Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Bókin MYNDIR - BILDER - PICTURES komin út

fors_myndir.jpg

HLYNUR HALLSSON
MYNDIR - BILDER - PICTURES



MYNDIR - BILDER - PICTURES er 33 mynda röð þar sem Hlynur Hallsson setti saman ljósmyndir og stutta texta á íslensku, þýsku og ensku. Hér eru þær allar samankomnar í einni bók ásamt textum eftir þrjá höfunda auk viðtals, ritaskrá og lista yfir þær sýningar þar sem verk úr myndröðinni hafa verið sýnd.

Claudia Rahn listfræðingur í Zürich skrifar um frásagnir og myndir Hlyns. Friðrik Haukur Hallsson félags- og menningarfræðingur í Bielefeld skrifar um tengsl listamannsins og heimspekingsins út frá kenningum franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty. Raimar Stange sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og gagnrýnandi í (Austur-) Berlín skrifar um textaverk Hlyns og Kristín Þóra Kjartansdóttir tekur viðtal við Hlyn.


Úr texta Claudiu Rahn: Hlynur Hallsson – On the road

"Hér er um að ræða ljósmyndir ásamt textum á þremur tungumálum. Ljósmyndirnar og textarnir mynda "vegamyndir", sem eru samsettar úr reynslu og minningum Hlyns. Í heild virkar þetta eins og eins konar dagbók. Myndum úr fjölskyldulífinu er stillt upp ásamt myndum af vinum sem og ókunnugu fólki, af landslagi, myndum úr fjölþjóðlegum listaheiminum. Ljósmyndirnar skapa saman skrautlega heild sem gefur einnig innsýn inn í líf Hlyns. Þessi heild virðist í fyrstu litlaus og þýðingarlítil en í samhengi við textanna verður áhrifamáttur þeirra ótrúlegur."


Úr texta Raimars Stange: Make words not war!

"Það var á seinni hluta tíunda áratugarins sem Hlynur Hallsson sendi mér póstkort frá ýmsum heimshornum. Þar skrifaði hann á íslensku þótt hann vissi mætavel að ég hef alls engan skilning á því tungumáli, en á þeim tíma var skilningsleysið - það að skilja eitthvað ekki – og fagurfræðileg gæði þess aðalmálið í hinni fagurfræðilegu heildarsýn. Slíkt er jú alveg í anda Jóhanns Heinrich Pestallozi, svissneska menntafrömuðarins. Pestallozi kom einmitt með þá hugmynd að börn ættu að umgangast framandi tungumál til þess að þeim yrði ljóst að maður getur ekki skilið allt, að skilningur manns er takmarkaður."


Úr texta Friðriks Hauks Hallssonar: Heimspekingurinn og listamaðurinn

"Við fyrstu sýn virðast skynsvið okkar skarast á tilviljunarkenndan hátt. Strangt tekið eru hreyfingar á milli skynheimanna skýrar, þannig að úr myndefni verður til listaverk. Skynjunarleg tilurð fullgerðs listaverks krefst augljóslega allra þriggja skynheimanna. Er auðveldast að lýsa tengsl þeirra og skilgreina feril skynjunarinnar þeirra á milli með viðeigandi sýni- eða myndefni. Ljósmynda-texta-verk Hlyns Hallssonar bjóða hér uppá sérstaklega góðan möguleika til að skilja þennan feril frá myndefni til listaverks. Hlynur notast við margmiðlunartækni (ljósmyndir, myndbönd o.s.frv.), sem hefur í auknum mæli haslað sér völl innan myndlistarinnar, en hann innlimar ávallt texta í myndverk sín með ákveðnum hætti, þannig að textinn verður að órjúfanlegum hluta hvers verks um sig."


Úr viðtali Kristínar Þóru Kjartansdóttur

"Smáir hlutir, minningabrot og jafnvel eitthvað jafn ómerkilegt og rykhringur í grasi felast í myndefni þínu. Mér finnst margt af þessu virka brothætt, viðkvæmt og forgengilegt.

Já, þannig er lífið og við og úr því þú segir það þá er náttúran einnig brothætt, viðkvæm og forgengileg. Og smáu hlutirnir í lífinu eru einmitt það sem gerir það þess virði. Það sem er sem gefið og svo sjálfsagt, það er einmitt svo mikilvægt. Maður áttar sig bara oft ekki á því fyrr en svo löngu seinna eða þegar einhver annar bendir manni á það. Og stundum er það þá of seint en sem betur fer ekki alltaf. Þetta er kryddið sem er svo mikilvlægt og nauðsynlegt. Þannig er einhver stund sem maður upplifir ef til vill daglega samt einstök en einnig hlutir sem manni finnst ekkert merkilegir þegar þeir eiga sér stað en eru ómetanlegir í minningunni og það er galdurinn að geta bent á þessa hluti og þessar upplifanir sem allir upplifa einhvertímann og miklu oftar en við áttum okkur á. Og þetta hefur eitthvað með okkur sjálf að gera og þjóðfélagið og hraðann og það að gefa sér tíma til að uppgötva svona hluti. Ef það tekst þá er mikið áunnið."

Allir textar í bókinni eru á íslensku, þýsku og ensku.

Forlag höfundanna gefur bókina út og Uppheimar sjá um dreifingu á Íslandi og fæst bókin í öllum helstu bókaverslunum og einnig á Kjarvalsstöðum, í Hafnarhúsinu, hjá Útúrdúr og hjá Flóru á Akureyri.


HLYNUR HALLSSON
MYNDIR - BILDER - PICTURES

68 bls.
162 x 246 mm
Bókarhönnun: Ólafur Númason og Hlynur Hallsson
Þýðingar á íslensku, þýsku og ensku: Lois Feurle, Kristín Kjartansdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Wolfgang Sahr og Ómar Kristinsson
Prófarkarlestur: Pétur Halldórsson, Inga Lín Hallsson og James Carl
Styrktaraðilar: Myndstef og Akureyrarstofa
Útgefandi: forlag höfundanna
Dreifing: Uppheimar
Prentuð hjá Odda
ISBN 978-9979-9672-1-7

cover_myndir.jpg


Bókverk íslenskra listamanna sýnd hjá Arts & Sciences PROJECTS í New York

42_booksweb_1090980.jpg

Icelandic Artists' Publications at NEW STAND


a trans-Atlantic collaboration with Útúrdúr, an artist-run bookstore and gallery in Reykjavík.

For the month of June 2011, Arts & Sciences PROJECTS will feature a selection of independent artists' publications from Iceland in our on-going NEW STAND installation. Come browse a fine selection of books and zines by Ingvar Högni Ragnarsson, Rafskinna, Haraldur Jónsson, Unnar Örn, Hlynur Hallsson, Sigurður Atli Sigurðsson, Ásmundur Ásmundsson and more.

Additionally, a selection of artists' publications from Arts & Sciences PROJECTS, New York, will be on view at Útúrdúr in Reykjavík. Dates for the exhibition in Reykjavík will be announced soon.


Exhibition Dates and Hours:
June 9 - 26, 2011
Saturday & Sunday, 1-6pm and by appointment

Arts & Sciences PROJECTS
368 Broadway #409
New York, NY 10013
artsandsciencesprojects.com
info@artsandsciencesprojects.com

42_02uturdurinstallweb


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband