Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Menntasmiđjunni úthýst

46656c9813b91Sjálfstćđisflokkur og Samfylking segja ađ ţađ sé engin einkavćđingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavćđingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigđismálum. Sennilega er ţetta "stefnulaus" einkavćđing en hún er komin međ allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstćđur rekstur". 

Í fréttum í gćr var sagt frá ţví ađ ţađ á ađ "bjóđa út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Ţetta er einkavćđing. Og nú er ţađ Menntasmiđjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Ţađ hefur veriđ unniđ frábćrt starf međ Menntasmiđju kvenna og einnig Menntasmiđju unga fólksins en ţađ er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bćjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagđi í umrćđum um máliđ ađ ţađ ţyrfti ađ fjölga úrrćđum fyrir ungt fólk sem hefđi dottiđ úr námi og vinnu. Ţetta er hárrétt, en er ţá ekki einkennilegt ađ ćtla ađ fćkka ţeim?

Fyrir réttri viku skrifađi ég um niđurskurđ bćjarins á fyrirfram ákveđnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Ţar sá bćrinn ađ sér og samdi um máliđ eftir ađ ţađ var komiđ í fjölmiđla. Vonandi sér meirihlutinn í bćjarstjórn einnig ađ sér í ţessu máli og eflir starfsemi Menntasmiđjunnar í stađ ţess ađ úthýsa henni.


mbl.is Menntasmiđjan slegin af
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mislćg mistök

Ţađ er einkennilegt ađ hinn "umhverfisverndarsinnađi" borgarstjóri sé nú ađ dusta svifrykiđ af einhverjum tillögum um "mislćg" gatnamót á ţessu horni í höfuđborginni. Vandamáliđ er ađ ţađ eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er ţađ hagstćđara ađ taka strćtó eđa metró (neđanjarđarlestir) en bílinn á álagstímum og ţannig ćtti ţađ einnig ađ vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strćtó og fólk mun flykkjast í hann ţví ţá verđur fólk fljótara í förum en ađ sitja í umferđarteppu. Eđa viljum viđ enda í einhverri amerískri bílaborg međ mislćgum gatnamótum á sjö hćđum?

Ég styđ íbúasamtökin heilshugar og óskandi vćri ađ borgarstjórinn gerđi ţađ líka.


mbl.is Vilja umferđarmengunina í göng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ung vinstri grćn á Akureyri

D4430BF7EDA0

Á laugardaginn halda Ung Vinstri Grćn stjórnmálaskóla fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni. Sérstakt erindi heldur Steingrímur J. Sigfússon, formađur Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs. Allir eru velkomnir.

Tími: 11-15, laugardaginn 1. mars.

Stađur: Hótel KEA

Dagskrá:
Saga og stofnun VG: Steingrímur J. Sigfússon, formađur VG
Hádegishlé frá 12 til 13 međ pítsum í bođi UVG fyrir svanga fundarmenn
Stefna VG og UVG: Finnur Dellsén og Huginn Freyr Ţorsteinsson
Fundir og mótmćli: Auđur Lilja Erlingsdóttir og Ţórhildur Halla Jónsdóttir
Ungt fólk í pólitík: Birna Pétursdóttir og Jan Eric Jessen


Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna “Úr formsmiđju” á Karólínu Restaurant

jón.laxdal

Jón Laxdal Halldórsson

Úr formsmiđju

01.03.2008 - 05.09.2008     

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
 

Karólína Restaurant // www.karolina.is 

Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755 

 

ÚR FORMSMIĐJU

Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verđur skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stađ mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippţrykk eđa ţrykkklipp frá árinu 1992 ţegar formsmiđja hans var hvađ afkastamest.
Á skörinni hanga svo ţrjár ögn stćrri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerđir formanna niđri. Auk ţess verđa, gestum til gamans og umţenkingingar, borin fram nokkur spakmćla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.

Allir hjartanlega velkomnir

Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuđi eđa til 5. september 2008.

Laugardaginn 1. mars  klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson 


Eitthvađ ađ rofa til í BNA

453355AŢađ er greinilega smá von um ađ ćđstu menn í BNA séu ađ átta sig á loftslagsmálunum. Tilbúnir í bindandi markmiđ og hvađ eina. Ţađ er full ástćđa til ađ fagna ţessari stefnubreytingu. En ástćđan er auđvitađ ekki langt undan eins og segir í fréttinni: "Fréttaskýrendur telja ljóst ađ ríkisstjórn George W. Bush vilji ađ öflug ţróunarríki á borđ viđ Kína, Indland og Brasilía skrifi undir einhverskonar bindandi samkomulag."

Gott ađ BNA ćtlar ekki ađ vera síđasta landiđ sem viđurkennir ađ ţađ stefnir í óefni hvađ varđar mengun andrúmsloftsins.


mbl.is Bindandi markmiđ samţykkt?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

No Country For Old Men er ansi góđ

Mađur hefur í gegnum tíđina ekki alltaf veriđ sammála ţessari Kvikmyndaakademíu en ţađ er greinilega eitthvađ ađ birta til (annađhvort hjá mér eđa akademíugenginu:)

Ţađ er líka einhver Evrópustemning í Hollywood ţessi misserin. En ég mćli eindregiđ međ ţví ađ fólk skelli sér á No Country For Old Men ef fólk er ekki búiđ ađ sjá hana. Ţađ voru sex í bíó ţegar ég fór í síđustu viku!

Ţessi setning úr frétt mbl.is finnst mér samt best: "Efhan og Joel Coen ţökkuđu bandaríska kvikmyndaiđnađinum fyrir ađ leyfa sér ađ ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgrćđingur í Hollywood ţrátt fyrir ađ eiga ađ baki farsćlan feril á Spáni, ţakkađi brćđrunum fyrir ađ vera nógu brjálađir til ađ veita sér hlutverkiđ."

Talandi um brjálćđi. 


mbl.is Coen brćđur sigursćlir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu, laugardaginn 1. mars 2008, kl. 14

Unnur Óttarsdóttir

Póstkona

01.03.08 - 04.04.08 

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.


Unnur Guđrún Óttarsdóttir útskrifađist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er međlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekiđ ţátt í nokkrum samsýningum en ţetta er önnur einkasýning hennar.

Póstur og póstmódernismi koma viđ sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnađ í eldri verk og ţau sett í nýtt samhengi. Hiđ gamla og hiđ nýja mćtist og kallast á ţar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruđ árum e.t.v. sáttari viđ líkama sinn en viđ nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar ađ viđ nćstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send međ pósti sem er ein leiđ til ađ senda skilabođ á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnađ ótal leiđir til samskipta. Hvađa áhrif hefur netiđ á tengsl okkar hvert viđ annađ og eigin líkama? Ein samskiptaleiđin á netinu er bloggiđ.
Hluti af sýningunni er bloggsíđan www.unnurottarsdottir.blogspot.com ţar sem tćkifćri gefst til ađ sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti ţar međ bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíđ og fortíđ og tilveruna almennt.
 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.  

Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu: 

05.04.08-02.05.08    Guđmundur R Lúđvíksson

03.05.08-13.06.08    Kjartan Sigtryggsson

14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson

02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurđsson

06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir

04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

01.11.08-05.12.08    Ţorsteinn Gíslason

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Dálítiđ stoltur

Ég verđ ađ viđurkenna ţađ ađ ég meira en dálítiđ stoltur yfir ţví ađ Brynjar Gunnarsson bróđursonur minn fékk verđlaun Blađaljósmyndarafélags Íslands fyrir bestu myndröđ ársins, sem nefnist  66°12´97”N og fjallar um daglegt líf Pólverja í fiskiţorpi úti á landi, nánar tiltekiđ Suđureyri viđ Súgandafjörđ. Billi er í ljósmyndanámi í London og hefur unniđ fyrir nokkur dagblöđ hér á landi síđustu ár.

Ţessi myndröđ er ótrúlega flott og nćm. Hluti af henni birtist í 24 Stundum 8. desember 2007.

"Um myndröđina segir, ađ í mörgum íslenskum sjávarţorpum séu innflytjendur nćstum helmingur íbúanna og oft meirihluti vinnufćrs fólks. Flestir innflytjendanna séu Pólverjar sem setjast ađ í ţorpunum vegna ţess ađ húsnćđi ţar er ódýrt og vegna ţess ađ ţeir bera umtalsvert meira úr býtum en í heimalandinu.

Anna kom til Íslands 6. mars 1998 og Jarek í september sama ár. Í Póllandi lćrđi Anna viđskiptafrćđi en Jarek er úr sveit. Ţau kynntust á Suđureyri. Anna er í fćđingarorlofi og hugsar um soninn Piotr. Ţar sem Jarek vinnur viđ beitingar og hefur sveigjanlegan vinnutíma á hann auđvelt međ ađ vera heima og gćta sonarins á međan Anna sinnir erindum. Fyrir eiga ţau soninn Pawel sem er í leikskóla. Annađ foreldri ađ minnsta kosti helmings barnanna á leikskólanum er af erlendum uppruna.

Dómnefnd segir, ađ myndröđin sé verđug heimild í yfirstandandi skráningu lífs í íslenskum ţorpum á 21. öld. Vonandi ađ fréttablöđ og tímarit á Íslandi veiti sögum sem ţessari stuđning."

Ţađ er góđ tilfinning ađ vera stoltur frćndi. 

Hér er heimasíđa Brynjars: Billi.is

og hér er Flickr-síđan hans

og hér er svo bloggsíđa hans og Hlínar, sem er í framhaldsnámi í arkitektúr í London. 


mbl.is „Sláandi fyndin pólitísk mynd"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Kannađist ekki viđ máliđ"

d-listi

Ţađ er eins og fulltrúar Sjálftökuflokksins séu hćttir ađ tala saman. Ţeir kannast ađ minnsta kosti ekki viđ neitt. Ţađ er kannski best ţannig. Hjá ţeim sem "lendir bara í hlutunum" og "axlar svo ábyrgđ".


mbl.is Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frábćr rćđa Katrínar Jakobsdóttur

%7B97da9ac9-e2c7-4468-be0c-a1e64bb47bea%7D_kata1Auđvitađ á ísland ađ vera frjálst, óháđ og fullvalda ríki og utan hernađarbandalaga. Viđ höfđum ekkert međ herinn ađ gera og ţađ kom best í ljós ţegar hann yfirgaf landiđ ađ viđ vorum ekki "varnarlaus" fyrir vikiđ. Ţessi fundur í dag var góđur, fín stemning og kraftur í Vinstrihreyfingunni grćnu frambođi. 

Í fyrramáliđ kemur Turid Leirvoll, framkvćmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku og segir frá kosningabaráttu dönsku félaga okkar. Danir gengu ađ kjörborđi 13. nóvember síđastliđinn en ţá tvöfaldađi SF fylgi sitt og var ótvírćđur sigurvegari kosninganna. Flokkinum tókst einkar vel ađ ná til ungs fólks og kom áherslum sínum vel til skila í snarpri kosningabaráttu. Allir eru velkomnir á Hótel Loftleiđi klukkan 10:30. Greta Björg Úlfsdóttir bloggvinkona mín bendir einnig á jákvćtt framlag ungliđahreyfingar SF til málanna sem valdiđ hafa ólgu í dönsku samfélagi ađ undanförnu. Ég mćli međ ţví ađ ţiđ lesiđ um máliđ hér.

Svo er hćgt ađ lesa frábćra upphafsrćđu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns á vg.is en hún sagđi međal annars:

"Ţađ hefur sýnt sig ţau níu ár sem Vinstrihreyfingin – grćnt frambođ hefur starfađ ađ hugmyndalega endurnýjunin hefst hér. Ađeins hér hugsa menn gagnrýniđ um ţađ samfélag sem Sjálfstćđisflokkurinn hefur komiđ hér á og héđan koma breytingarnar: grćn hugsun, róttćkur femínismi, sjálfstćđ friđarstefna og gagnrýni á alrćđis-kapítalismann og kreddur hans. Oft hefur ţađ veriđ svo ađ viđ ein höfum ţorađ ţegar á reynir og viđ höfum yfir mörgu ađ gleđjast. Margar hugmyndir okkar eru komnar á dagskrá, eru orđnar viđurkenndar sannleikur. Ţađ á ađ blása okkur kapp í brjóst til ađ halda áfram og vera áfram framsćkiđ og djarft forystuafl í íslenskum stjórnmálum."


mbl.is Síđasta skrefiđ ađ fullri inngöngu Íslands í NATO
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband