Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hannes Hólmsteinn rekinn frá Háskóla Íslands

hannesholmsteinn2

Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Háskólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn.

Þessi söfnun fyrir aumingja Hannes er fullkominn brandari. Þrátt fyrir að vera aðal frjálshyggjugúrú landsins hefur hann alla ævi verið á ríkisspenanum. Var alltaf hjá Ríkisútvarpinu en ekki á Stöð 2 og er nú "prófessor" hjá ríkisháskólanum Háskóla íslands en ekki hjá einkaskólanum HR eða bara Bifröst. Maðurinn er er fullkomlega óhæfur kennari hvað þá meira. Hann hefur einnig verið dæmdur fyrir meiðyrði. Bestu tillögurnar sem ég hef sér til bjargar Hannesi Hólmsteini koma frá Denny nokkrum Crane og er að finna hér.

Helgi J Hauksson tók þessa frábæru mynd af "Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í okt. 1984, þar sem hann stendur í öruggu skjóli við þjóðkirkjuhornið og rýnir í 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984. Þá rak Hannes ólöglega útvarpsstöð í húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Myndin birtist við hlið annarar af fjöldafundinum í BSRB tíðindum sem var eini prentmiðillinn sem kom út í verkfallinu. Mörgum fannst hún táknræn fyrir einmanleika frjálshyggjunnar andspænis samhjálp og samstöðu fólksins og var snarlega ortur mikill fjöldi ljóða til myndarinnar." Myndina og textann er að finna á bloggsíðu Helga. Myndin er að sjálfsögðu höfunarréttarvarin.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurvöllur 30. mars 1949

Fyrir 59 árum áttu sér stað atburðir á Austurvelli sem vert er að minnast. Þá mótmælti fólk fyrirhugaðri inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið NATO. Yfirvöld brugðust þannig við að kallaðir voru út ungir Heimdellingar og það var kallað aukalið lögreglunnar. Þetta gengi var látið berja á mótmælendum, margir slösuðust. Það setur að manni hroll því Björn Bjarnason er með svipaðar hugmyndir í dag. Að vísu ætlar hann ekki að setja Heimdellinga í starfið heldur kalla út björgunarsveitirnar í staðinn! Allt til að hægt verði að berjast við mótmælendur (samt sennilega ekki trukkabílstjóra!) Meira svona Saving Iceland mótmælendur sem fara mun meira í taugarnar á sumum. Fólk í björgunarsveitunum er samt ekki alveg upprifið yfir þessum hugmyndum dóms- og kirkjumálaráðherra.

Það er hægt að lesa meira um atburðina sem áttu sér stað á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949 á Wikipediu og svo skrifaði Anna K. Kristjánsdóttir bloggvinkona mín pistil í tilefni dagsins fyrir réttu ári.


Sverrir Hermannsson er snillingur

456015A Og þá er ég auðvitað að tala um Sverri Hermannsson smíðameistara og safnara á Akureyri. Gísli Sigurgeirsson á heiður skilinn fyrir að gera heimildarmynd um þennan áttræða gæðamann sem hefur frá svo mörgu að segja og á óteljandi þakkir skildar fyrir að endurbyggja fjölmörg gömul hús á Akureyri og í Eyjafirði. Safn Sverris sem heitir því skemmtilega en fullkomlega viðeigandi nafni: Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafirði er einnig merkilegt og frábært framtak. Gamalt er gott heitir myndin sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. Í fréttinni á mbl.is og í Mogganum í dag segir:

"Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. „Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völundar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum.

Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Gísli."

Til hamingju með þessa mynd Gísli og Sverrir Hermannsson þúsundþjalasmiður og safnari í bestu merkinu þess orðs. 


mbl.is „Henti aldrei neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum Birni Bjarnasyni upp

Er ekki kominn tími til að segja nokkrum ráðherrum upp störfum úr því þeir geta ekki séð sóma sinn í því að gera það sjálfir. Það er fyrir löngu kominn tími til að Björn Bjarnason segi sjálfum sér upp, segi af sér og Árni nokkur Matt ætti að fara aftur að stunda dýralækningar í stað þess að hrella þjóðina sem slappasti fjármálaráðherra í manna minnum. Geir H. Haarde er næstur á listanum því hann veldur augljóslega ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Gallinn er bara sá að hann fattar það ekki sjálfur og því þarf að benda honum á það. Ég geri það hér með og vona að fleiri bendi honum á þessa staðreynd. Ég var næstum búinn að gleyma Guðlaugi Þór því þrátt fyrir stuttan ráðherraferil hefur hann verið afleitur. Einkavæðingarbrölt hans mun kalla yfir þjóðina eintóm vandræði með meiri misskiptingu og rugli. Ingibjörg Sólrún hefur verið afleitur utanríkisráðherra, sleikjandi upp ráðamenn annarra þjóða eins og Kína allt til að komast í eitthvert öryggisráð til að fá að greiða atkvæði eins og ráðamenn í BNA segja henni að gera. Auk þess kemur frá henni "varnarmálafrumvarp" sem festir okkur enn frekar í NATO og hernaðarmaskínu BNA með tilheyrandi útgjöldum. Aðrir ráðherrar hafa staðið sig aðeins skár en í samanburði við hvað? Jú, fullkomlega vanhæfa ráðherra og það geta nú varla talist frábær meðmæli.

Í framhaldinu ætti ríkisstjórnin öll að segja af sér. Best væri að efna til kosninga og kjósa upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið við síðustu kosningar!


mbl.is Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt frá fundarsköpum til mótmæla

stjmskhbsweb

Ung vinstri græn eru flott. Ég leit við hjá þeim hér á Akureyri á hörkufundi þar sem mætt voru um 30 manns. Þar var verið að ræða um stefnur og strauma í stjórnmálum og það er gott að það er öflugur hópur ungs fólks sem hefur hugsjónir og er tilbúið að taka þátt í lýðræðinu af krafti. Um þriðjungur af félögum í Vinstrihreyfingunni grænu-framboði er yngri en 30 ára og það sýnir að þetta er ung og kröftug hreyfing sem á framtíðina fyrir sér. Það er heldur engin tilviljun að ungt fólk fylki sé um Vinstri græn en ekki einhvern þreyttu flokkanna. Hjartað slær til vinstri!

Laugardaginn 12.apríl standa  Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu fyrir "Stjórnmálaskóla" í húsakynnum Vinstri grænna í Hamraborg 1-3 í Kópavogi klukkan 11:00. Þar verður margt skemmtilegt og fróðlegt á dagskránni:

Saga og stofnun VG:
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, flytur erindi og leiðir umræður í kjölfarið.
-Hádegishlé:
Hádegisverður í boði UVG fyrir svanga „nemendur“.
-Stefna VG og UVG:
Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og Elías Jón Guðjónsson varaformaður UVG kynna stefnu VG og UVG og leiða í kjölfarið umræður.
-Fundir og mótmæli:
Kristján Ketill Stefánsson og Þórhildur Halla Jónsdóttir fjalla um allt frá fundarsköpum til mótmæla.
-Ungt fólk í stjórnmálum:
Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, segir frá sinni aðkomu og ungs fólks almennt að stjórnmálum.

Um kvöldið verður róttæk, friðsöm, umhverfisvæn og femínísk skemmtun.

Og svo er útgáfufagnaður í kvöld klukkan 21 á Grand Rokk meira um það hér

Áfram UVG! 


Financial Times: Saving Iceland

ft.comÞað er gott að blaðamenn á Financial Times hafa enn húmorinn í lagi. Þetta er afar skemmtileg grein undir fyrirsögninni Saving Iceland sem er í raun nóg til að fá alla álbræðslusinna til að snúa sér við í gröfinni. En ef til vill er eitthvað til í þessum pælingum Robert Shrimsley.

Af öllum þá eru það semsagt þjóðverjar sem fá að innlima Ísland inn í stærra dæmi, (semsagt hægkvæmni stærðarinnar) þeir munu bjarga okkur!: "As part of the deal Germany gets to annex Iceland for the knockdown price of 2 krona a share - giving it an equity value of $250m - and all but wiping out the country's shareholders"

Baldur nokkur Fjönisson birtir greinina í heild sinni hér.


mbl.is Íslandi bjargað!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágúst Þór Árnason fjallar um mynd mannsins á Amtsbókasafninu

 

Áhugverð fyrirlestraröð heldur áfram á Amtsbókasafninu hér á Akureyri í dag.  Ágúst Þór Árnason hjá HA fjallar um "Mynd mannsins í fræðum laga og réttar" Hér er tilkynning frá Félagi áhugafólks um heimspeki, Amtsbókasafninu, Háskólanum á Akureyri og Akureyrarstofu:

Fyrirlestur fimmtudaginn 27. mars
kl. 17.00 á Amtsbókasafninu á Akureyri


Mynd mannsins –
í fræðum laga og réttar


Hugtakið „mynd mannsins” er þverfaglegt fyrirbæri af þeirri einföldu ástæðu að engin ein grein fræða og/eða vísinda getur gefið viðhlítandi mynd af manninum jafnvel þótt henni sé aðeins ætlað að takmarka sýnina við það hvernig maðurinn birtist í viðkomandi grein. Maðurinn í fræðum laga og réttar getur verið í flestum þeim kringumstæðum sem lífið býður upp á. Hann getur verið foreldri, eigandi, bótaþegi, ráðherra, prestur eða dómari. Í erindi sínu veltir Ágúst Þór Árnason því fyrir sér hvort hægt sé að fá einhverja heildarmynd af manninum sem viðfangsefni laga eða hvort myndin sem við getum lesið út úr lagaverkinu verði aldrei annað en lítið brot af þeirri hugmynd sem við höfum flest um fyrirbærið manninn.

Ágúst Þór Árnason er aðjúnkt við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri þar sem hann hóf störf sem verkefnastjóri árið 2002. Hann hefur m.a. unnið að undirbúningi meistaranámsbrautar í heimskautarétti sem hefst næsta haust. Ágúst var gestafræðimaður við Centre for Advanced Study í Ósló 2001-2002. Hann var við doktorsnám við Johann Wolfgang Goethe-Universität, Frankfurt am Main 1998-2001. Fyrrihlutanám í heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði við Die Freie Universität, Berlin 1985-89; seinni hluti (meistaranám) 1989-91 við sama skóla. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands 1994-2001 (náms- og rannsóknarleyfi 1998-2001). Fréttamaður á Ríkisútvarpinu 1991-94. Fréttaritari RÚV í Þýskalandi 1989-1991 og Bylgjunnar 1986-89. Verkefnastjóri á aðalskrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta í Berlín 1983-85 og framkvæmdastjóri Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) á Íslandi 1980-83.


Brandaralistinn

125px-Flag_of_the_Vatican_City.svgÞessi "hagsældar- og stöðugleikalisti" einhvers bresks fyrirtækis er fullkominn brandari. Best er náttúrulega að mesta hagsældin og stöðugleikinn skuli vera í Páfagarði! Það hlýtur að vera bömmer fyrir okkur að vera miklu neðar á listanum en Bretland, voða hægsæld þar í landi síðast þegar ég vissi. Annars eru smáríki áberandi á þessum vinsældalista eins og Gíbraltar og San Marínó sem eru langt fyrir ofan okkur og Samóa, Falklandseyjar, Guam, Anguilla og Montserrat sem lenda aðeins fyrir neðan okkur. Greinilega best að fjölga smáríkjum til að auka hagsæld og stöðugleika.

Já, já og við erum líka hamingjusömust og best í heimi. Það er einhver fyrirsagnahöfundur á mbl.is sem er í stuði með þessa fyrirsögn "Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi".  Þetta er ótrúlega gott.


mbl.is Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur kjarasamninga brostnar - verðbólgan á hraðri uppleið

SjalfstaedisflokkurinnOg þessi ríkisstjórn ætlar bara að horfa á Reykjavík brenna og spila á gítar eða söngla eitthvað á meðan. Þessi efnahagsvandi er heimatilbúinn og sökudólgurinn er stefna Sjálfstæðisflokksins með fjármálaráðherra og forsætisráðherra fremsta í flokki. Árni Matt hvetur að meira segja til þess að hellt sé olíu á eldinn og sullað einu álveri upp í viðbót. En sennilega kýs bara 40% þennan flokk áfram. Af því bara eða til að halda í "stöðugleikann". Og Samfó hjálpar til enda tekið við hlutverki Framsóknarflokksins sem hækjan.
mbl.is Forsendur samninga að bresta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KEA kemur áfram að uppbyggingu á Akureyri

444752A Það eru afar ánægjuleg tíðindi að KEA skuli koma að endurbyggingu á Hafnarstræti 98. KEA er ekki óvant slíkum verkefnum því á síðasta ári var Bögglageymslan endurgerð glæsilega og hýsir nú veitingastaðinn Friðrik V.

Það er gott að það tókst að bjarga götumynd Hafnarstrætis þó að það hefði verið á elleftu stundu. Vonandi tekur endurbyggingin skamman tíma og þá mun fólk sjá að enn ein perlan í miðbæ Akureyrar hefur verið fægð. Vissulega vildi ég frekar sjá íbúðir á efri hæðum hússins því það þarf að fjölga íbúum í miðbænum en það er ljómandi að hafa verslanir og þjónustu á jarðhæðinni. Og vonandi verður aðstaða Vinstri grænna áfram á jarðhæðinni. Til hamingju með þetta.


mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband