Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2008

Heilbrigđisráđherra í djúpum skít

Picture_006_optGuđlaugur Ţór er í alvarlegum vandrćđum. Hann ţóttist rétta út "sáttahönd" sem var frekar blá og ansi seint á ferđinni. Og nú er hann ađ smiđa einhverja neyđaráćtlun í ráđuneytinu sínu sem verđur auđvitađ ekki neitt svar viđ ástandinu. Neyđaráćtlanir eru meira hugsađar fyrir faraldur, kóleru, berkla og ţessháttar en ekki vegna ţess ađ ráđherra vill ekki hćkka lág laun fólks. En ţađ er auđvitađ neyđ ađ hafa Sjálfstćđisflokkinn í heilbrigđisráđuneytinu međ einkavćđingu efst á dagskránni.

140 skurđhjúkrunarfrćđingar og geislafrćđingar eru ađ fara heim í kvöld og koma ekki aftur. Ţađ var ađeins of seint ađ ćtla ađ fresta málunum fyrir Gulla. Hann var frekar lúpulegur í viđtali í fréttum útvarpsins í gćr og gat ekki svarađ neinu ţó ađ fréttmađurinn Arnar Páll hafi spurt hann ítrekađ.
En hvernig vćri bara ađ borga fólkinu mannsćmandi laun. Nei, ţađ kemur auđvitađ ekki til greina ţví ţetta eru ađallega konur sem vinna ţessi störf. Frekar bara ađ fresta málunum ţar til alger upplausn blasir viđ og ástandiđ orđiđ grafalvarlegt. Ţetta er fullkomin vanvirđing viđ starfsfólkiđ og á ekki ađ líđast.

Ţráinn Bertelsson er međ sennilegustu skýringuna á ţessu tómlćti heilbrigđisráđherra, hćgt ađ lesa ţađ hér.

Hjúkrunarfrćđingarnir og geislafrćđingarnir á Landsspítalanum á hinsvegar heiđur skilinn fyrir ađ láta ekki kúga sig.


mbl.is Geislafrćđingar hćtta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stríđ gegn krotinu gerir illt verra

458769A Krotarar eru komnir í stríđ viđ borgaryfirvöld. Lausnin er ekki ađ moka milljónum í ađ ţvo krotiđ af eđa senda lögguna á liđiđ. Ástandiđ hefur bara versnađ eftir ađ Vilhjálmur Ţ. fór í einhverja mislukkađa herferđ gegn veggjakroti. Lausnin er ađ virkja sköpunarţörf unga fólksins og fá ţau til ađ gera myndlist og ţá mun draga úr skemmdaverkum og kroti á eignir annarra. Bođ og bönn í ţessu efni gera bara illt verra eins og viđ höfum fengiđ ađ sjá. Ţađ verđur ađ taka á ţessu kroti međ góđu en ekki illu. Ţá verđur Borgin fallegri og allir ánćgđari.
mbl.is Röktu slóđ krotaranna frá miđborg upp í Hlíđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tempelhofflugvöllurinn í Berlín lagđur niđur

Íhaldsöflin töpuđu í flugvallarkosningunni í Berlín í gćr og tókst ekki ađ fá nógu marga á kjörstađ. Ţađ var samt mikil kosningabarátta í gangi og allt hafđi veriđ lagt undir hjá CDU og Angela Merkel kanslari jafnvel skipt um skođun og vildi allt í einu halda uppá ţennan ţriđja flugvöll Berlínar. Ţađ er áhugaverđ yfirferđ yfir máliđ í Berliner Zeitung sem hćgt er ađ lesa hér. Og umfjöllunin í 24Stundum um helgina var einnig ágćt.

Íbúar Berlínar skiptast í ţessu flugvallarmáli í tvo hópa, austur og vestur. Í okkar hverfi Prenzlauer Berg sem er hluti af Pankow var mikill meirihluti fyrir ţví ađ leggja flugvöllinn niđur en í gamla vesturhlutanum vildu flestir ađ hann yrđi starfrćktur áfram. Vinstriflokkurinn, Grćningjar og Kratar höfđu öll  lagt til ađ Tempelhof verđi lagđur niđur en Kristilegir demókratar og Frjálslyndir vildu halda honum. Ţađ vantađi meira en 70.000 atkvćđi fylgenda flugvallarins til ađ ná upp í tilskilinn 25% fjölda kosningabćrra íbúa, en af ţeim sem kusu vildu samt 60% halda í völlinn. Niđurstađan er sú ađ hann verđur lagđur niđur og Schönefeld völlurinn verđur stćkkađur. Nú lenda bćđi IcelandExpress og Icelandair ţar svo ţetta breytir ekki miklu fyrir okkur.

Sjálf flugvallarbyggingin getur gjarnan orđiđ safn og eitthvađ fleira enda ein stćrsta bygging í Evrópu. Gamli Tempelhof völlurinn verđur ţví vonandi hreinsađur og breytt í íbúđarbyggingar og ásamt nýjum atvinnutćkifćrum međ grćnum áherslum. Viđ höfum nćrtćkt dćmi um flugvallarmál hér á landi sem rétt vćri ađ horfa til í ţessu sambandi. 

Hér eru nokkrir tenglar á fréttir um úrslitin og sögu vallarins:

Tempelhof-Retter gescheitert

Vom Exerzierplatz zur Mutter aller Airports

Das Volk schließt Tempelhof 

"Ein deutliches Signal, das Sicherheit gibt" 

Ein Sieg gegen CDU und Springer 

Volksentscheid zu Flughafen Tempelhof gescheitert 

080427_tempelhof_ddp_2_420x278


mbl.is Tempelhofflugvöllur verđur lagđur af
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ungt fólk tekur afstöđu

 

Ég held samt ađ ţađ vćri sterkari leikur ađ mótmćla viđ stjórnarráđiđ, loka ráđherrabílana inni.

Ung vinstri grćn eru međ nýtt myndband á YouTube ţar sem ţau fjalla um hervćđingu landsins. Mćli međ ađ fólk skođi ţađ.


mbl.is Ungmenni tefja umferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sumardagurinn fyrsti

458345AGleđilegt sumar öll. Heiđskýrt og steikjandi hiti hérna fyrir norđan en veturinn kemur víst aftur um helgina. Viđ Una Móa ćtlum ađ skella okkur í sund međan sólin skín. Frćnkur okkar, systurnar Bjarnheiđur og Líney Halla eiga afmćli í dag eins og gjarnan á ţessum fyrsta sumardegi. Til hamingju međ ţađ!


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđsamleg mótmćli

458291

Ţađ gefur aldrei góđa raun ađ kasta steinum. Ég mćli međ friđsamlegum mótmćlum. Ţađ eru sem betur fer mörg dćmi um ţađ ađ friđsöm mótmćli skili árangri. En ţví miđur eru einnig mörg dćmi um ađ friđsamleg mótmćli eru barin niđur af lögreglu og her. En ţeir sem mótmćla međ friđsömum hćtti standa uppi sem sigurvegarar. Ofbeldi leysir aldrei vandmálin. Borgaraleg óhlýđni er sjálfsögđ og gott er ađ fólk er ađ vakna af dvala og lćtur ekki stjórnvöld vađa alltaf yfir sig. En friđsamleg mótmćli eru líklegri til ađ ná árangri.


mbl.is Lögreglumađur á slysadeild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónleikar til styrktar tónlistarstarfi palestínskra barna

Balata9

Styrktartónleikar sumardaginn fyrsta í Nesskirkju
- Einleikarar: Bryndís Halla Gylfadóttir og Víkingur Heiđar Ólafsson

Tónleikar verđa haldnir sumardaginn fyrsta (fimmtudaginn, 24. apríl) til styrktar tónlistarstarfi palestínskra barna í Balata flóttamannabúđunum, en búđirnar eru ţćr stćrstu á Vesturbakkanum. Einleikarar á tónleikunum verđa Bryndís Halla Gylfadóttir (selló) og Víkingur Heiđar Ólafsson (píanó). Auk ţeirra leikur kvartett skipađur Arngunni Árnadóttur (klarinett), Hákoni Bjarnasyni (píanó), Huldu Jónsdóttur (fiđla) og Karli Jóhanni Bjarnasyni (selló).

Tónleikarnir verđa haldnir í Neskirkju kl. 20 en ađgangseyrir (1500 kr.) mun renna óskiptur til málefnisins.

Ţeim sem vilja styrkja söfnunina frekar er bent á reikningsnúmer 311-13-700826, kt. 280484-3429.

Félagiđ Ísland-Palestína 
www.palestina.is 

mbl.is Forsetafundur á Bessastöđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til lukku útskriftarnemar

457994A Gaman ađ ţessu og verst ađ missa af opnuninni. Ég var annars ađ koma af tveim ljómandi opnunum rétt í ţessu hjá Jóni Laxdal og svo Joris Rademaker í Gilinu og nú er stefnt á Safnasafniđ sem er einmitt ađ opna líka. Á síđu Myndlistarfélagsins er meira um allar ţessar sýningar.
mbl.is Fjölmenni á útskriftarsýningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Myndlist marg borgar sig

Ţađ er alltaf gaman ađ ţví ađ sjá ţegar listaverk eru ađ seljast á uppbođum fyrir met upphćđir. Sýnir okkur enn og aftur ađ ţađ er ţess virđi ađ standa í ţessu:) Mikil verđmćtasköpun í gangi. Sérstaklega ánćgjulegt ađ ţetta á viđ um núlifandi listamenn en ekki bara látna.

Ţađ er líka gaman ađ ţví hvađ hún Sue Tilley, sem er fyrirsćtan á ţessu ljómandi málverki Lucien Freud er ánćgđ međ ţađ og tekur ţessu öllu vel. Hún má líka vera stolt. 

Hér er grein ágćt grein af TimesOnline um máliđ.


mbl.is Sá sjálfa sig á rándýru málverki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylkingin margsaga um skólagjöld í opinberum háskólum

samfoŢađ er heldur betur ađ fjara undan Samfylkingunni. Ađ vísu eru alltaf margar stefnur í gangi í öllum málum ţar á bć en stefna Samfylkingarinnar fyrir síđustu kosningar varđandi skólagjöld í opinberum háskólum var nokkuđ skýr. Ţađ átti ekki ađ taka upp skólagjöld. Ţađ virđist hinsvegar eins og sumir í flokknum ţar á međal formađurinn séu búin ađ gleyma ţessari stefnu.

Ţađ er mjög góđ grein á vef Vinstri grćnna um máliđ í dag undir fyrirsögninni: Fer andstađan viđ skólagjöld sömu leiđ og Fagra Ísland?


Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.