Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.4.2008 | 09:45
Spekin kemur einnig að utan
Hér er ef til vill komin skýringin á því af hverju ráðherraliðið er allt í útlöndum. Allir að safna pening enda ekkert að gera á hinu strjálbýla Íslandi lengur. Fréttin af vísi.is af utanríkisráðherranum okkar smellpassar inn í það hvernig þar á bæ eigi að bjarga málunum:
"Segir bankana geta reiknað með stuðningi ríkisvaldsins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra slær því föstu í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að allir bankar landsins geti reiknað með stuðning frá ríkisvaldinu ef þeir lenda í vandræðum.
Hún er tilbúin til þess að styðja þá beint með framlögum úr ríkissjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvarasjóð landsins.
Á sama tíma hafnar hún því að bankarnir muni komast í þrot áður en að lausafjárkreppunni á alþjóðamarkaðinum lýkur. Ingibjörg segir að stjórnvöld muni ekki láta það líðast að bankarnir verði gjaldþrota eins og staðan er í dag."
Semsagt, einkavæða gróðann og þjóðnýta svo tapið! Ekki alveg það sem okkur vantaði núna.
![]() |
Auðurinn kemur að utan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 00:10
Stórfurðuleg samlíking hjá Bandaríkjastjórn
Samlíkingin: Nürnbergréttarhöldin og réttarhöldin vegna hryðjuverkanna 11. september er meira en lítið einkennileg. Árásin á Tvíburaturnana er þannig óbeint sett á sama stað og helför nasista gegn gyðingum og öllum andstæðingum nasista, þar sem sex milljónir voru drepnar á viðbjóðslegan hátt.
Í plagginu sem sent var til bandarískra sendiráða segir, að dauðarefsing fyrir gróf brot á lögum um hernað sé viðurkennd á alþjóðavettvangi.
Þetta er bull frá Pentagon sem dugar ef til vill í Fox fréttum í BNA en allir aðrir vita að er lygi.
Þó er umfangi þessara glæpa ekki líkt saman, en öll tvímæli tekin af um að Bandaríkjastjórn líti á Nürnbergréttarhöldin sem sögulegt fordæmi fyrir því að krefjast dauðadóms fyrir Guantanamoföngunum.!
Bandaríkjastjórn með sitt Pentagon og CIA upplýsir sig enn og aftur sem óhugnanlega hræsnara og glæpamenn. Réttast væri að draga George Bush fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Þar sleppur hann þó við dauðarefsingu.
Pentagon viðurkennir að beita pyntingum til að ná fram játningu í Guantanomo. Þessi sýndarréttarhöld sem nú eiga að fara fram yfir sex mönnum sem ef til vill voru eitthvað viðrinir árásirnar á tvíburaturnana eru út í hött. Hefndarþorsta Haukanna í BNA eru engin takmörk sett og þeir beita öllum aðferðum, glæpum, lygum, blekkingum og pyntingum.
Bandaríkjastjórn í hefndarhug svertir minningu fólksins sem lét lífið þann 11. september 2001 og einnig minningu sex milljóna gyðinga, homma, vinstrisinna og allra sem voru drepnir á valdatíma nasista.
Nürnbergréttarhöldin voru stórgölluð og þessi svokölluðu "réttarhöld" yfir föngunum í Guantanamo eru enn verri. Þar gæti ef til vill samlíkingin átt við.
Meira á AmnestyUSA.org
![]() |
Líkt við Nürnbergréttarhöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2008 | 12:11
Bankarnir finna leið til að smyrja á annað
Íslensku bankarnir sem hafa verið duglegir við að innheimta seðilgjöld, þjónustugjöld og aukagjöld ýmiskonar verða sennilega fljótir að finna leið til að smyrja á eitthvað annað svo neytendur þurfa alltaf að borga brúsann á endanum. Gamli allaballinn hann Björgvin viðskiptaráðherra fær samt prik fyrir að beita sér í þessu máli, já og banna seðilgjöldin illræmdu. Þetta uppgreiðslugjald er einnig glæpsamlegt og samkeppnishamlandi.
Íslenskir neytendur eru með þeim slöppustu í heimi og kominn tími til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað í málunum, hættum að kaupa drasl sem verið er að okra á og skiptum um banka þegar okkur er nóg boðið. Ég fagna því til dæmis að þýskur sparisjóðabanki ætlar að bjóða upp á lán með lægri vöxtum hér á landi.
Það þarf að efla neytendavitund og stórefla neytendasamtökin svo þau virki hér eins og í öðrum löndum. Gott ef Björgvin Sigurðsson ætlar að fara í það.
![]() |
Seðilgjöld heyri sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.11.2007 | 10:56
Til hamingju með afmælið Trabbi
Skemmtileg frétt af 50 ára afmæli Trabants á mbl. Eiginlega hélt ég að hann væri enn eldri! Þetta er auðvitað orðinn nostalgíu bíll fyrir löngu. Hugi, elsti sonur okkar á einmitt svona lítinn Trabba og búinn að eiga í 15 ár. Lóa Aðalheiður lék sér mikið með bílinn og sennilega á Una Móeiður einnig eftir að gera það. Það er DDR merki á hurðunum á honum og búið að strika yfir D og R þannig að annað D-ið stendur eftir fyrir sameinað Þýskaland. Ég kom nokkrum sinnum til Zwickau til að taka þátt i myndlistarsýningu og þar var nú ástandið frekar dapurt og heilu hverfin hálf yfirgefin. En ef Herpa leikfangaframleiðandinn ætlar að fara að framleiða Trabant í fullri stærð ættu þau auðvitað að gera það í Zwickau og hafa bílinn aðeins umhverfisvænni, ekki kannski upptrekktan eins og þennan sem Hugi á heldur bara rafmagnsbíl eða hjólabíl!
Magga systir átti líka Trabant station sællar minningar. Trabant var auglýstur hér á landi með hinu frábæra slagorði: Skynsemin ræður! Svo er líka frábær íslensk hljómsveit sem tók upp nafnið góða og hér eru nokkrir skemmtilegir tenglar á Trabanta.
Trabant á Wikipedia
Saga Trabants
Hljómsveitin Trabant
Um trabantverksmiðjuna Sachsenring
Nýr Herpa Trabbi
![]() |
Trabant á stórafmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.10.2007 | 10:29
Lífrænt: Hollara og betra á bragðið
Það er fullkomlega rökrétt að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti. Það eru ekki notuð eiturefni við framleiðsluna, tilbúinn áburður og þessháttar. Þessar niðurstöður eru samkvæmt umfangsmikilli rannsókn sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Mbl.is hefur þetta eftir BBC. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum. "Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað." Vonandi verður þetta til þess að enn meiri áhersla verði lögð á lífræna ræktun í framtíðinni.
Það skiptir einnig miklu máli að ávextir og grænmeti sem er ræktað á lífrænan hátt er miklu betra á bragðið en hefðbundið dót. Gulræturnar frá Akurseli er til dæmis lostæti og ekkert svo mikið dýrari en aðrar gulrætur og þegar maður hefur smakkað þessar lífrænt ræktuðu gulrætur vill maður helst ekki aðrar. Það sama gildir um jógúrt frá Biobú. Dollan kostar bara 62 krónur í Bónus og þetta jógúrt er bara miklu betra en jógúrtið frá MS.
![]() |
Lífrænt ræktað grænmeti er hollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
24.9.2007 | 22:40
Fjölskyldumót á Akureyri
Það hefur verið mikið fjör síðustu daga. Systkinin öll saman komin nema Sigurbjörn sem komst ekki frá Danmörku en frá Svíþjóð, Þýskalandi og úr Höfuðborginni eru allir mættir. Hugi var með myndasýningu og tók auk þess fjölskyldumyndir og Lóa Aðalheiður bloggaði um matarboðið í gær.
16.7.2007 | 00:14
Almannahagsmunir Snorrabrautar?
Þetta lögreglumál fer að verða dálítið vandræðalegt og yfirlýsing lögreglunnar er ekki beint til þess að auka álit manns á þessum aðgerðum lögreglunnar. "Arinbjörn Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa boðið mótmælendum frá aðgerðarsamtökunum Saving Iceland að ganga heldur niður Laugarveg, þar sem Snorrabraut er ein stofnbrauta neyðarliðs og lögreglu í borginni. Varðstjórinn segir mótmælendur hafa hafnað boði lögreglunnar, því þeim var ekki heimilt keyra bíl með kerru, sem mótmælendur stóðu upp á. Þá stóðu nokkrir uppi á bílnum sjálfum.
Þegar lögregla reyndi að ná tali af ökumanni bílsins læsti hann að sér. Það var þá sem lögregla greip til aðgerða sem leiddi til handtöku fjögurra mótmælenda."
Eins og bent hefur verið á þá var ekki neitt neyðarástand á Snorrabrautinni enda fjórföld gata og eflaust mikilvæg stofnbraut á laugardagseftirmiðdegi.
Þetta lítur því miður þannig út fyrir mér að lögreglan hafi flippað út þegar maðurinn vildi ekki opna bílinn sinn og lögreglumaðurinn braut þá rúðuna og tók lyklana úr og handtók svo fjóra! Ég vil bera virðingu fyrir lögreglunni og veit að þar þarf oft að vinna erfið störf og upp til hópa eru lögreglumenn besta fólk sem vinnur oft erfiða vinnu en auðvitað eru alltaf svartir sauðir innan um eins og allstaðar. Þetta finnst mér samt best: "Þá segir lögreglumaðurinn að fólkið hafi greinilega verið viðbúið handtöku, þar sem það hafði skrifað símanúmer lögfræðings hópsins á handlegginn. Slíkt þekki lögreglan frá mótmælum á Austfjörðum fyrir ári síðan." Var það þar með réttlætanlegt að handtaka fólkið. Hvað er verið að gefa í skyn hér? Wolfgang nokkur Schauble ráðherra hér í Þýskalandi vill gjarnan að hægt verði að handtaka grunsamlegt fólk "áður en" það fremur "hryðjuverk". Kristilegir demókratar skilja ekkert í því að fulltrúar allra annarra flokka hafa gert athugasemdir við þessar fyrirætlanir! Hér erum við að tala um eftirlitsríkið og lögregluríkið eins og við viljum ekki hafa það. Auðvitað á að fara að lögum en lögin eiga líka að vera réttlát en ekki út í hött.
![]() |
Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.2.2007 | 17:37
Fjölbreytni og skapandi starf

Fullt var út úr dyrum á málþingi um nýsköpun í atvinnumálum sem haldið var í tengslum við Landsfundinn á Grand Hóteli áðan. Þetta var frábært málþing og frummælendur eru svo sannarlega á sömu línu og Vinstri græn að mörgu leiti. Hér er frétt af vg.is
"Málþingið bar yfirskriftina Ótæmandi möguleikar: Íslenskt atvinnulíf á tímamótum. Frummælendur koma úr ýmsum áttum, Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík í Árneshreppi, fjallaði um úrræðaleysi stjórnvalda í byggðamálum og samgöngumálum. Eva kallaði eftir stuðningi við atvinnurekstur á landsbyggðinni í stað stöðugrar mismununar og lýsti því hvernig mismunandi aðgengi að fjármagni getur hamlað skapandi uppbyggingu atvinnu í dreifðari byggðum landsins. Guðbjörg Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Fylgifiska, lýsti því hvernig hún fann sig knúna til að bregðast við og blása til sóknar fyrir íslenska fiskvinnslu með það að markmiði að halda virðisaukanum af fiskvinnslunni í landinu. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku og formaður stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja, byrjaði á að lýsa frumkvöðlum sem skrítnum skrúfum sem eiga það sameiginlegt að elta drauma sína í allar mögulegar og ómögulegar áttir. Hann sagði áríðandi að styðja við sprotafyrirtækin og efla fjárfestingu samfélagsins í þeim í því skyni að tryggja rekstur þeirra fyrstu rekstrarárin áður en almennir fjárfestar, með óþolinmóðara fjármagn, koma að þeim. Svanborg R. Jónsdóttir, sérfræðingur í nýsköpunarfræðslu, fjallaði um mikilvægi þess að efla nýsköpunarfræðslu í menntakerfinu og leggja áherslu á að kenna börnum að horfa gagnrýnum og greinandi augum á umhverfi sitt í því skyni að koma auga á tækifæri og lausnir. Allir fundarmenn tóku undir það að sköpunarkrafturinn væri lykilatriði í mótun íslensks atvinnulífs og fjallaði Svafa Grönfeldt um mögulega framtíð Íslands. Hún sagði mikilvægast að efla alþjóðlega og þverfaglega hugsun í skólakerfinu öllu og leggja áherslu á aukna samskiptafærni og sköpunarkraft í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Hún sagði samfélagsgerðina skipta sköpum um það hvort Íslendingar vildu búa hér á landi eftir fimmtíu ár og tóku fundamenn undir það að framtíðarsamfélagið væri samfélag þátttöku þar sem allir eru hreyfiafl."
Það var mikill samhljómur í málfutningi frummmælenda og þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í umræðum. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík og bæjarfulltrúi stóðu sig frábærlega sem fundarstjórar.
![]() |
Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 380009
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?