Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Steingrímur klikkar ekki

steingrímurMađur er nú kannski ekki alveg hlutlaus en ţegar langt er liđiđ á umrćđur um "stefnurćđu" Gers H. Haarde ţá getur mađur ekki annađ en veriđ ánćgđur međ ţrjár frábćrar rćđur sem bera auđvitađ af. Steingrímur kom strax á eftir Geir og tók Samfylkinguna í bakaríiđ og ţessa ríkisstjórn yfirleitt. Ţetta voru orđ í tíma töluđ eftir ađ reynt hefur veriđ ađ klína ţví á Steingrím ađ ţađ hafi veriđ hann sem "klúđrađi" ţví ađ hér yrđi mynduđ vinstristjórn. Auđvitađ var ţađ Samfylkingin međ Ingibjörgu og Össur svo á hćlum hennar, sem klikkađi. Samfó er jú í stjórn međ íhaldinu og gaf aldrei kost á stjórn međ Vg og Framsókn. Sorgleg stađreynd sem sumir innan Samfylkingarinnar eiga erfitt međ ađ sćtta sig viđ

Hinar tvćr frábćru rćđurnar komu frá glćsilegum nýliđum á Ţingi: Katrínu Jakobsdóttur og Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur. Til hamingju međ ţessar upphafsrćđur sem lofa svo sannarlega góđu


mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Odd Nerdrum međ skandal

odd.ásdís odd.nerdrum

Áriđ 2002 lýsti norski (íslenski) kitschmálarinn Odd Nerdrum ţví yfir ađ hann ćtlađi aldrei ađ veita norskum fjölmiđlum viđtöl framar. Í kjölfariđ flutti hann til Íslands og er nú međ íslenskan ríkisborgarétt. Nú hefur hann hinsvegar sagt ađ hann verđi viđstaddur blađamannafund, sem bođađ hefur veriđ til í Ósló í dag í tilefni af bók, sem veriđ er ađ gefa út um verk Nerdrums. Semsagt enginn skandall heldur bara ný bók:)


mbl.is Nerdrum tekur ţátt í blađamannafundi í Ósló
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

En hvađ međ kynferđislega áreitni?

göngŢađ tók Ómar R. Valdimarsson og félaga hjá Impregilo tvo daga ađ hamra saman ţessari ítarlegu fréttatilkynningu. Ţetta kemur í kjölfar ítrekađra ásakanna um slćman ađbúnađ erlendra verkamanna, núna Portúgala, á Kárahnjúkum. En Ómar gleymir ađ minnast á ađ engin kynferđisleg áreitni eigi sér stađ undir Ţrćlahálsi. Úr frétt á mbl.is:

"Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmađur öryggisdeildar Impregilo, sagđi í fréttum Útvarpsins, ađ illa hafi veriđ komiđ fram viđ portúgalska starfsmenn viđ Kárahnjúka. Einnig séu dćmi um ađ konur á vinnusvćđinu sćti alvarlegu kynferđislegu áreiti yfirmanna

Og af ruv.is: "Fyrrverandi starfsmenn viđ virkjunina hafa líkt vinnuađstćđum ţar viđ ţrćlahald, ţeir séu látnir vinna í vatni sem nái ţeim upp ađ hnjám í göngum ţar sem skyggni sé örfáir metrar vegna mengunar. Ţá sé maturinn í göngunum nánast óćtur og Portúgalar séu látnir vinna lengur en ađrir starfsmenn og fái minna borgađ."

logwpEf ég kallađi Ómar og félaga hjá Imregilo "ţrćlahaldara" ţá myndi hann sennilega kćra mig fyrir meiđyrđi svo ţađ hvarflar ekki ađ mér ađ gera ţađ. 


mbl.is Impregilo segist ekki mismuna fólki í launum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svíar sýna fordćmi: sleppum ţessum "fegurđarsamkeppnum"

steriEnn og aftur ganga Svíar á undan međ gott fordćmi. Sleppa ţví ađ senda fulltrúa á ţessa hallćris "keppni" kennda viđ fegurđ. Annar vinkill á máliđ er keppnin sem haldin var á Ísafirđi međ raunverulega fallegu fólki. Ţar sem allt snérist ekki bara um útlit og ađ ganga á palli í bikini. Í frétt á ruv.is segir: 

"Svíar hafa ákveđiđ ađ senda ekki fegurđardrottningu sína í keppnina um fegurstu konu heims, Miss Universe, sem fer fram í kvöld i Mexíkó. Ástćđan er sú ađ Svíar telja ađ keppnin lítillćkki konur.

Umbođsmađur sćnsku keppninnar hefur einnig breytt um ađferđ til ađ hafa uppi á fegurstu konu landsins. Hin hefđbundna sýning ţar sem keppendur ganga um á sviđi í bađfötum og kvöldkjólum heyrir sögunni til. Ţess í stađ geta stúlkur sótt um ađ verđa fegurđardrottning, rétt eins og hvert annađ starf. Ţar af leiđandi ţykir ţađ ekki hćfa fyrir ungfrú Svíţjóđ, Isabel Lestapier Winqvist, ađ taka ţátt í keppninni í kvöld, ţar sem ţeir mćlikvarđar sem ţar er notast viđ séu ekki lengur í gildi í heimalandi hennar."

Til hamingju međ ţetta Svíar! Vona ađ fleiri ţjóđir fylgi í kjölfariđ t.d. viđ Íslendingar. Ég lćt svo fylgja mynd af einhverjum vođa fallegum sterabolta.


mbl.is Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snjóflóđ og menningarflóđ

Ţórunn.EymundardóttirŢađ má teljast mesta mildi ađ enginn sjömenninganna skyldi hafa slasast eđa eitthvađ ţađan af verra hent ţau í snjóflóđinu. Ég var nýbúinn ađ ná í Huga og félaga hans aftur úr Fjallinu ţegar ţetta gerđist. Ţađ hljómar dálítiđ spennandi af fá far niđur af toppnum á snjóbreiđu en sennilega skemmtilegra eftir á heldur en ađ lenda í ţví.

Í Morgunblađinu á föstudaginn skrifađi Anna Jóa svo um annarskonar flóđ nefnilega myndlistarflóđiđ á Akureyri undir fyrirsögninni "Kraumandi listalíf". Ţetta er áhugaverđ grein og ég stal henni af síđunni hans Jónasar Viđars félaga míns og birti hér međ nokkrum tenglum. 

MORGUNBLAĐIĐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 BLS. 19

Kraumandi listalíf

Athafnasemi á myndlistarsviđinu á Akureyri takmarkast ekki viđviđburđi á Listasumri, heldur ríkir ţar í bć mikill myndlistaráhugi og gróska í sýningarhaldi allan ársins hring. Listasafniđ á Akureyri hefur fyrir löngu sannađ gildi sitt međmetnađarfullu sýningarhaldi, líkt og hiđ einstćđa Safnasafn viđ Svalbarđsströnd.

Gróskuna í listalífi bćjarins má ekki síst rekja til starfsemi Myndlistaskólans á Akureyri sem nýlega fagnađi 33. starfs ári sínu međ árlegri útskriftarsýningu. Skólinn býđur upp á nám á háskólastigi í myndlist og listhönnun og er sem slíkur valkostur viđ höfuđborgarsvćđiđ. Skólinn stendur einnig fyrir námskeiđum fyrir börn, unglinga og fullorđna og ţarf ekki ađ fjölyrđa um mikilvćgi ţeirrar starfsemi í samfélaginu. Myndlistaskólinn á Akureyri er viđurkenndur afmenntamálaráđuneytinu og styrktur af ríki og bć en tryggja ţyrfti fjárhagslegan rekstrargrundvöll hans til framtíđar.

Á Akureyri eru starfrćkt fjölmörg sýningarrými og gallerí. Pistilhöfundur brá sér norđur á dögunum og heimsótti sýningarrýmiđ galleriBox sem Menningarmiđstöđin Listagil viđ Kaupvangsstrćti hefur umsjón međ og rekiđ er af hópi myndlistarmanna sem hafa ţar vinnustofur. Á sýningu Ţórunnar Eymundardóttur „Hornberi“ hafđi Boxinu veriđ pakkađ inn og sviđsett ţar nokkurs konar gćgjusýning međ hreindýraívafi. Nćsti sýnandi er Margrét H.Blöndal sem tilnefnd var til íslensku sjónlistaverđlaunanna á síđasta ári en stofnađ var til ţeirra ađ frumkvćđi Listasafnsins á Akureyri.

Listalífiđ er sérstaklega blómlegt viđ Kaupvangsstrćtiđ. Í Jónas Viđar Gallery sýnir nú Ţorvaldur Ţorsteinsson en hann er Akureyringur ađ uppruna og hóf einmitt myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum. Áhugaverđar myndlistarsýningar hafa veriđ í Populus Tremula, menningarsmiđju í Listagilinu. Í Deiglunni í Listagilinu sýnir um ţessar mundir Pétur Örn Friđriksson verk sem lúta m.a. ađ ferđalögum og farartćkjum.

Brekkugatan státar af tveimur galleríum. Ţar er Gallerí DaLí rekiđ, ásamt vinnuađstöđu, af tveimur nemendum Myndlistaskólans, ţeim Sigurlínu M. Sveinbjörnsdóttur eđa Línu, sem nú sýnir í galleríinu í tengslum viđ útskrift sína, og Dagrúnu Matthíasdóttur. Framtak ţeirra endurspeglar ţann myndlistaráhuga sem starfsemi skólans hefur í för međ sér.

Gallerí + viđ Brekkugötu 35 hefur veriđ starfrćkt frá 1996 af hjónunum Guđrúnu Pálínu Guđmundsdóttur og Joris Rademaker – af löngun til ađ skapa „viđbót“ (samanber „+“) í listaflóru bćjarins. Nú er ţar sýning Ađalheiđar S. Eysteinsdóttur, sem framlengd hefur veriđ ţrisvar sinnum vegna mikillar ađsóknar. Vel heppnuđ sýning Ađalheiđar samanstendur af skúlptúrum og lágmyndum auk blárrar birtu úr lofti og er byggđ inn í rýmiđ. Í sumar verđur ţarna sýning Guđrúnar Pálínu sem fjallar um sjálfsmynd hennar út frá stjörnukorti. Gallerí +er rekiđ í sjálfbođavinnu og nýtur lítilla sem engra styrkja og virđist sú vera raunin međ ýmis önnur sýningarrými á Akureyri – ţau virđast ekki rekin međ hagnađ ađ leiđarljósi. Mikilvćgt er ađ styđja viđ bakiđ á slíkri hugsjónastarfsemi sem er mikilvćgur ţáttur í ađdráttarafli bćjarins.

Anna Jóa


mbl.is Sjö manns lentu í snjóflóđinu í Hlíđarfjalli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gullpálminn til Rúmeníu

Cristian.MungiuŢađ mćtti halda ađ ţetta vćri samsćri austurblokkarinnar. Allt svindl og svanárí...? Reyndar ekki, frekar en annarsstađar, heldur er myndin 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuđir, 3 vikur og 2 dagar) sennilega bara afar góđ mynd og á ţennan Gullpálma fyllilega skilinn. Til hamingju Cristian Mungi međ myndina og pálmann. Myndin gerist í Rúmeníu seint á níunda áratugnum segir frá tveimur vinkonum sem leita allra leiđa til ađ koma annarri ţeirra í ólöglega fóstureyđingu. Löng skot einkenna víst myndina og eru hennar ađal sjarmi auk ađalleikkonunnar, Anamaria Marinca, sem heldur myndinni uppi međ mögnuđum en hófstilltum leik samkvćmt lýsingum Birtu Björnsdóttur í Cannes. Ađdráttarafl myndarinnar felst ekki síđur í ţeirri yfirvofandi eymd sem áhorfandinn skynjar allan tímann án ţess ađ veriđ sé ađ velta sér uppúr ţví dapurlega. Umsögn tyrkneska rithöfundarins og Nóbelsverđlaunahafans Orhan Pamu lofar góđu en hann segir „Ţetta er alveg ótrúlega falleg mynd og mađur naut hverrar sekúndu viđ ađ horfa á hana. Viđ vorum nćstum öll á einu máli um, ađ ţetta vćri besta mynd hátíđarinnar.”
Vonandi fáum viđ ađ sjá myndina hér uppfrá fljótlega sem kćrkomna hvíld frá Hollywoodvellunni. Mig langar auđvitađ líka til ađ sjá myndina No Country For Old Men ţeirra Coen brćđra en mér fannst ansi slappt af ţeim ađ mćta ekki á lokaathöfnina ţó ađ ţeir hafi ekki hlotiđ gulliđ ađ ţessu sinni. En kannski komust ţeir bara ekki eđa vissu ekki ađ Jane Fonda myndi mćta til ađ afhenda verlaunin og fara í smá leikfimi. Synd ađ missa af ţessu.


mbl.is Fagnađ ţegar tilkynnt var ađ gullpálminn fćri til Rúmeníu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kúkađ á Bush

bushSennilega táknrćnt ađ ţegar Bush er ađ reyna ađ verja dómsmálaráđherrann Alberto Gonzales sem er í djúpum skít ađ ţá skuli lítill fugl kúka á hann. Hefđi veriđ enn skemmtilegra ef hann hefđi hitt hann beint á kollin.

mbl.is Bush fékk óvćnta flugsendingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Akureyringar taka af skariđ

dreggŢađ er frábćrt ađ nú eigi ađ hefja strandsiglingar ađ nýju. Forsvarsmenn fyrirtćkisins Dregg á Akureyri eiga heiđur skilinn fyrir ađ taka af skariđ. Ţađ er ánćgjulegt ađ einnig verđa teknir upp beinir sjóflutningar frá landsbyggđinni til meginlands Evrópu. Ţetta er einnig mun umhverfisvćnni flutningar en ađ flytja allt á vörubílum til Reykjavíkur fyrst. Ţetta eru ađrar góđu fréttirnar međ stuttu millibili af flutningum frá Akureyri beint til Evrópu ţví Norđurflug er ađ hefja beint fraktflug frá Akureyri í byrjun júní. Ég vona ađ ţessi starfsemi eigi eftir ađ blómstra. Ţví ţó ađ mađur sé stoltur af höfuđborginni ţá er hún ekki nafli alheimsins og óţarfi ađ öll samskipti okkar fari ţar í gegn. Viđ ţurfum fleiri frumkvöđla eins og Ara Axel Jónsson eiganda fyrirtćkisins Dregg.
mbl.is Strandsiglingar hefjast aftur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju međ ţađ

Ánćgjulegt ađ ţeir sem stjórna ţessari vefsíđu međ ađganginum ađ nauđgunarleiknum hafi séđ ađ sér og skipt um skođun og fjarlćgt leikinn. Batnandi mönnum er best ađ lifa. Ţetta er vonandi bara fyrsta skrefiđ í auknu siđferđi á Netinu.
mbl.is Nauđgunarleikur fjarlćgđur af íslenskri vefsíđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brengluđ siđferđiskennd

nei.vid.naudgunum

Ţađ er eitthvađ ađ siđferđiskennd ţeirra sem hafa gaman ađ ţví ađ spila svona nauđgunarleiki eins og líst er í frétt mbl.is. Ţetta er hreinn viđbjóđur af lýsingum ađ dćma. „Mađur verđur ekki nauđgari af ţví ađ spila leikinn, ekki frekar en mađur verđur morđingi af ţví ađ spila morđleiki," segir náunginn sem stendur fyrir síđunni ţar sem hćgt er ađ spila "leikinn". Ţetta gerir hinsvegar nauđganir ađ "leik" og fá einhverja til ađ finnast nauđgun ekki vera alvarlegur glćpur. Ţađ er máliđ.


mbl.is "Afar ósmekklegur leikur"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.