Leita í fréttum mbl.is

Lífrænt: Hollara og betra á bragðið

432296AÞað er fullkomlega rökrétt að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti. Það eru ekki notuð eiturefni við framleiðsluna, tilbúinn áburður og þessháttar. Þessar niðurstöður eru samkvæmt umfangsmikilli rannsókn sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Mbl.is hefur þetta eftir BBC. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum. "Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað." Vonandi verður þetta til þess að enn meiri áhersla verði lögð á lífræna ræktun í framtíðinni. 

biobu_joghurt2Það skiptir einnig miklu máli að ávextir og grænmeti sem er ræktað á lífrænan hátt er miklu betra á bragðið en hefðbundið dót. Gulræturnar frá Akurseli er til dæmis lostæti og ekkert svo mikið dýrari en aðrar gulrætur og þegar maður hefur smakkað þessar lífrænt ræktuðu gulrætur vill maður helst ekki aðrar. Það sama gildir um jógúrt frá Biobú. Dollan kostar bara 62 krónur í Bónus og þetta jógúrt er bara miklu betra en jógúrtið frá MS. 


mbl.is Lífrænt ræktað grænmeti er hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.