Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Löggæsla

Er ekki kominn tími á að frysta eignir?

141578AÞað líður varla sú vika að ekki komi meiri drulla upp úr lánabókum bankanna og fréttir af því hvernig eigendur og stjórnendur þeirra hafa hagað sér á kostnað venjulegs fólks í þessu landi því við þurfum jú að borga brúsann að lokum. Ég er ekkert sérstaklega harðorður en get tekið undir með Agli Helgasyni þar sem hann segir meðal annars:

"Ríkisútvarpið sagði frá lánum Landsbankans til Björgólfsfeðga, eigenda bankans.

Lára Hanna skoðar fréttina í þessari bloggfærslu.

Er kannski komið að því að lánabækur Landsbankans og Glitnis fari að opnast? Að óþverrinn velli þar út líka?

Hingað til hefur lekið mest úr Kaupþingi; lánastarfsemin þar virðist hafa verið með algjörum ólíkindum.

Þetta virðist skiptast alveg í tvennt:

Annars vegar er venjulegt fólk sem fær lán og þarf að borga þau aftur með vöxtum og verðbótum og allt er gjaldfellt ef greiðslur berast ekki með skilum.

Hins vegar eigendur bankanna, stjórnendur og vildarvinir sem fá lán eins og hentar og þurfa varla að borga neitt aftur.

Hvað á að kalla þessa tegund af lánastarfsemi?

Ræningjalán?

Hvers konar lið var þetta sem fékk íslensku bankana nánast gefins?

Voru þetta ótíndir þjófar?"

 

Og Jónas Kristjánsson er ekki að skafa utan af því frekar en fyrri daginn en hann segir í pistli:

"Hafa má til marks um fákænsku og eymd Geirs H. Haarde, að hann sóttist eftir að hitta Björgólf Thor Björgólfsson. Vildi að eigin sögn alltaf tala við hann, þegar Björgólfur væri á landinu. Á þessum tíma sagði ég, að menn ættu ekki að taka mark á Björgólfi. Hann væri aumingi, sem ekki borgaði skatta til samfélagsins. Árum saman var hann skattlaus og fyrir rest borgaði hann vinnukonuskatta. Fólk á ekki að taka mark á manni, sem ekki sinnir skyldum sínum við samfélagið. Fyrir mörgum árum sagði ég ítrekað, að Björgólfur Thor væri bara ómerkur græðgiskarl. Ég held, að Geir hafi ekki fattað það enn."

Þessar skilanefndir bankanna sem hin vanhæfa ríkisstjórn SjálfstæðisFLokks og Samfylkingar setti á fót eru einnig grunsamlegar. Er ekki kominn tími til að fá nýtt fólk þar til starfa?

Og eftir hverju er verið að bíða? Það eru rúmir 9 mánuðir frá hruninu og enginn hefur verið handtekinn og eignir aðalgauranna ekki frystar. Þeir hafa haft nægan tíma til að koma öllu undan eins og er að koma í ljós. Það er sem betur fer ljós í þessu myrkri og það er að ríkisstjórninni tókst að fá Evu Joly til starfa og er að fara eftir leiðbeiningum hennar. Það er gott.


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson yfir lög og reglur hafinn

gunnar-birgisson.jpg

Gunnar Birgisson bráðum fyrrverandi bæjarstjóri og verktaki í Kópavogi er greinilega langt yfir lög og reglur hafinn að eigin mati. Hann telur því kæru Fjármálaeftirlitsins stórundarlega. Best að bíða eftir úrskurði dómsvalda og þá munum við vonandi sjá hvað er stórundarlegt í þessu máli bæjarstjórans sem er jú lagður í einelti af vinstrimönnum, að eigin sögn.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Piparúða beitt í óhófi

488353A Sem betur fer fór búsáhaldabyltingin að mestu leiti friðsamlega fram. Það tókst að steypa vanhæfri ríkisstjórn með mótmælum fólks sem átti ekkert sökótt við lögregluna. Reyndar brást fólk hárrétt við þegar einhverjir byrjuðu að henda steinum í lögreglumenn með því að mynda skjaldborg um þá og stilla sér upp milli grjótkastaranna og löggunnar. Það var upphafið á appelsínuguluborðunum.

Sú stefna lögreglunnar að beita ekki ofbeldi og taka mjúklega á mótmælendum bjargaði því að ekki urðu slys á fólki, bæði lögreglumönnum og fólki sem var að mótmæla. Björn Bjarnason hvatti til aukinnar hörku "til að verja valdstjórnina" en sem betur fer kom ekkert slíkt til framkvæmda. Það má þó halda því fram að piparúða hafi verið beitt í óhófi og á rangan hátt þegar meðal annars var sprautað beint í augu ljósmyndara og fólks sem var ekkert að gera annað en að mótmæla friðsamlega. Það að svara ofbeldi með ofbeldi leiðir aðeins af sér meira ofbeldi. Það hefði farið mun verr ef lögreglan hefði beitt meiri hörku í vetur, við getum þakkað fyrir að svo fór ekki.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að breyta til hins betra

Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.

Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.

Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.

Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.