Leita í fréttum mbl.is

Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni

8_mars_brot.jpg

HLYNUR HALLSSON
SALT

6. - 7. júní 2014
Opnun föstudaginn 6. júní kl. 21

Geimdósin
Kaupvangsstrćti 12 (gengiđ inn ađ aftan)
600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna SALT í Geimdósinni, Kaupvangsstrćti 12 á Akureyri, föstudagskvöldiđ 6. júní kl. 21. Hlynur setur upp verk út frá ljóđi Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóđskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er í röđ af sýningum sem haldnar hafa veriđ í Geimósinni af nokkrum myndlistamönnum sem vinna ţar međ ljóđ Heklu. Hlynur gaf á síđasta ári út bókverkiđ STAFRÓFIĐ og verkiđ sem hann gerir nú er unniđ út frá ţessu stafrófi.

Hlynur hefur veriđ nokkuđ iđinn viđ ađ setja upp sýningar og hann tók ţátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síđasta ári og síđasta einkasýning hans var ALŢÝĐUSÝNING Í ALŢÝĐUHÚSINU í Kompunni í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi í mars á ţessu ári.  

Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er ađ finna á heimasíđunni hallsson.de og einnig á bloggsíđunni hlynur.is

Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. júní kl. 15-17.

Nánari upplýsingar um Geimdósina er ađ finna á https://www.facebook.com/geimdosin

 

S a l t


Allt er hafiđ:
sćr
andi
saltiđ
Ţúsundir rauđra landakorta
djöfulriđinna heimsríkja
međ sundurskornar slagćđar. 
Í milljónum blóđhúsa
aftökur ferfćtlinga
sakleysingja
endanna á milli daglegs brauđs.
Afbökun náttúruvalsins
landseyđingar
barnsserđingar
linnulausrar klámvćđingar.
Allt salt yfir vinstri öxl!
Allt er ţetta hafiđ
hafiđ fyrir löngu.
Upp úr sćnum reis andi
međ dýrmćtt salt.
Salt sem gat nćrt
salt sem gat sćrt 
salt sem fór í sárin
í stađinn fyrir grautinn
Allt salt yfir vinstri öxl!
Ţví slagur blóđsins
býr í ćđunum
en ekki á spjótunum.
 
Allt hef ég hafiđ
hafiđ upp á nýtt. 
Eftir höggţungar óöldur
viđ hjarđlendi heiđingjanna
strandađi hugsjón mín. 
Allt salt yfir vinstri öxl! 
Og megi kveđja mín berast
međ brimsleggju, salti
til ţeirra sem leita mín
 

Hekla Björt Helgadóttir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband