Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Auđvitađ styđjum viđ stjórnina

500274A Ríkisstjórnin fćr 43% stuđning samkvćmt könnun Fréttablađsins ţrátt fyrir ómaklegar árásir formanna spillingar- og hrunsflokkanna Framsóknar og SjálfstćđisFLokks. Auđvitađ á ađ gagnrýna stjórnina fyrir ađ ekki gangi nógu hratt ađ moka skítinn eftir fyrrverandi ráđamenn en viđ hverju bjóst fólk? Ástandiđ er miklu verra en frjálshyggjugengiđ gaf upp enda vissu ţeir sennilega ekki einu sinni sjálfir hversu djúpt ţeir voru búnir ađ sökkva ţjóđinni. En nú ţarf ađ halda áfram ađ bjarga ţví sem bjargađ verđur og draga ţá fyrir rétt sem brotiđ hafa á ţjóđinni.
mbl.is Ríkisstjórnin međ 43% stuđning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Listaverkaţjófar" skila ESB fána

Seint í kvöld var dyrabjöllunni hringt en ţegar ég ćtlađi ađ opna var enginn sjáanlegur. Út úr póstkassanum stóđ hinsvegar böggull vafinn inn í álpappír og bréf stílađ á mig:

bref.jpg

Ótrúlega skemmtilegt bréf og ESB fáni var inn í álpappírnum. Mér er ţví ljúft og skylt ađ svara spurningunum sem beint er til mín og einnig birti ég hér fréttatilkynningu sem birtist á bloggsíđu Myndlistarfélagsins fyrir nokkrum dögum og reyndar hafđi álíka tilkynning birst á síđunni um miđjan maí ţegar sýningin opnađi formlega:

"Sýning Hlyns Hallssonar í Gallerí Víđ8ttu601 sett upp aftur og framlengd

esb_hlynur.jpg

Gallerí Víđ8tta601

Hlynur Hallsson

Landnám - Ansiedlung - Settlement

16.05. - 23.08. 2009

Verkiđ sem Hlynur Hallsson setti upp í Gallerí Víđ8ttu hefur veriđ stoliđ í tvígang en vegna ţrjósku listamannsins og sýningarstjóranna hefur ţađ veriđ sett upp í ţriđja skipti og sýningin veriđ framlengd um mánuđ.

Litla Skeriđ í Tjörninni sem myndađist ţegar Drottningarbraut var lögđ áriđ nítjánhundruđ sjötíu og eitthvađ er ónumiđ land. Tungliđ var ţađ einnig einu sinni og Norđurpóllinn og Suđurpóllinn líka. Hver verđur fyrstur til ađ stíga á ţetta Sker litiđ persónulegt skref en um leiđ stórt skref fyrir mannkyniđ? Ekki Bandaríki Norđur Ameríku heldur auđvitađ Evrópusambandiđ. Hiđ nýja heimsveldi er mćtt á stađinn. Ţar hefur veriđ settur upp fáni ESB, sannkallađur landnemafáni.

Hlynur Hallsson er fćddur á Akureyri 1968. Hann stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur veriđ iđinn viđ ađ setja upp sýningar og síđastliđiđ haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöđum og ţjónustufyrirtćkjum í Miđborginni setti hann upp verkiđ ÚT/INN.
Hlynur hlaut verđlaun Kunstverein Hannover 1997, verđlaun ungra myndlistarmanna í Neđra-Saxlandi 2001 og verđlaun Sparda Bank áriđ 2006. Hann hefur hlotiđ starfslaun myndlistarmanna og var bćjarlistarmađur Akureyrar áriđ 2005. Hlynur vinnur međ ađstćđur, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvađ eina, allt eftir ţví sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburđir eins og sundferđir, snjóhúsbygging eđa verslunarleiđangur geta veriđ efniviđur í verkum hans en einnig landmćri, samskipti fólks og viđhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er ađ finna á heimsíđunni www.hallsson.de

Anna Bryndís Sigurđardóttir og Ţorsteinn Gíslason hafa starfrćkt Gallerí Víđ8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbćnum á Akureyri munu halda áfram fram á nćsta ár og ţá taka ađrir sýningarstađir viđ.

Sýningin hjá Gallerí Víđ8ttu601 hefur veriđ framlengd til 23. ágúst 2009 og vonandi fćr fáninn ađ vera í friđi svo lengi. Nánari upplýsingar um Gallerí Viđ8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurđardóttir og Ţorsteinn Gíslason í 435 0033 eđa 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkiđ veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net"

---

Svariđ viđ fyrstu spurningunni er:

Tilgangur verksins er ađ vekja upp umrćđu, setja hlutina í annađ samhengi, vekja upp spurningar og viđbrögđ.

Svariđ viđ spurningu tvö:

Ég er hvorki ađ gera lítiđ úr Evrópusambandinu né ađ sýna ţví stuđning međ ţessu verki en auđvitađ getur hver og einn túlkađ ţennan "landnema" fána á Skerinu í Tjörninni á sinn hátt.

Og svariđ viđ ţriđju og síđustu spurningunni:

Ég ćtla ekki ađ setja upp fleiri pólitísk verk eđa verk yfirleitt á Skerinu. Sýningunni lýkur 22. ágúst 2009 en á Akureyrarvöku, viku seinna opnar Haraldur Jónsson nýja sýningu sem er jafnframt síđasta sýningin á vegum Gallerís Víđ8ttu601 á ţessum stađ en ég veit ađ sýningarstjórarnir eru ađ leita ađ nýjum stađ fyrir áframhaldandi sýningar. Nćstu pólitísku verk sem ég set upp eru spreyverk og textaverk á samsýningu um hruniđ sem heitir "Lífróđur" og verđur opnuđ í Hafnarborg í Hafnarfirđ ţann 29. ágúst 2009.

Svo ađ lokum vil ég ţakka drengjunum kćrlega fyrir bréfiđ og fánann og hvet ţá til dáđa í framtíđinni en hvet ţá einnig til ađ koma fram undir nafni ţó ađ ég hafi auđvitađ fullan skilning á ţví ef ţeir vilja ekki gera ţađ.

Skilti sem einnig var viđ tjörnina međ titli verksins og hluta textans sem einnig er hér ađ ofan úr fréttatilkynningunni var stoliđ fyrir nokkrum vikum. Vonandi hringir einhver dyrabjöllunni hjá mér og skilar ţví eđa enn betra vćri ađ koma ţví bara aftur fyrir ţar sem ţađ var, viđ Tjörnina.

Ţá eru bara tveir ESB fánar eftir ađ koma í leitirnar.

Tengill á frétt í Sjónvarpinu.


mbl.is „Getum lifađ án Evrópu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ekki kominn tími á ađ frysta eignir?

141578AŢađ líđur varla sú vika ađ ekki komi meiri drulla upp úr lánabókum bankanna og fréttir af ţví hvernig eigendur og stjórnendur ţeirra hafa hagađ sér á kostnađ venjulegs fólks í ţessu landi ţví viđ ţurfum jú ađ borga brúsann ađ lokum. Ég er ekkert sérstaklega harđorđur en get tekiđ undir međ Agli Helgasyni ţar sem hann segir međal annars:

"Ríkisútvarpiđ sagđi frá lánum Landsbankans til Björgólfsfeđga, eigenda bankans.

Lára Hanna skođar fréttina í ţessari bloggfćrslu.

Er kannski komiđ ađ ţví ađ lánabćkur Landsbankans og Glitnis fari ađ opnast? Ađ óţverrinn velli ţar út líka?

Hingađ til hefur lekiđ mest úr Kaupţingi; lánastarfsemin ţar virđist hafa veriđ međ algjörum ólíkindum.

Ţetta virđist skiptast alveg í tvennt:

Annars vegar er venjulegt fólk sem fćr lán og ţarf ađ borga ţau aftur međ vöxtum og verđbótum og allt er gjaldfellt ef greiđslur berast ekki međ skilum.

Hins vegar eigendur bankanna, stjórnendur og vildarvinir sem fá lán eins og hentar og ţurfa varla ađ borga neitt aftur.

Hvađ á ađ kalla ţessa tegund af lánastarfsemi?

Rćningjalán?

Hvers konar liđ var ţetta sem fékk íslensku bankana nánast gefins?

Voru ţetta ótíndir ţjófar?"

 

Og Jónas Kristjánsson er ekki ađ skafa utan af ţví frekar en fyrri daginn en hann segir í pistli:

"Hafa má til marks um fákćnsku og eymd Geirs H. Haarde, ađ hann sóttist eftir ađ hitta Björgólf Thor Björgólfsson. Vildi ađ eigin sögn alltaf tala viđ hann, ţegar Björgólfur vćri á landinu. Á ţessum tíma sagđi ég, ađ menn ćttu ekki ađ taka mark á Björgólfi. Hann vćri aumingi, sem ekki borgađi skatta til samfélagsins. Árum saman var hann skattlaus og fyrir rest borgađi hann vinnukonuskatta. Fólk á ekki ađ taka mark á manni, sem ekki sinnir skyldum sínum viđ samfélagiđ. Fyrir mörgum árum sagđi ég ítrekađ, ađ Björgólfur Thor vćri bara ómerkur grćđgiskarl. Ég held, ađ Geir hafi ekki fattađ ţađ enn."

Ţessar skilanefndir bankanna sem hin vanhćfa ríkisstjórn SjálfstćđisFLokks og Samfylkingar setti á fót eru einnig grunsamlegar. Er ekki kominn tími til ađ fá nýtt fólk ţar til starfa?

Og eftir hverju er veriđ ađ bíđa? Ţađ eru rúmir 9 mánuđir frá hruninu og enginn hefur veriđ handtekinn og eignir ađalgauranna ekki frystar. Ţeir hafa haft nćgan tíma til ađ koma öllu undan eins og er ađ koma í ljós. Ţađ er sem betur fer ljós í ţessu myrkri og ţađ er ađ ríkisstjórninni tókst ađ fá Evu Joly til starfa og er ađ fara eftir leiđbeiningum hennar. Ţađ er gott.


mbl.is Skođa lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Allir međ strćtó!

straeto3 Ţađ eru góđar fréttir ađ farţegum Strćtó á Akureyri heldur áfram ađ fjölga. 150% aukning er almennileg. Ég ţekki ţađ sjálfur ađ nú er mun auđveldara fyrir krakkana ađ tćka strćtó á Skautaćfingar og í Tónlistarskólann, ţarf ekkert klink og vesen. Sjálfur tek ég strćtó gjarnan úr miđbćnum upp á Brekku međ barnavagninn ţunga!)

Nú ţarf bara ađ fjölga leiđum (bćta viđ leiđum sex og átta) og hafa einhverjar ferđir tíđari. Ţá munu enn fleiri sleppa ţví ađ fara á bílnum í vinnu og skóla og hvert sem er. Ţađ vantar líka strćtó útá flugvöll. Skandall ađ ferđamenn ţurfi ađ labba af flugvellinum og ţađ er ekki einu sinni gangbraut, fyrir löngu kominn tími á gang og hjólabraut međfram ströndinni viđ Drottningabraut.

Myndin er af vef Akureyrarbćjar og ekki örvćnta, ţađ er ekki kominn svona mikil snjór hér ţrátt fyrir hretiđ, myndin er tekin um vetur. Áfram Strćtó!


mbl.is 150% fjölgun farţega strćtó á Akureyri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.