Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Valdaklíkan herđir tökin

Ţrátt fyrir ađ augljóst sé ađ Geir H. Haarde sé fullkomlega óhćfur til ađ stjórna ţessu landi ćtlar ríkisstjórnin ađ hanga á völdunum eins lengi og hún getur. Samfylkingin er hćkjan sem sem styđur valdaklíkuna. Ţađ er hinsvegar ađeins spurning um hvenćr ţessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamađur hjá Sjónvarpinu setti á föstudaginn viđtal á bloggsíđuna sína. Ţar má sjá hvernig núverandi forsćtisráđherra hellir sér yfir fréttamanninn og sakar hann um ađ spyrja ekki réttra spurninga. Svo ćtlar hann ađ útiloka fréttamanninn frá frekara viđtali. Ţetta viđtal var aldrei birt í Sjónvarpinu heldur annađ viđtal sem tekiđ var upp aftur. Björn Ţorláksson fréttamađur á Stöđ 2 hér fyrir norđan sagđi frá svipađri ţöggunarađferđ sem hann var beittur mánuđum saman af öđrum stjórnmálamanni. Og nú er handbendi valdstjórnarinnar, Páll Magnússon sendur af stađ og hann hótar G. Pétri málsókn ef hann skilar ekki viđtalinu.

Lýđrćđiđ er tímafrekt og til trafala ađ mati Ţorgarđar Katrínar, Ingibjargar Sólrúnar og Geir H. Haarde er lafhrćddur viđ kosningar. Ţau vilja heldur halda áfram ađ skrökva ađ ţjóđinni úr valdastólunum.

En fólkiđ í ţessu landi er búiđ ađ fá nóg.


mbl.is Krafa um ađ viđtali viđ Geir verđi skilađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný og öflug Smuga

Vefritiđ Smugan er komiđ á netiđ undir stjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur. Ţađ er mikill fengur í ţví ađ fá nýjan öflugan miđil sem gefur okkur annađ sjónarhorn á ţađ sem er ađ gerast í ţjóđfélaginu. Lilja Mósesdóttir og Kristjana Guđbrandsdóttir skrifa hörkupistla í dag og ţađ er langur listi af fréttum og fréttaskýringum. Ţessi Smuga lofar góđu. Til hamingju međ ţađ.


mbl.is smugan.is hefur göngu sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afnema eftirlaunalögin strax!

Ţessum eftirlaunalögum var ţröngvađ í gengum ţingiđ ađ skipun Davíđs Oddssonar á sínum tíma. Og Framsókn var međ. Nú er tćkifćri fyrir forseta ţingsins ađ taka frumvarp ţingmanna Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs fyrir og eins og Ögmundur bendir réttilega á: „Viđ getum náđ ţessu fyrir hádegi á fimmtudag, ef ţađ er vilji til ţess".

Ţetta er ekki flókiđ ţó ađ ţetta velkist fyrir Samfylkingunni og sennilega er stór hluti ţingmanna Sjálfstćđisflokksins enn á ţví ađ sérréttindi eigi ađ gilda fyrir ráđherra og ţingmenn. En nú er tími til ađ greiđa atkvćđi um máliđ og afnema ţessi ólög strax.


mbl.is Má strax afnema eftirlaunalög
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjarni, Guđni, Geir, Árni, Björgvin, Ingibjörg Sólrún, Valgerđur...

Ţađ er farin af stađ hrina afsagna sem hingađ til hefur einskorđast viđ Framsóknarflokkinn. Spurningin er hvenćr Geir H. Haarde stígur niđur úr fílabeinsturninum og segir af sér? Og svo ríkisstjórnin öll. Ţađ er komiđ nóg af lygum, hálfsannleik, yfirhylmingum, aftölum og bulli. Viđ ţurfum ţjóđstjórn strax og kosningar viđ fyrts tćkifćri. Ţađ sjá allir sem vilja eitthvađ sjá.


mbl.is Guđni segir af sér ţingmennsku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fullkomin uppgjöf fyrir Gordon Brown

Ţetta "samkomulag" lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samkomulag! Hafa ţau umbođ ţjóđarinnar til ađ semja svona af sér? Ég efast um ţađ. Viđ og börnin okkar eigum svo ađ borga reikninginn fyrir Geir, Davíđ og Sollu!

Davíđ og Árni Matt tala af sér, Björgvin G. gerir ekkert nema ađ segja ađ allt sé í góđu lagi á milli ţess sem hann mćrir Gordon Brown. Og Geir Haarde gerir illt verra. Ingibjörg Sólrún horfir á og kinkar kolli. Hvađ er í gangi hjá ţessu liđi? Sjálfstćđisflokkurinn enn viđ völd er í bođi Samfylkingarinnar. Takk fyrir ţađ eđa ţannig!


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđsamleg mótmćli á Akureyri

Reiđi fólks er ađ aukast og ţađ er ekki einkennilegt ţegar ráđamenn ljúga ađ okkur á hverjum degi og alltaf er ađ koma betur og betur í ljós á ţeir vissu mun meira og fyrr en ţeir sögđu. Ţađ er skandall ađ Geir H. Haarde, einn ađal brennuvargurinn, skuli enn sitja sem forsćtisráđherra og gera illt verra á hverjum degi. Hann og Davíđ Oddsson sitja í skjóli Samfylkingarinnar sem getur átt ţađ viđ sína samvisku sem ég vona ađ enn sé til stađar hjá sumum ţar innanbúđar.

Ég mćli ekki međ skemmdarverkum eđa ofbeldi en hvet fólk til ađ mćta og mótmćla friđsamlega. Hér er tilkynning um mótmćli sem fara fram hér á Akureyri laugardag, á sama tíma og mótmćli í höfuđborginni:

 

Göngum til lýđrćđis á Akureyri

Laugardaginn 15. nóvember kl. 15.00 verđur farin samstöđuganga á Akureyri vegna efnahagsástandsins í landinu frá Samkomuhúsinu inn á Ráđhústorg. Tilgangurinn međ göngunni er ađ bćjarbúar sýni samstöđu og samhug, láti í ljós skođun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á ađ hér sé um óflokkspólitíska uppákomu ađ rćđa, ađeins andsvar viđ ţví hvernig komiđ er fyrir íslensku samfélagi og áskorun um ađ hafist verđi handa viđ ađ byggja upp nýtt samfélag ţar sem mannauđur verđi í fyrirrúmi. Einnig er veriđ ađ sýna samstöđu međ friđsćlum mótmćlum sem haldin verđa á sama tíma í Reykjavík.
 
Látiđ bođin berast!

Nánari upplýsingar veitir Guđrún Ţórs í síma 663 2949


mbl.is Máluđu Valhöll rauđa í nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný vefmiđill vćntanlegur

Ţađ eru góđar fréttir ađ Björg Eva Erlendsdóttir sé orđinn ritstýra á nýjum vefmiđli. Hún hefur stađiđ sig afar vel hjá útvarpinu og 24 stundum og er ein okkar besta fréttakona, gagnrýnin og međ fagmennsku í fyrirrúmi. Ţađ veitir heldur ekki af ađ fá nýjan miđil sem bendir á lausnir og tillögur um breytingar á ţessum tímum og veitir ađhald. Ég vćnti mikils af ţessum nýja vefmiđli sem vonandi fer á netiđ sem fyrst.

Svo eru allir velkomnir á opnunina mína í Hafnarhúsinu í dag, fimmtudag klukkan 17 eđa ţá bara ađ koma seinna ef ţađ hentar betur. Ţađ er alltaf ókeypis í Listasafn Reykjavíkur. Hér er hćgt ađ lesa meira um sýninguna og hér er síđa Listasafnsins.


mbl.is Smuga á leiđinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.