Leita í fréttum mbl.is

Berlingske sýknað - Dönsk stjórnvöld fá á baukinn

berlingske

Það eru góðar fréttir frá danaveldi að aðalritstjóri og tveir blaðamenn blaðsins Berlingske Tidende voru sýknaðir af ákæru vegna skrifa blaðsins um skýrslur öryggisþjónustu danska hersins. Skýrslunum var lekið til blaðsins og fréttir upp úr þeim þóttu grafa undan stefnu danskra stjórnvalda um þátttöku í Íraksstríðinu.
Í fréttinni á mbl.is segir:  "Í skýrslunni, sem skrifuð var áður en innrásin í Írak hófst 2003, komst Grevil (leyniþjónustumaður) að þeirri niðurstöðu að engin gereyðingarvopn væru í Írak.  Grevil var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa lekið upplýsingunum til blaðamannanna.
Í niðurstöðu dómsins í dag segir, að hagsmunir almennings, að fá upplýsingar um málið hafi vegið þyngra en hagsmunir stjórnvalda."
Það er því ljóst að dönsk stjórnvöld lugu að fólki og þau vissu vel að það voru engin gjöreyðingavopn í Írak. Það sama má segja um íslensk stjórnvöld. Upplýsingarnar lágu fyrir löngu fyrir innrásina. Dönsk stjórnvöld reyndu svo að fá blaðamenn dæmda fyrir að segja sannleikann. En nú hafa þau sem betur fer fengið á baukinn.

Nánar um þessa frétt "Sigur fyrir lýðræðið" á vefsíðu Berlingske Tidende.


mbl.is Berlingske Tidende sýknað af ákæru vegna Íraksfrétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.