Leita í fréttum mbl.is

Alcoa og Landsvirkjun stinga SNUÞi uppí nokkra Húsvíkinga

442126A Þremenningarnir á þessari mynd eru að stofna samtök. Athyglisvert er að þau eiga að heita "Umhverfis og náttúrusamtök" en ekki náttúruverndarsamtök. Samtökin eiga að "koma viðhorfum heimamanna til náttúru, verndar og umhverfis, milliliðalaust til skila." Sem sagt ekki náttúruverndar heldur náttúru og svo verndar, ef til vill til verndar álverum? Það er auðvitað brandari að helstu álverssinnar sveitarinnar séu að stofna samtök til að koma náttúruhugmyndum sínum á framfæri (milliliðalaust) og því hvað það væri nú frábært að fá álver á Bakka. Þessi setning er einnig gullmoli: "Loks steig Halldór Blöndal í ræðustól og flutti þrumandi ræðu um orku og atvinnumál sem vakti heimamenn til umhugsunar um málið frá nýjum sjónarhól." Mig grunar að þessi þrumuræða hafi nú verið flutt af gömlum og þreyttum sjónarhóli, nefnilega úr álhóli! Af hverju er ekki hægt að nýta orkuna í umhverfisvænan iðnað, skapandi hluti þar sem kraftur Þingeyinga fær að njóta sín? En þvert á móti eru góðar hugmyndir kæfðar niður og öskrað ÞETTA ER EKKI NÓGU STÓRT! í sífellu. Þessum mönnum er vorkunn. Af hverju gengu menn ekki bara alla leið og kölluðu samtökin SNUÐ frekar en SNUÞ. Það á miklu betur við.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband