Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.12.2006 | 00:20
Samfylkingin með 8% en Vinstri græn 30%

Nú hafa 143 svarað þessar frábæru skoðanakönnun á síðunni minni. Það er auðvitað ekki stórt hlutfall þjóðarinnar og sennilega ekki alveg marktækt úrtak. En spurningin er einföld: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor? Og staðan núna er þannig:
Framsókn 13%
Sjálfstæðisflokkur 40%
Frjálslyndir 2%
Samfylkingin 8%
Vinstri græn 30%
Annað 0%
Skila auðu 2%
Vita ekki enn 5%
Furðulega margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast semsagt skoða bloggið mitt og svara en einkennilega fáir kjósendur Samfylkingarinnar. Það kemur svo sennilega ekki á óvart að Vinstri græn eru með heil 30% í þessari vísindalegu könnun. Hún fær að vera nokkrar daga í viðbót og af því að allir hafa svo gaman að svona könnunum þá bæti ég einni við og hvet alla til að taka þátt í henni. Spurningin er: Á að stækka og byggja fleiri álver á Íslandi? Svarmöguleikarnir eru svo hérna uppi í horninu. Hún fær að vera í mánuð eða fram í janúar 2007.
![]() |
Þingfundum á Alþingi frestað til 15. janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2006 | 11:48
Hvað sögðu þingmenn stjórnarflokkanna?
Þuríður Backman á heiður skilinn fyrir að taka málefni Palestínu upp við upphaf þingfundar í dag. Í þessari stuttu frétt á mbl.is segir: "Hvatt var til þess á Alþingi í morgun, að íslensk stjórnvöld leggi Palestínumönnum lið. Þuríður Backman, þingmaður VG, hóf máls á þessu í upphafi þingfundar og vísaði til þess, að hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna hefðu sent út neyðarkall og beðið þjóðir heims um jafnvirði 30 milljarða króna vegna matarskorts og fátæktar á heimastjórnarsvæðunum.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir orð Þuríðar og sögðu að það væri viðeigandi á síðasta fundi Alþingis fyrir jól að stjórnvöld veittu málstað Palestínumanna stuðning."
Fyrst hélt ég að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu alls ekki tekið til máls í þessari umræðu. Ég skoðaði umræðurnar á althingi.is en þar eru ræðurnar ekki enn komnar inn en þó sést að tveir þingmenn framsóknar og einn sjálfstæðismaður hafa tekið til máls. En af frétt mbl.is að dæma tóku þau ekki undir málflutning Þuríðar um stuðning við íbúa í Palestínu heldur voru þau að tala um Sundabraut! Ríkisstjórnin ætti að taka sig til og hlýða kalli hjálparstofnanna Sameinuðu þjóðanna og senda 50 milljónir til íbúa Palestínu nú strax fyrir jólin.
![]() |
Hvatt til stuðnings við Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 13:58
Snilldarlegt Hrútaspil
Þetta hrútaspil er algjör snilld. Ég mæli með þessu spili og það er jólagjöfin í ár (ásamt ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eftir Óttar Martin Norðfjörð) Hérna er smá lýsing af heimasíðunni: "Hrútaspilið byggist á því að keppa um eiginleika íslenska hrútsins. Á hverju spili er mynd af hrút, nafn hans og ýmsar upplýsingar sem varða útlit, líkamsburði og aðra eiginleika hans. Hverjum þykir sinn fugl fagur og það á líka við um hrúta, en þeir geta verið hyrndir, kollóttir, stuttfættir, langir, gulir, kubbslaga, með útstæð horn og svona mætti lengi telja." Ódýrt og gott spil og þeir Stefán Pétur og Sverrir eiga heiður skilinn fyrir að koma þessu ljómandi spili á markað. Til hamingju með það!
![]() |
Spil um hrúta á leið í verslanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2006 | 15:51
Kristján Þór á þreföldum launum
Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Var það semsagt Samfylkingin sem sagði bæjarstjóranum upp? En nú er Kristján Þór ekkert að hætta, hann verður forseti bæjarstjórnar. Verður hann þá á tvöföldum launum? Og svo verður hann væntanlega þingmaður eftir þann 12. maí í vor og þá einnig á þingmannslaunum. Verður hann þá á þreföldum launum í maí og júni. Er þetta ekki einum of... eða jafnvel tveimur of.... eða bara þremur of? Talandi um löglegt en siðlaust.
![]() |
Kristján Þór þiggur biðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2006 | 12:09
Frábær fjárlög
Þessi kosningafjárlög stjórnarflokkanna sem betur fer verða að öllum líkindum þau síðustu eru alveg dásamleg. Mikill velferðarpakki þar á ferð í pakkaflóðinu fyrir jólin. Ég er nú þegar næstum búinn að fyrirgefa dé- og bélista allt.
Það er til dæmis alltaf gott að hækka barnabæturnar sem búið var að skerða fyrir mörgum árum. Framsókn og íhaldi verður þakkað sérstaklega fyrir að skera fyrst niður og taka af fólki en skila svo hluta af því rétt fyrir kosningar og þykjast vera góðu gæjarnir.
Það á líka að bæta kjör aldraðra þó að tillögur stjórnarandstöðunnar um aukinn stuðning þeim til handa hafi verið felldar! Skattalækkanir sem koma þeim best sem hafa það ágætt eru einnig frábærar. Og þó að láglaunafólk kvarti þá tekur því ekki að hlusta á svoleiðis nöldur. Gaman að því að forskeytið "stór-" í sambandinu "stórhækkað og stóraukið" virðist vera á topp tíu yfir uppáhalds forskeyti hjá stórmenninu Birki Jóni. Og lækka skuldir..., bíðum nú við, var ekki verið að taka stærsta lán íslandsögunnar um daginn.
Gott að stjórnin fái samt að kveðja með svona góðverkum.
![]() |
Fjárlög samþykkt með rúmlega 9 milljarða afgangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2006 | 14:44
Bilaður bor undir Þrælahálsi
Dálítið sorglegt að allir boðsgestirnir sem ætluðu að skála á kampavíni undir Þrælahálsi þurftu frá að hverfa eftir þriggja tíma bið. Borinn bilaði. Það rigndi víst ótæpilega ofan í hálsmálið á gestunum í míglekum göngunum. Líka dálítið sorglegt. En nú er þessi risbor búnn að hjakka sig í gegnum síðasta meterinn en þá voru gestirnir farnir heim. Pínu sorglegt. Þrælalháls hefur hlotið alveg nýja merkingu og það er eins og menn hafi verið forspáir þegar nafn var fundið á staðinn. Einhvernveginn sorglegt líka. Eins og öll þessi Kárahnjúkavirkjun. Bara sorgleg.
![]() |
Borað í gegn um aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2006 | 13:40
Berlingske sýknað - Dönsk stjórnvöld fá á baukinn
Það eru góðar fréttir frá danaveldi að aðalritstjóri og tveir blaðamenn blaðsins Berlingske Tidende voru sýknaðir af ákæru vegna skrifa blaðsins um skýrslur öryggisþjónustu danska hersins. Skýrslunum var lekið til blaðsins og fréttir upp úr þeim þóttu grafa undan stefnu danskra stjórnvalda um þátttöku í Íraksstríðinu.
Í fréttinni á mbl.is segir: "Í skýrslunni, sem skrifuð var áður en innrásin í Írak hófst 2003, komst Grevil (leyniþjónustumaður) að þeirri niðurstöðu að engin gereyðingarvopn væru í Írak. Grevil var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa lekið upplýsingunum til blaðamannanna.
Í niðurstöðu dómsins í dag segir, að hagsmunir almennings, að fá upplýsingar um málið hafi vegið þyngra en hagsmunir stjórnvalda."
Það er því ljóst að dönsk stjórnvöld lugu að fólki og þau vissu vel að það voru engin gjöreyðingavopn í Írak. Það sama má segja um íslensk stjórnvöld. Upplýsingarnar lágu fyrir löngu fyrir innrásina. Dönsk stjórnvöld reyndu svo að fá blaðamenn dæmda fyrir að segja sannleikann. En nú hafa þau sem betur fer fengið á baukinn.
Nánar um þessa frétt "Sigur fyrir lýðræðið" á vefsíðu Berlingske Tidende.
![]() |
Berlingske Tidende sýknað af ákæru vegna Íraksfrétta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 23:42
Paul F. Nikolov talar íslensku
Það hefur verið mikil umræða um það í bloggheimum að einn af hinum glæsilegu sigurvegurum í forvali Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðnu, Paul F. Nikolov, tali ekki íslensku. Og að það sé voða bömmer að hafa þingmann sem tali ekki íslensku. Þessi orðrómur er ef til vill kominn frá Össuri Skarphéðinssyni þar sem hann er eitthvað að leggja úf af forvalinu á heimasíðunni sinni. Þetta er hinsvegar á misskilningi byggt því Paul talar ágæta íslensku. Hann velur hinsvegar gjarnan að tala ensku enda er hann þar á heimavelli. Ég fagnaði einmitt framboði Pauls á blogginu mínu í október. Guðmundur Magnússon byggir hinsvegar á þessum misskilningi pistli á blogginu sínu og er búinn að gera vísindalega leit að því hvort að einhverjar reglur eða lög segja til um hvort maður verði endilega að tala Íslensku á Alþingi og hann hefur fundið út að svo er ekki. Ég hvet alla til að skoða síðuna hans Pauls því það eru ljómandi pistlar, skrifaðir hvorutveggja á íslensku og ensku og það er til fyrirmyndar.
![]() |
Öflugur hópur að koma fram á sjónarsviðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2006 | 22:50
Spennandi forval - Ungt fólk áberandi
Það er frábært hversu vel hefur gengið með forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Ég bloggaði einmitt um hversu margt frambærilegt fólk ákvað að gefa kost á sér og nú eru fyrstu tölur komnar og þetta lítur vel út. Ármann Jakobsson skrifar ljómandi pistil í Fréttablaðið í dag um "það sem átti ekki að vera hægt" og það er hægt að lesa hann á vísi. Ármann segir meðal annars: "Litprentuðu bæklingarnir hafa fengið frí. Vissulega hefur fólk reynt að vekja athygli á sér og sínum málum, en ekki með fjáraustri eins og tíðkaðist meðal annarra flokka. Samt var engum beinlínis bannað að auglýsa; frambjóðendur gerðu einfaldlega með sér heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki." Ég mæli með því að fólk lesi þenna pistil.
Það er ljóst að nýtt og ungt fólk verður ofarlega á listunum þremur og það er afar jákvætt. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er til dæmis að fá glæsilega kosningu í annað sætið sem er öruggt þingsæti samkvæmt nýustu Gallupkönnuninni. Þetta er frábært.
![]() |
Ögmundur með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2006 | 09:18
Ríkisstjórnin kolfallin - Margréti sagt upp
Það athyglisverðasta við nýja könnun Gallup á fylgi flokkanna er hrun Sjálfstæðisflokksins og fylgisaukning Frjálslyndra. En niðurstaðan er sú að þessi ríkisstjórn er kolfallin. Það er spurning hvort það sé Árna Johnsen að þakka að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur eða hvort þjóðernissinnar innan flokksins halla sér til Frjálslyndra. Annars bendir allt til þess að ólgan innan raða Frjálslyndra eigi eftir að halda áfram samkvæmt nýustu fréttum af uppsögn Margrétar Sverrisdóttur. Ríkisútvarpið er með betri fréttir af þessari könnun. Það er ánægjulegt að fylgi Vinstri grænna virðist vera nokkuð stöðugt um 20%.
![]() |
Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?