Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góðar tillögur

ny-vgstjorn

Flott hjá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að koma með almennilegar tillögur í efnahagsmálum því ekki gerir ríkisstjórnin það. Hér má lesa um helstu tillögurnar sem Vinstri græn (ekki "Vinstri grænir" eins og missagt er í fréttinni) koma með:

Tillögur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í efnahagsmálum lúta að styrkingu Seðlabankans, auknum sparnaði, stuðningi við nýsköpun og jöfnunaraðgerðum. Fljótlega verður frumvarpi í þessum anda dreift á Alþingi en helstu tillögurnar eru:

Styrking Seðlabankans, skuldabréfamarkaður og aukinn sparnaður

  • Að styrkja Seðlabanka Íslands með því að auka gjaldeyrisvaraforðann um allt að 80 milljarða og styrkja eigið fé hans til viðbótar um allt að 40 milljarða með innlendu skuldafjárútboði.
  • Að ríkisstjórnin geti boðið út á innlendum markaði sérstök sparnaðarskuldabréf til almennrar sölu að hámarki 2 milljónir króna á hvern einstakling til minnst 5 ára í senn og verði vaxtatekjur undanþegnar fjármagnstekjuskatti.

Bætt fjárhagsstaða sveitarfélaganna og aðgerðir til að draga úr innri ójöfnuði

  • Að bæta fjárhagsstöðu illa settra sveitarfélaga með því að verja til þeirra allt að 5 milljörðum króna gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði einnig endurskoðuð.
  • Að verja allt að 5 milljörðum króna til jöfnunaraðgerða sem beinast einkum að þeim byggðarlögum sem glíma við samdrátt. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum sem skapa konum störf, vinna gegn kynbundnum launamun og kyngreindum búferlaflutningum.

Nýsköpun í atvinnumálum og frestun stóriðjuframkvæmda

  • Að verja allt að einum milljarði króna til Nýsköpunarsjóðs, einum milljarði til Tækniþróunarsjóðs, allt að 500 milljónum til atvinnuþróunarfélaga, allt að 250 milljónum til aukins markaðsstarfs á sviði ferðamála og allt að 250 milljónum til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða.
  • Að stöðva um sinn og stjórna síðan tímasetningu stóriðju- og stórframkvæmda með því að kaupa rannsóknarniðurstöður og greiða fyrirtækjum útlagðan undirbúningskostnað. Einnig verði heimilt að stöðva leyfisveitingar innan tilgreindra tímamarka sé það nauðsynlegt til að ná efnahagslegum stöðugleika og varðveita hann. Aðgerðir á svið umhverfismála fái 200 m.kr viðbótarfjármagn.

Þjóðhagsráð og efling fjármálaeftirlitsins

  • Að setja á stofn sérstakt Þjóðhagsráð, skipað fulltrúum þingflokka og hagsmunaaðila, sem veitir stjórnvöldum ráðgjöf, metur framvindu og horfur í þjóðarbúskapnum og gefur mánaðarlega álit um stöðu mála. Þjóðhagsráð skoði hvort ástæða sé til að endurreisa Þjóðhagsstofnun eða hliðstæðri fagstofnun og hvernig styrkur lífeyrissjóðanna megi best nýtast innan hagkerfisins, t.d. í samhengi við framtíðarskipan húsnæðismála, þó þannig að lífeyrissparnaður landsmanna sé ætíð tryggður eins og best er mögulegt.
  • Að verja allt að 100 milljónum króna til að efla starfsemi Fjármálaeftirlitsins, einkum á sviði áhættugreiningar og áhættuprófana fjármálafyrirtækja.

mbl.is VG vilja styrkja Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækir indverjar... eða ríkir

450309AÉg gef nú ekki mikið fyrir þennan lista yfir einhverja milljarðamæringa. Vona bara að þeir séu ekki mjög óhamingjusamir eða hræddir um aurana sína. En margur verður jú af aurunum api hvað þá af milljörðum. Þeir ríkustu verða ríkari og þeir fátæku fátækari.

Það er annars merkilegt að í löndum þar sem þjóðartekjur eru ekki tiltakanlega háar og almenningur hefur það skítt séu hellingur af gaurum sem vita ekki aura sinna tal. Hvernig væri nú að vera aðeins gjafmildari og hjálpa meðbræðrum og systrum sínum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar? Og það sem verra er: eiga ekki möguleika á að afla sér matar. Bill gamli Gates hefur að vísu stofnað sjóð ásamt eiginkonu sinni sem gefur til góðra málefna og er því í dýrlingatölu hjá sumum. Heimurinn væri samt skárri ef þessu auðæfum skiptust með réttlátari hætti á milli fólks.

Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, tilheyri sennilega þeim hópi sem hefur það hvað best í heiminum, svona miðað við allt. Í raun hefur maður það allt of gott. Best að fara og gefa í gott málefni.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush tekinn fastur fyrir stríðsglæpi

450578A Ansi líst mér vel á þessa kjósendur bæjunum Brattleboro og Marlboro í Vermont. Að gefa út handtökuskipun á hendur þeim félögum George W. Bush, forseta og varaforsetanum Dick Cheney á þeim forsendum að þeir hafi brotið gegn stjórnarskrá landsins. Nú er bara að vona að Dick og George mæti á staðinn og verði þá um leið settir í steininn og dregnir fyrir rétt. Það er löngu kominn tími til.
mbl.is Gefa út handtökuskipun á Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðbað í Palestínu - heimildarmynd í Alþjóðahúsinu

goalFramferði Ísraelshers í Palestínu er óhugnanlegt. Búið að drepa yfir hundrað manns, marga saklausa borgara, síðustu daga.

Ég vek athygli á sýningu félagsins Ísland-Palestína á heimildarmyndinni Goal Dreams - A Team Like No Other þriðjudagskvöld 4. mars klukkan 20 í Alþjóðahúsinu:

"Hvernig getur fótboltalið, sem hefur ekki viðurkennt heimaland, engan stað til að þjálfa á og býr við hörmulegar aðstæður, keppt í knattspyrnu á alþjóðavettvangi? Félagið Ísland-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu. Að þessu sinni verður á boðstólum heimildarmyndin 'Goal Dreams - A Team Like No Other'.

Í myndinni er fylgst með landsliði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið (World Cup) í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. The Palestinian Football Association (PFA) var stofnað árið 1928 og er eitt elsta knattspyrnusamband í Arabaheiminum. Eftir að Alþjóðknattspyrnusambandið FIFA viðurkenndi PFA árið 1998 hefur Palestínska liðið hækkað um 70 sæti á styrkleikalista sambandsins.

Hernám Palestínu hefur þó haft sín áhrif á landsliðið og liðsmenn þess. Í lok síðasta árs urðu möguleikar Palestínu um að komast á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku árið 2010 að engu þegar hernámsyfirvöld neituðu landsliðsönnunum um leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum og Gaza til að leika í undankeppni mótsins í Singapore. Síðan heimildarmyndin var gerð hefur einn liðsmaður liðsins fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna á meðan hús annars hefur verið lagt í rúst."

---------------------------------------------------------
Goal Dreams - A Team Like No Other (86 min)
Þriðjudagurinn 4. mars, klukkan 20.00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis!

---------------------------------------------------------
Vefsíða: http://www.goaldreams.com/
Um Palestínska landsliðið: http://en.wikipedia.org/wiki/Palestine_national_football_team
--------------------------------------------------------- 
mbl.is Ísraelar yfirgefa Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntasmiðjunni úthýst

46656c9813b91Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segja að það sé engin einkavæðingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavæðingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigðismálum. Sennilega er þetta "stefnulaus" einkavæðing en hún er komin með allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstæður rekstur". 

Í fréttum í gær var sagt frá því að það á að "bjóða út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Þetta er einkavæðing. Og nú er það Menntasmiðjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Það hefur verið unnið frábært starf með Menntasmiðju kvenna og einnig Menntasmiðju unga fólksins en það er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bæjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagði í umræðum um málið að það þyrfti að fjölga úrræðum fyrir ungt fólk sem hefði dottið úr námi og vinnu. Þetta er hárrétt, en er þá ekki einkennilegt að ætla að fækka þeim?

Fyrir réttri viku skrifaði ég um niðurskurð bæjarins á fyrirfram ákveðnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Þar sá bærinn að sér og samdi um málið eftir að það var komið í fjölmiðla. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn einnig að sér í þessu máli og eflir starfsemi Menntasmiðjunnar í stað þess að úthýsa henni.


mbl.is Menntasmiðjan slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislæg mistök

Það er einkennilegt að hinn "umhverfisverndarsinnaði" borgarstjóri sé nú að dusta svifrykið af einhverjum tillögum um "mislæg" gatnamót á þessu horni í höfuðborginni. Vandamálið er að það eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er það hagstæðara að taka strætó eða metró (neðanjarðarlestir) en bílinn á álagstímum og þannig ætti það einnig að vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strætó og fólk mun flykkjast í hann því þá verður fólk fljótara í förum en að sitja í umferðarteppu. Eða viljum við enda í einhverri amerískri bílaborg með mislægum gatnamótum á sjö hæðum?

Ég styð íbúasamtökin heilshugar og óskandi væri að borgarstjórinn gerði það líka.


mbl.is Vilja umferðarmengunina í göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung vinstri græn á Akureyri

D4430BF7EDA0

Á laugardaginn halda Ung Vinstri Græn stjórnmálaskóla fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni. Sérstakt erindi heldur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Allir eru velkomnir.

Tími: 11-15, laugardaginn 1. mars.

Staður: Hótel KEA

Dagskrá:
Saga og stofnun VG: Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Hádegishlé frá 12 til 13 með pítsum í boði UVG fyrir svanga fundarmenn
Stefna VG og UVG: Finnur Dellsén og Huginn Freyr Þorsteinsson
Fundir og mótmæli: Auður Lilja Erlingsdóttir og Þórhildur Halla Jónsdóttir
Ungt fólk í pólitík: Birna Pétursdóttir og Jan Eric Jessen


Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna “Úr formsmiðju” á Karólínu Restaurant

jón.laxdal

Jón Laxdal Halldórsson

Úr formsmiðju

01.03.2008 - 05.09.2008     

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
 

Karólína Restaurant // www.karolina.is 

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755 

 

ÚR FORMSMIÐJU

Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.

Allir hjartanlega velkomnir

Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.

Laugardaginn 1. mars  klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


Eitthvað að rofa til í BNA

453355AÞað er greinilega smá von um að æðstu menn í BNA séu að átta sig á loftslagsmálunum. Tilbúnir í bindandi markmið og hvað eina. Það er full ástæða til að fagna þessari stefnubreytingu. En ástæðan er auðvitað ekki langt undan eins og segir í fréttinni: "Fréttaskýrendur telja ljóst að ríkisstjórn George W. Bush vilji að öflug þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilía skrifi undir einhverskonar bindandi samkomulag."

Gott að BNA ætlar ekki að vera síðasta landið sem viðurkennir að það stefnir í óefni hvað varðar mengun andrúmsloftsins.


mbl.is Bindandi markmið samþykkt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

No Country For Old Men er ansi góð

Maður hefur í gegnum tíðina ekki alltaf verið sammála þessari Kvikmyndaakademíu en það er greinilega eitthvað að birta til (annaðhvort hjá mér eða akademíugenginu:)

Það er líka einhver Evrópustemning í Hollywood þessi misserin. En ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér á No Country For Old Men ef fólk er ekki búið að sjá hana. Það voru sex í bíó þegar ég fór í síðustu viku!

Þessi setning úr frétt mbl.is finnst mér samt best: "Efhan og Joel Coen þökkuðu bandaríska kvikmyndaiðnaðinum fyrir að leyfa sér að ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgræðingur í Hollywood þrátt fyrir að eiga að baki farsælan feril á Spáni, þakkaði bræðrunum fyrir að vera nógu brjálaðir til að veita sér hlutverkið."

Talandi um brjálæði. 


mbl.is Coen bræður sigursælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.