Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2006

Sterkar konur í forvali Vg

guđfríđur.lilja

Ţađ er sérstaklega ánćgjulegt ađ sjá hve margar sterkar og öflugar konur hafa gefiđ kost á sér í sameiginlegu forvali Vg í Reykjavík og nágrenni. Ţađ gladdi mig sérstaklega ađ sjá ađ Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands gefur kost á sér í 2. sćtiđ sem verđur örugglega ţingsćti ef allt fer eins og ţađ ćtti ađ fara. Og Guđfríđur Lilja ţekkir innviđi Alţingis vel og verđur glćsilegur fulltrúi ţar, ţađ er ég viss um. Ég las ţetta á visi en mbl.is er ekki enn komiđ međ fréttina. Áfram konur!


mbl.is Stjórnmálamönnum bođiđ í gönguferđ um Ölkelduháls og Hverahlíđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eina konan dottin út

anna.kristín

Anna Kristín Gunnarsdóttir dettur niđur í ţriđja sćtiđ á lista Samfylkingar í NV-kjördćmi og hún er nú eina konan sem situr á ţingi á móti 9 körlum. Ekki góđ tíđindi ţađ. Fyrstu tölur voru mun skárri fyrir konur og Samfylkinguna og Helga Vala vinkona var í ţriđja sćti en ţegar úrslit liggja fyrir er hún ekki á međal fjögurra efstu.Allt útlit er fyrir ađ ţrír karlar rađi sér upp hjá Sjöllunum svo nú verđum viđ Vinstri grćn ađ fá öfluga konu í annađ sćtiđ á eftir Jóni Bjarnasyni og ná inn ađ minnsta kosti tveimur fulltrúum og bjarga andliti Norđvesturkjördćmis! Mér skilst ađ einn ţingmađur flytjist úr ţessu kjördćmi í Kragann. Ţá er bara ađ bretta upp ermarnar.


mbl.is Öll atkvćđi talin í NV-kjördćmi; Guđbjartur sigrađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

7 karlar, 2 konur

Dflokkur

Mađur verđur feginn ţegar ţetta prófkjör Sjallanna í Borginn verđur endanlega afstađiđ enda eru fréttir og auglýsingar orđnar dálítiđ ţreytandi. D-flokkurinn er međ níu ţingmenn í Borginni og samkvćmt ţessum tölum eru ţađ sjö karlar og ađeins tvćr konur sem skipa ţessi sćti. Semsagt enn einn bömmerinn fyrir konur í ţessum ójafnađarflokki. Og kosningaţátttakan er innan viđ 50% sem hlýtur einnig ađ vera áhyggjuefni fyrir Flokkinn. Enda reikna menn međ ađ Sjálfstćđisflokkurinn tapi miklu fylgi í Borginni.


mbl.is Röđ efstu manna breytist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfuđborgarstefnan

illfygli

Oft er talađ um byggđastefnu hitt og byggđastefnu ţetta og jafnvel "landsbyggđarstefnu". Stađreyndin er hinsvegar sú ađ ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks rekur harđa höfuđborgarstefnu.
Lítum á nokkur dćmi: Á tillidögum er gjarnan talađ um ađ "flytja störf út á land". Tölurnar tala hinsvegar sínu máli og á síđustu árum hefur opinberum störfum úti á landi fćkkađ en hinsvegar fjölgađ stórlega á höfuđborgarsvćđinu. Ţetta er reyndar í hróplegu ósamrćmi viđ gamalt og ţreytt slagorđ Sjálfstćđisflokksins um "bákniđ burt!" enda eru ţeir sjálfir bákniđ og vilja auđvitađ "bákniđ kjurrt". Ţađ vćri upplagt ađ ráđa í ný störf á vegum ríkisins utan höfuđborgarinnar til ađ rétta af hallann en ţađ er ekki gert. Ég benti Halldóri Ásgríms á ţetta ţegar hann var ennţá forsćtisráđherra og var ađ mćla fyrir frumvarpi um ađ skella nokkrum stofnunum á sviđi mćtvćla í eina. Ţá var upplagt tćkifćri ađ ákveđa ađ ţessi nýja stofnun hefđi höfuđstöđvar utan borgarinnar en Halldór tók heldur drćmt í ţađ og sagđi ađ nýr forstöđumađur ćtti ađ ákveđa svona nokkuđ. Semsagt í Borginni.
Sama má segja um Lýđheilsustöđ. Ţađ var ný stofnun sem tilvaliđ hefđi veriđ ađ setja á laggirnar til dćmis á Akureyri ţar sem allar ađstćđur eru kjörnar fyrir ţessa heilsutengdu starfsemi. Ţađ vantađi ađeins pólitíska ákvörđun um máliđ og niđurstađan varđ auđvitađ sú ađ Lýđheilsustöđ var stađsett í Reykjavík eins og stjórnarflokkarnir vildu greinilega.

haskolinn_akureyri
Og enn eitt dćmi eru menntamálin. Háskólinn á Akureyri er fjársveltur. Skólinn getur ekki tekiđ viđ nema hluta ţeirra nemenda sem sćkja um nám. Ţađ hefur ţurft ađ skera endalaust niđur. Ef skólinn hefđi fengiđ ađ vaxa og dafna hefđi nemendahalli milli höfuđborgar og landsbyggđar veriđ réttur af. En ţađ má ekki, HA er haldiđ í spennitreyju. Ţađ ţýđir ţví lítiđ fyrir frambjóđendur stjórnarflokkanna hér úti á landi ađ koma núna og ţykjast ćtla ađ breyta einhverju. Ţessir flokkar hafa haft 12 og 16 ár til ţess ađ snúa öfugţróuninni viđ en ţeir hafa gert illt verra. Nýjir fulltrúar ţessara flokka breyta heldur ekki neinu. Ţess vegna er rétt ađ senda ţá í löngu verđskuldađ frí og velja hreyfingu sem raunverulega vill rétta af hluta landsbyggđarinnar, Vinstrihreyfinguna grćnt frambođ.


mbl.is Prófkjör Sjálfstćđismanna í Reykjavík fer vel af stađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Moggablogg

Ţađ vantar bara í lokin á ţessari frábćru frétt ađ vísa í moggabloggsíđuna mína. Akureyri.net gerir ţađ skilmerkilega en mbl.is gleymdi ţví svo ég geri ţađ bara hér međ :)
mbl.is Hlynur Hallsson gefur kost á sér í forvali Vinstri grćnna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gef kost á mér í forvali Vinstri grćnna í Norđausturkjördćmi

xvsmaller

Ég hef ákveđiđ ađ gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar grćns-frambođs í Norđausturkjördćmi fyrir Alţingiskosningarnar voriđ 2007. Á síđustu árum hef ég tekiđ virkan ţátt í starfi Vinstri grćnna og er viss um ađ stefna Vg um jöfnuđ, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstćđa utanríkisstefnu eigi stóraukiđ fylgi međal fólks. Viđ ţurfum ađ hverfa frá einkavinavćđingu Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks og snúa viđ ţeirri öfugţróun sem leitt hefur til aukins ójöfnuđar í ţjóđfélaginu sem hefur stóraukist í ríkisstjórnartíđ ţessara flokka. Ég er sannfćrđur um ađ stjórnarandstöđunni muni takast ađ fella ţessa flokka ójöfnuđar í kosningunum nćsta vor og vil leggja mitt lóđ á vogarskálarnar til ađ svo megi verđa. Ţađ er grundvallaratriđi ađ Vinstrihreyfingin grćnt-frambođ vinni afgerandi kosningasigur í vor.

Akureyri
Ég hef veriđ varamađur Steingríms J. Sigfússonar og Ţuríđar Backman á Alţingi á ţessu kjörtímabili og tekiđ sćti ţrisvar sinnum. Á ţeim tíma hef ég međal annars lagt fram ţingsályktunartillögu um gerđ Vađlaheiđagangna, lagt áherslu á stóraukin framlög til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt, lengingu flugvallarins á Akureyri og beint millilandaflug frá Egilsstöđum og Akureyri og bćtta ađstöđu ferđaţjónustunnar á Norđur- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál og byggđamál eru mér afar hugleikin.
reyđarfjörđur
Ég er kvćntur Kristínu Kjartansdóttur félags- og sagnfrćđingi og viđ eigum ţrjú börn, Huga 15 ára, Lóu Ađalheiđi 9 ára og Unu Móeiđi 1 árs gamla. Viđ fluttum aftur til Akureyrar áriđ 2001 eftir átta ára búsetu í Ţýskalandi. Ég fćddist á Akureyri áriđ 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Ađalheiđur Gunnarsdóttir húsmóđir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiđbeinandi og á leikskóla, en einnig viđ Ríkisútvarpiđ á Akureyri og á Rás 2. Stundađi myndlistarnám viđ Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíđaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Ţýskalandi.
marfa
Ég hef kennt viđ Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, en fyrst og fremst starfađ sjálfstćtt sem myndlistamađur. Í starfi mínu hef ég öđlast víđtćka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín ađ verulegu leiti um samskipti. Ég var formađur svćđisfélags Vg á Akureyri frá 2002 - 2004 og kosningastjóri Vinstri grćnna í bćjarstjórnarkosningunum á Akureyri fyrr á ţessu ári.

Frestur til ađ tilkynna um ţátttöku í forvalinu er til 5. nóvember og nánari upplýsingar um framkvćmd forvalsins eru á vg.is

 


Frelsiđ hér og í Bandaríkjunum

bush

Athyglisverđ frétt á mbl.is um fjölmiđlafrelsiđ í heiminum. Ég tek svona lista auđvitađ hćfilega alvarlega. En ţađ undrast sennilega enginn ađ BNA dettur niđur um meira en 30 sćti og vermir nú 53. sćtiđ á listanum og er á svipuđum stađ og Botswana, Tonga og Króatía. Sem er jú frábćr félagsskapur. Ţetta geta bandaríkjamenn ţakkađ forsetanum sínum, honum George Bush vegna hins svonefnda "stríđs gegn hryđjuverkum" sem hefur auđvitađ bitnađ á frelsi fjölmiđla eins og frelsi almennings.

illfygli

Ţađ leiđir svo hugann ađ fjölmiđlafrumvarpi Davíđs Oddssonar og félaga í Sjálfstćđisflokknum. En ef ţeim hefđi tekist ađ trođa ţví í gegn eins og til stóđ vćrum viđ mun neđar á ţessum lista. Viđ getum svo aftur ţakkađ forsetanum okkar honum Ólafi Ragnari fyrir ađ ţađ mál var stoppađ af á elleftu stundu ţó ađ viđ fengjum aldrei ađ greiđa atkvćđi um ţađ í ţjóđaratkvćđagreiđslu eins og lög segja til um. En ţađ getum viđ svo aftur "ţakkađ" ríkisstjórninni fyrir!


mbl.is Fjölmiđlafrelsi á Íslandi međ ţví mesta í heiminum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Danska hćgristjórnin á niđurleiđ

anders

Ánćgjulegar fréttir frá Köben. Hćgriflokkarnir tapa fylgi en Jafnađarmenn og Socilaistisk Folkeparti (SF) bćta viđ sig samkvćmt nýrri Gallupkönnun. Í Berlingske Tidende segir: 

Berlingske Tidende 

Foghs flertal smuldrer
Socialdemokraterne stormer frem og er igen landets suverćnt střrste. Der er kun ét lille men - Fogh har fortsat flertallet.

gallup

Semsagt, Jafnađarmenn orđnir stćrstir aftur eftir langa lćgđ og stjórnarandstađan saxar á fylgi ríkisstjórnarinnar dönsku. Áfram svona!


mbl.is Fylgi jafnađarmanna eykst í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ken "rauđi" Livingstone vinnur máliđ

ken.livingstone

Ken "rauđi" Livingstone hefur mátt sćta ţolandi árásum íhaldsmanna í Bretlandi. Ken er einhver best borgarstjóri sem setiđ hefur í London. Hann innleiddi til dćmis afar sanngjarnt gjald fyrir ţá sem eru ađ rúnta um miđborgina svo nú hefur bílaumferđ minnkađ ţar mikiđ öllum íbúum til ánćgju. Auk ţess hefur peningur komiđ í kassann sem veitir ekki af til ađ byggja upp almennilegt net almenningssamgangna. Hann er líka mađur sem allir taka eftir ţegar hann segir skođanir sínar afdráttarlaust. Húrra fyrir Ken Livingstone!

Meira um Ken á vef BBC

Borgarstjórinn í London ekki sekur um ađ hafa komiđ óorđi á embćttiđ


Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafđi í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafđi úrskurđađ hann sekan um ađ hafa komiđ óorđi á embćttiđ međ ţví ađ líkja blađamanni, sem er gyđingur, viđ nasistafangabúđavörđ. Í niđurstöđu áfrýjunarréttarins, segir dómari ađ borgarstjórinn ćtti rétt á ađ „tjá skođanir sínar eins kröftuglega og honum ţykir viđeigandi“.
„Svo undarlega sem ţađ kann ađ koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsiđ líka viđ um svívirđingar,“ sagđi Andrew Collins dómari í úrskurđi sínum. Hann hafđi fyrir skömmu hnekkt ţeirri ákvörđun aganefndarinnar ađ Livingstone skyldi víkja úr embćtti í mánuđ.


mbl.is Borgarstjórinn í London ekki sekur um ađ hafa komiđ óorđi á embćttiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

44 millur

andy.warhol

Ţetta er almennilegt verđ. Gott ađ ljósmyndir eru farnar ađ seljst á uppbođum fyrir metupphćđir. Robert Mapplethorpe var náttúrulega snillingur og Andy Warhol líka ţó ađ ţetta séu nú ekki uppáhalds listamennirnir manns, ţá voru ţeir allavega brautryđjendur. Ţađ vćri bara óskandi ađ íslendingar vćru duglegri viđ ađ kaupa góđa samtímalist! Sem minnir mig á ţađ ađ nú er ađ koma ađ síđustu sýningarhelgi á Sjónlistaverđlaununum hér í Listasafninu á Akureyri. Ţeir sem ekki eru búnir ađ sjá sýninguna ćttu ađ drífa sig.

soup

 

Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna

Ljósmynd af listamanninum Andy Warhol sem ljósmyndarinn Robert Mapplethorpe tók var í gćr seld á rúmlega 643 ţúsund dali, 44 milljónir króna, á uppbođi á vegum Christie's. Er ţetta hćsta verđ sem greitt hefur veriđ fyrir mynd eftir Robert Mapplethorpe en myndin var metin á 200-300 ţúsund dali. Ekki hefur veriđ gefiđ upp hver kaupandinn er.

robert


mbl.is Mynd af Andy Warhol seld á 44 milljónir króna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband