Leita í fréttum mbl.is

Flaggað í hálfa stöng?

santiago

Sem betur fer verður ekki lýst yfir þjóðarsorg í Chile og Pinochet (hér eftir kallaður "Pino") fær enga viðhafnarútför. Það er nógu slæmt að það sé flaggað í hálfa stöng hjá chilenska hernum við dauða þessa pyntara og morðingja. Í síðustu færslu sagði ég frá bloggfærslu félaga míns Stefáns Friðriks en hann tengir ógnarstjórn Pinos við þekktar kvikmyndir sem gerðar hafa verið um ógnarstjórn Pinos og um fórnarlömb hans eins og "Missing". Það er því við hæfi að ég tengi dauða hans við tónlistarmaninn Sting sem samdi og söng hið frábæra lag "They dance alone" og ánafnaði lagið baráttu mannréttindasamtanna Amnesty International og heiðri mæðra þeirra 3000 manna og kvenna sem Pino lét myrða og pynta og "hurfu" svo á tímum herforingjastjórnarinnar. Mæðurnar hittust reglulega með myndir af sonum sínum og dætrum og kröfðust þess að réttlætinu yrði fullnægt. Það gerðist aldrei, en nú geta þessar konur þó dansað af gleði yfir því að þessi glæpamaður er kominn undir torfu. Núverandi forseti Chile Michelle Bachelet, fyrsta konan sem er kosin forseti í landinu, var meðal þeirra sem var pyntuð í fangelsi á valdatíma Pinos og faðir hennar Alberto Bachelet Martinez flugliðsforingi var meðal þeirra sem Pino lét pynta og myrða. Það er óskyljanlegt að einhverjir séu til sem syrgi illmennið Pinochet.

Sjá einnig nánar á ruv.is 


mbl.is Átök í Santiago í kjölfar andláts Pinochet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölskyldan hans syrgir nú sennilega, og ekki eiga þau það endilega skilið þó að hann hafi verið glæpamaður, en hvernig geturu verið glaður með að hann sé látinn, nú fær hann aldrei nein réttarhöld. við eigum ekki að gleðjast yfir láti neins, aðeins yfir réttlæti sem í þessu tilfelli fékkst eigi, og því eru sumir sem gráta frekar en að hlæja

Óli (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:51

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Óli,

ég hef aldrei sagt að ég væri glaður yfir því að harðstjórinn væri dauður. Ég sagðist vel geta skilið að fólk sem hann pyntaði eða ættingjar fólks sem hann myrti, dansaði nú af gleði. Ég hefði auðvitað viljað að hann hlyti réttlátan dóm og hefði verið refsað. Ég vona að glæpir hans verði rannsakaðir áfram eins og amnesty hefur bent á. Ég skil auðvitað einnig vel að fjölskylda Pinos syrgi hann. Maðurinn hefur vonandi átt einhverja góða hlið þó að hann hafi verið böðull.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.12.2006 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.