Leita í fréttum mbl.is

Dautt Illmenni

pinochet pino

Ég get vel skilið að fólk dansi á götum úti í Santiago, höfuðborgar Chile til að fagna dauða manns sem sá til þess að meira en 3000 manns voru pyntuð og drepin í hans eigin landi. Hann var harðstjóri sem komst til valda með stuðningi bandaríkjastjórnar og CIA og kvaldi þjóð sína alltof lengi eða frá 1973-1990. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína og lifði í ríkidæmi sem hann hafði stolið af þjóðinni. Hann lét drepa réttkjörinn forseta landsins sósíalistann Salvador Allende. Það var tákrænt að Augusto Pinochet dó á alþjóðlegum degi mannréttinda og stuttu áður dó vinur hans Milton Friedmann. "Guð elskar þá sem deyja ungir" á væntanlega við um þá báða.
Hér er tilvitnun í fréttina á mbl.is "Fólk þeytti bílflautur og safnaðist saman á Plaza Italia í miðborg Santiago eftir að fréttir bárust af láti Pinochets. Sumir veifuðu fánum Chile og dönsuðu af gleði. Sögðu margir, að þeir litu þannig á, að landið væri frelsað undan því oki, sem arfleifð Pinochets væri.
Pinochet var einræðisherra í landinu á árunum 1973 til 1990 og á þeim tíma voru þúsundir manna pyntaðar og myrtar. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í kvöld, að Chile mætti ekki hætta rannsókn á myrkasta kafla sögu landsins, þar sem mannréttindi hefðu verið fótum troðin, þótt Pinochet væri allur." Ég tek heilshugar undir þessi orð frá Amnesty.
Teikninguna af Pino fékk ég lánaða af síðu bloggvinar míns Stefáns Friðriks.


mbl.is Íbúar í Santiago dansa á götum úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alveg hörmulegt að hann skyldi aldrei þurfa að svara fyrir gerðir sínar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2006 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.