Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Áfram međ smjörlíkiđ! Innantóm slagorđ

 asi1.jpg


Veriđ velkomin á sýningaropnun Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur í Listasafni ASÍ laugardaginn 12. júní kl.16:00
 

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna saman ađ  Áfram međ smjörlíkiđ! sem fer fram í Reykjavík, á Djúpavík, og í Berlín sumariđ og haustiđ 2010. Ţetta er í fyrsta sinn sem ţau samvinna sýningaröđ en ţau eiga ađ baki víđtćka reynslu af sýningarhaldi međ öđrum og ein og sér.


Yfirskriftin Áfram međ smjörlíkiđ! slćr taktinn og gefur fyrirheit um viđfangsefni listamannanna. Fyrsta sýningin í röđinni opnar í Listasafni ASÍ 12. júní 2010 og er undirtitill hennar Innantóm slagorđ. Unniđ er međ margvíslegan efniviđ, ţar međ taliđ söguna og smjörlíki, en til grundvallar liggur athugun á listinni og tengslum hennar viđ hagkerfiđ. Sýningunni, sem stendur til 4. júlí 2010, fylgir bókverk sem Hlynur og Jóna skapa í sameiningu.


Önnur sýning rađarinnar er haldin í Verksmiđjunni á Djúpavík. “... Og tilbiđur guđ sinn sem deyr” er undirtitill sýningarinnar en ţar verđa rýmisbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýningin opnar 17. júlí 2010 og stendur til 28. ágúst 2010. Ţriđja sýningin opnar 3. september 2010 í 111 – a space for contemporary art í Berlín. Undirtitill hennar er Byltingin er rétt ađ byrja en á ţeim nótum endar síđasti hluti rađarinnar.

afram.jpg

Verk Hlyns og Jónu eru allt í senn einföld, fjölbreytt og hugmyndaauđug. Ţau vinna međ marga ólíka miđla – Hlynur hefur fengist viđ ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur unniđ međ ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af ţví hvađa miđill verđur fyrir valinu í hvert sinn en ţátttaka áhorfandans er oft mikilvćg.


Í verkum beggja er ađ finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virđast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiđa leiđ inn ađ hjarta- og heilarótum. Sum verkanna eru lćvís, önnur kröftug, og mörg bera slagyrđingalegan brag á sér. Einfaldleikinn talar beint til manns og virđist fela í sér einhverja nánd, kannski falska (hver veit?)Hlynur Hallsson (f. 1968) er menntađur viđ Myndlista – og handíđaskóla Íslands sem og viđ listaháskóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Ţýskalandi. Hann hefur veriđ gestakennari viđ Myndlistarskólann á Akureyri. Hann hefur hlotiđ ýmsa styrki og viđurkenningar fyrir verk sín.


Jóna Hlíf (f. 1978) er menntuđ viđ Myndlistarskólann á Akureyri, var viđ nám í Finnlandi og lauk MFA-gráđu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur veriđ safnstjóri hjá VeggVerk og Gallerí Ráđhús og hefur líkt og Hlynur hlotiđ ýmsar viđurkenningar og styrki fyrir verk sín.


Sjá nánar á www.hallsson.de og www.jonahlif.com


Listamannaspjall sunnudaginn 13. júní kl.15:00


Sýningin stendur til 4. júlí
 

LISTASAFN ASÍ er opiđ alla daga nema mánudaga frá kl.13:00-17:00. Ađgangur er ókeypis.LISTASAFN ASÍ
Freyjugötu 41, 101 Reykjavík
s. 511-5353
www.listasafnasi.is
asiinfo@centrum.is


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband