynd: Fríða Eyland

lýðurinn getur staðið upp og mótmælt, ég mæti bókað

Ef að ég skil Dag rétt vill hann bíða með söluna og vonast hann til að hlutur borgarinnar vaxi...arrg.                                                     Hvernig sér hann söluna fyrir sér ???

Sala á fyrirtækjum í almannaeign hefur alltaf verið ósanngjörn og hefur almenningur (eigendurnir) átt kost á að kaupa þegar búið er að velja fjárfesta en venjulega er þeirra hlutur um 80% 

Ætlum við að sætta okkur við þetta enn eina ferðina ?

 Eða krefja nýju borgarstjórnina um nákvæmlega hvaða skoðanir þeir hafa í auðlindamálum og síðan að veita þeim aðhald, eins og dæmi undanfarinna daga sanna þá er rödd fjöldans sterk

Kveðja 

Fríða Eyland, 15.10.2007 kl. 01:16

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi nú stíga varlega til jarðar í slíkum fullyðingum.  Ég held að fólk sé almennt búið að missa traust til stjórnmálamanna svona in general.  Þetta eru bara draumórar og óskhyggja þín, sem ég fæ ekki séð að eigi við rök að styðjast, svona í víðara samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 03:16

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óháða rannsóknarnefnd í málið.  Hversvegna þegja stjórnendur lansins þunnu hljóði og láta sem þetta komi þeim ekki við? Nú á forsætisráðherra að stíga fram fyrir skjöldu og heimta rannsókn. Þetta ristir dýpra og er víðfeðmara mál en nokkurn grunar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 03:22

13 identicon

Kosningar eru ekki endilega svarið núna, málið er einfalt það er nýr meirihluti og við það situr. Persónulega er ég mjög ósáttur við þennan nýja meirihluta enda Frjálshyggjumaður og sé ekki fram á góða tíma í Reykjavík með siðlausum vinstrimönnum við stjórnvölin.

Já Hlynur ég sagði siðlausum og ég stend við þau orð mín enda þarf virkilega skerta siðferðiskennd til að gera árás á einn helgasta rétt einstaklinga, eignaréttinn.

Það sem mér þætti hins vegar gaman að heyra Hlyn skýra betur fyrir okkur er hvað hans fólk á við með almenningseign? Hvernig stenur á því að ég sem líklega hluti af  "almenningi" á eitthvaði í OR? Get ég selt hlut minn í OR eða kannski Rúv?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 05:41

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta eru afar áhugaverðar umræður hér og skal gera mitt besta til að svara því sem beint er til mín þó að það verð ekki sérlega ítarlegt en vona að mér verði fyrirgefið það.

Hjalti: Vinstri græn munu ekki stuðla að því að þeir ríku verði enn ríkari. VG er flokkurinn sem studdi hátekjuskatt og vill að fjármagnstekjuskattur fari í 14-18% en falli niður á fjármagnstekjur upp að 100.000. Auk þess vill Vg að skattleysismörk fara í ca. 140.000. Það kemur sér vel fyrir alla, sérstakalega tekjulága. 

Óli: meirihluti Vg, Samfó og Framsóknar myndi bæta við sig manni samkvæmt könnuninni! 

Guðlaugur: Ég studdi "frítt í strætó" og ekki bara fyrir nema heldur fyrir alla og fagnaði þessari ákvörðun D-listans meðal annars hér á blogginu. Það sama gildir um frítt í stæði fyrir minna meingandi bíla. Það var sem betur fer eitt og annað gott sem gamli meirihlutinn kom til leiðar, skárra væri það nú. Ég styð alltaf fólk sem er að vinna að góðum verkum og fagnaði þegar stoppistöðvar fengu nöfn, það var einfalt mál og ef til vill lítið skref en skiptir miklu máli fyrir farþega strætó. Nú þarf að fjölga ferðum og bæta kerfið. 

Gamli meirihlutinn var því miður ekki að greiða niður skuldir og vinstrimenn hafa sýnt að þeir eru aðhaldssamir og hagsýnir. Auðvitað á að greiða niður skuldir.

Benidikt: mér finnst vel koma til greina að breyta lögum þannig að hægt verði að kjósa í sveitarstjórnum oftar en á 4 ára fresti við sérstakar aðstæður, t.d. þegar ekki tekst að mynda meirihluta.

Jón Steinar: Óháð rannsóknarnefnd væri bót og myndi vonandi flýta fyrir því að við komumst til botns í málinu, ég styð það og svona nefnd gæti tekið að sér fleiri spillingar- og valdníðslumál.

Vilhjálmur: þú ættir að spjalla um þetta við þá sem ráða í Sjálfstæðisflokknum. Það voru þeir sem vildu ohf á ríkisútvarpið okkar. En Ögmundur hefur skrifað heilmikið um hugtakið almannaeign, mæli með því að þú lesir síðuna hans.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.10.2007 kl. 19:51

15 identicon

Ögmundur hefur ekki skrfiað neitt um almenningseign, hann notar orðið oft en áskilur sér greininlega rétt til að þurfa ekki að svara fyrir merkingu þess. 

Meirihlutinn sem er að fara frá völdum hefur ekki greitt niður skuldir, það er rétt hjá þér en hann hefur dregið úr skuldaaukningu og má bústa við því að borgarsjóður skili sér í jafnvægi í ár. Fyrsta skiptið í 14 ár.

Hvers vegna forðastu að ræða um amenningseign og merkingu þess orðs? Hvernig réttlætiru til að mynda háttekjuskatt? Hvernig væri að þið vinstrimenn kæmuð út úr skápnum og segið það sem þið meinið þ.e. þið hatið fólk sem á peninga. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:21

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég hata ekki fólk sem á peninga. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.10.2007 kl. 21:37

17 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég vona að þú verðir ákaflega ríkur Vilhjálmur Andri, ef þú getur orðið það án þess að það verði á kostnað annarra.

María Kristjánsdóttir, 15.10.2007 kl. 21:42

18 identicon

Ég hef það þokkalegt María, þakka þér fyrir, hef nóg fyrir mig og mína. En Hlynur þú kemur þér alltaf frá því að svara spurningum mínum. Þú segist vera vinstrimaður og styður þá í kosningum að þinni sögn, hver er þá vandinn að standa upp og verja gildi þín?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 01:13

19 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er einmitt það sem ég er að gera Vilhjámur og það er enginn vandi:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.10.2007 kl. 06:40

20 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er til ein leið til að kjósa á ný í Rvík og það er að sameina Reykjavík öðru sveitarfélagi; þá þarf að kjósa nýja borgarstjórn. Það var hálfpartinn svindlaði á þessu þegar Akureyri sameinaðist Hrísey; bæjarstjórnin á Akureyri sat og hreppsnefndin í Hrísey var gerð að hverfisnefnd. Að vísu var þetta ákveðið ef ég man rétt við kusum um sameininguna, svo að maður vissi að hverju maður gekk.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.10.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband