Leita í fréttum mbl.is

NÚNINGUR / FRICTION - Listasafn ASÍ / ASÍ Art Museum

bo_769_nusfa_769_ni.jpg

Myndlistin í borginni – borgin í myndlistinni

Laugardaginn 14. apríl kl. 15 opnar í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti sýningin Núningur. Í sýningunni taka þátt 33 lista- og fræðimenn auk nokkurra annarra gesta.

Meginþema sýningarinnar er núningur borgar og menningar og birtingarmyndir listarinnar í samfélaginu. Sýningin hverfist um hugmyndir listamanna sem nýta sér þær sérstæðu aðstæður sem borgin býður uppá, allt frá einfaldri framsetningu borgarinnar í myndlist til hverskonar vinnu með staðhætti, inngrip í opinber rými, jafnt sem flóknari samfélagslegar tengingar.

Nokkrir þessara listamanna hafa komið að kennslu í vinnustofu á vormisseri við Listaháskóla Íslands, þar sem nemendur hafa tekist á við tengdar listhugmyndir og þróað út frá þeim verk á sínum forsendum fyrir sýninguna.

Einnig taka þátt í sýningunni fræðimenn sem skrifa greinar um „myndlistina í borginni og borgina í myndlistinni“ út frá eigin sjónarmiðum og yfirskrift sýningarinnar.

 

Sýningin í Listasafni ASÍ er einskonar miðstöð eða vinnustofa verkefnisins, en nokkur af verkum listamannana verða einnig sett upp á ólíkum tímum og í margvíslegum birtingarmyndum á víð og dreif um borgina á þessu ári. Á sýningunni verða bakgrunnsupplýsingar um verk og athafnir listamannanna. Sýningarrýmið er þannig einskonar rannsóknarmiðstöð eða sameiginleg vinnustofa ólíkra listamanna. Vikulega á sýningartímanum verður boðið til umræðna og málþinga um hugmyndir og verkefni listamannanna og málefni þeim tengdum.

 

Sýningarstjórar eru Einar Garibaldi Eiríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur S. Gíslason

Aðrir sýnendur eru:

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Brynjar Helgason, Christian Hasucha, Elin Wikström, Gunnar J. Árnason, Hjálmar Sveinsson, Hlynur Hallsson, Indriði Arnar Ingólfsson, Ingirafn Steinarsson, Ívar Glói Gunnarsson, Karl Torsten Stallborn, Katrín Eyjólfsdóttir, Katrína Mogensen, Margrét H. Blöndal í samstafi við Harald Jónsson og Hörpu Árnadóttur, Nikulás Stefán Nikulásson, Nína Óskarsdóttir, Páll Haukur Björnsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Stefán Óli Baldursson, Una Ösp Steingrímsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Þorvaldur Þorsteinsson, Þröstur Valgarðsson, Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.

Sýningunni lýkur 13. maí.

 

 

Listasafn ASÍ

Freyjugötu 41 101 Reykjavík

s.5115353, 6929165

asiinfo@centrum.is

www.listasafnasi.is


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2012
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband