Leita í fréttum mbl.is

Hlynur Hallsson

Ég er myndlistarmaður, kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fimm börn, Huga, Lóu Aðalheiði, Unu Móeiði, Núma og Árna.

Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona frá Bakkagerði og Stuðlum í Reyðarfirði og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri, frá Staðarseli á Langanesi.

Ég lauk stúdentsprófi frá MA 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.

Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leyti um samskipti. Ég var formaður Myndlistarfélagsins 2008-2009 og sat í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) 2007-2010 og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Var formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010. Ég var varaþingmaður Vg 2003-2007 og tók fjórum sinnum sæti á Alþingi.

Netfangið mitt er hlynur(hjá)gmx.net 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.