Færsluflokkur: Vefurinn
6.2.2009 | 00:36
Uppbyggilegur fundur á Akureyri
Samtökin Landsbyggðin lifi efna til fundar á Akureyri á laugardaginn. Ég missi því miður af fundinum, verð í 10 ára afmæli Vinstri grænna í höfuðborginni en bendi öllum sem vettlingi geta valdið á að mæta á þennan áhugaverða og uppbyggilega fund. Hellingur af góðu fólki er í pallborði og með framsögur.
Það var heldur fámennt en góðmennt í 18. mótmælagöngunni á Akureyri um síðustu helgi en nú þarf að veita stjórnmálamönnum aðhald og viðhalda búsáhaldabyltingunni. Við megum ekki gleyma eða detta aftur ofan í sama gamla farið. En hér er dagskrá fundarins:
Farsæld til framtíðar!
Undir þessu kjörorði skipuleggur Landsbyggðin lifi (LBL) fundi á landsbyggðinni í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins
Fyrsti fundurinn verður á Akureyri Laugardaginn 7. febrúar 2009 - Kl 12:30- 15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju).
Dagskrá:
Setning
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir fundaherferðinni úr vör.
Framsöguerindi
Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
Framtíð landbúnaðar lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Ný sköpun Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum
Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
George Hollanders, leikfangasmiður
Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri
Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu
Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir
Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin
Nánari upplýsingar á www.landlif.is
![]() |
Mótmælt eftir stjórnarskiptin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2009 | 08:36
Til hamingju með nýja ríkisstjórn!
Þessi nýja stjórn er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi tekur hún við skelfilegu búi sem 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins skilar af sér, gjaldþrota þjóðarbú með svimandi milljarða skuldum, atvinnuleysi sem stefnir í 13% og verðbólgu um 18%, himinháum vöxtum og svo mætti lengi telja. Í öðru lagi er þetta fyrsta stjórnin þar sem ráðherrar eru jafn margir konur og karlar og í þriðja lagi er í fyrsta skipti í sögu landsins kona forsætisráðherra. Það var fyrir löngu kominn tími til. Í fjórða lagi eru tveir ráðherrar utanþings og í fimmta lagi er þetta í fyrsta skipti sem Vinstri græn setjast í ríkisstjórn. Það var einnig löngu tímabært.
Verkefnin eru risavaxin er aðgerðaráætlunin lofar góðu. Aumingja íhaldið hrökklaðist frá völdum í búsáhaldabyltingunni. Og nú fáum við að kjósa þann 25. apríl. Til hamingju með það!
![]() |
Stjórnarskiptin vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.1.2009 | 13:30
Réttur maður í rétt starf
Það er afar ánægjulegt að Ögmundur Jónasson verði heilbrigðisráðherra. Hann er augljóslega besti kosturinn. Umskiptin í þessu mikilvæga ráðuneyti hefðu sennilega ekki getað orðið meiri, frá Guðlaugi Þór niðurskurðar- og einkavinavæðingarráðherra til ráðherra velferðar og heilbrigðrar skinsemi.
Til hamingju Ögmundur og til hamingju Ísland!
![]() |
Ögmundur verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2009 | 11:08
Tími til að breyta til hins betra
Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.
Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.
Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.
Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.1.2009 | 10:32
Mótmæli skila árangri
Tryggvi Jónson hætti í Landsbankanum eftir "óvægin mótmæli" að hans mati. Hann reyndi að leika píslarvott en nú er að koma í ljós hvað hann var að gera í bankanum:
"Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði bein afskipti af sölum á tveimur fyrirtækjum til fyrirtækja tengdum Baugi á meðan hann starfaði í Landsbankanum."
Spillingin heldur greinilega áfram og nú verður bankastjórn Landsbankans að segja Birnu bankastjóra upptörfum án "starfslokasamnings".
Mótmælin eru að magnast og hætta ekki fyrr en spillingarliðið hefur verið hrakið frá völdum. Við krefjumst kosninga og að þessi ömurlega ríkisstjórn fari frá því hún gerir illt verra á hverjum degi. Ég bendi á afar góðan pistil Láru Hönnu bloggvinkonu hér.
Mætum á mótmæli um land allt í dag því öll friðsamleg mótmæli og borgaraleg óhlýðni skila árangri og við gefumst ekki upp!
![]() |
Tryggvi hafði bein afskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.12.2008 | 09:27
Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu og það er kominn tími til að hreinsa út
Það eru daglega að koma fram fréttir af spillingu yfirvalda, fjölmiðla og auðmanna. Það er fyrir löngu komið nóg og við verðum að losna við undirrót spillingarinnar sem er auðvaldið sem grasserar í skjóli Sjálfstæðisflokksins og nú með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Netmiðillinn Nei greinir frá einum anga DV-málsins með fréttum af því hvernig Björgólfur Guðmundsson og blaðafulltrúi þeirra feðga (sem er reyndar fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar) höfðu bein áhrif á það sem Björgúlfur var að "styrkja". Það er kominn tími til að við rísum upp, mótmælum og tökum af okkur skóna (í stað þess að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum) og krefjumst kosninga. Þá verður hægt að hreinsa út úr spillingarbælinu. Engan hvítþvott takk!
9.55 mbl.is segir frá því að ráðherrarnir hafi farið bakdyramegin inn. Sennilega fara þeir svo út um neyðarútganginn!
![]() |
Viðbúnaður vegna mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 13:24
Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
ARNA VALSDÓTTIR
HEIMILISVERK
21.09. - 14.12.2008
Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.
Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.
Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.
Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.
Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net
Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 15:55
Stöndum vörð um svæðisútvarpið
Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu ohf er einkennilegur. Í stað þess að efla það sem vel er gert á að leggja niður Svæðisútvörpin. Alltaf skal skorið niður fyrst á landbyggðinni. Yfirmenn hjá ruv hækkuðu um 100% í launum við það að gera útvarpið að hlutafélagi og nú þykir þeim það mikil fórn að ætla að lækka við sig launin um 10%. Ríkisútvarpinu er greinilega illa stjórnað en almennt starfsfólk hefur staðið sig vel. Oft hafa starfsmenn þar staðið saman þegar yfirmennirnir klikkuðu og vonandi verður það einnig nú.
Það er kominn hópur á Facebook sem vill standa vörð um Svæðisútvarpið og það hafa meira en 800 manns skráð sig á nokkrum dögum. Ekki leggja niður útvarpið okkar!
Og til hamingju með 25 árin Rás 2.
![]() |
Starfsmenn Rúv boða til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2008 | 09:35
Ný og öflug Smuga
Vefritið Smugan er komið á netið undir stjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur. Það er mikill fengur í því að fá nýjan öflugan miðil sem gefur okkur annað sjónarhorn á það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Lilja Mósesdóttir og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifa hörkupistla í dag og það er langur listi af fréttum og fréttaskýringum. Þessi Smuga lofar góðu. Til hamingju með það.
![]() |
smugan.is hefur göngu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2008 | 14:31
Afnema eftirlaunalögin strax!
Þessum eftirlaunalögum var þröngvað í gengum þingið að skipun Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Og Framsókn var með. Nú er tækifæri fyrir forseta þingsins að taka frumvarp þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir og eins og Ögmundur bendir réttilega á: Við getum náð þessu fyrir hádegi á fimmtudag, ef það er vilji til þess".
Þetta er ekki flókið þó að þetta velkist fyrir Samfylkingunni og sennilega er stór hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins enn á því að sérréttindi eigi að gilda fyrir ráðherra og þingmenn. En nú er tími til að greiða atkvæði um málið og afnema þessi ólög strax.
![]() |
Má strax afnema eftirlaunalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 380009
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?