Leita í fréttum mbl.is

Hvað sögðu þingmenn stjórnarflokkanna?

palestina

Þuríður Backman á heiður skilinn fyrir að taka málefni Palestínu upp við upphaf þingfundar í dag. Í þessari stuttu frétt á mbl.is segir: "Hvatt var til þess á Alþingi í morgun, að íslensk stjórnvöld leggi Palestínumönnum lið. Þuríður Backman, þingmaður VG, hóf máls á þessu í upphafi þingfundar og vísaði til þess, að hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna hefðu sent út neyðarkall og beðið þjóðir heims um jafnvirði 30 milljarða króna vegna matarskorts og fátæktar á heimastjórnarsvæðunum.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir orð Þuríðar og sögðu að það væri viðeigandi á síðasta fundi Alþingis fyrir jól að stjórnvöld veittu málstað Palestínumanna stuðning."
Fyrst hélt ég að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu alls ekki tekið til máls í þessari umræðu. Ég skoðaði umræðurnar á althingi.is en þar eru ræðurnar ekki enn komnar inn en þó sést að tveir þingmenn framsóknar og einn sjálfstæðismaður hafa tekið til máls. En af frétt mbl.is að dæma tóku þau ekki undir málflutning Þuríðar um stuðning við íbúa í Palestínu heldur voru þau að tala um Sundabraut! Ríkisstjórnin ætti að taka sig til og hlýða kalli hjálparstofnanna Sameinuðu þjóðanna og senda 50 milljónir til íbúa Palestínu nú strax fyrir jólin.


mbl.is Hvatt til stuðnings við Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband