Leita í fréttum mbl.is

Steinunn Helga á Karólínu

_MG_0006

Steinunn Helga Sigurđardóttir opnar sýninguna "ađ snertast í augnablikinu" á Café Karólínu laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14. Ţađ verđur gaman ađ sjá verkin hennar Steinu á ţessu ljómandi kaffihúsi. Nú stendur yfir frábćr sýning Birgis Sigurđssonar en henni lýkur á föstudag. Hér er tilkynning um sýningu Steinu:

Steinunn Helga Sigurđardóttir

ađ snertast í augnablikinu

01.12.07 - 04.01.08

Velkomin á opnun laugardaginn 1. desember 2007, klukkan 14


Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---

Laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14 opnar Steinunn Helga Sigurđardóttir sýninguna "ađ snertast í augnablikinu", á Café Karólínu á Akureyri.

Steinunn Helga Sigurđardóttir útsrifađist úr MHÍ 1993 og stundađi framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur veriđ búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldiđ fjölda sýninga og  einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.

Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til ađ setja í form ţćr pćlingar sem ég hef veriđ upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvađ er raunverulegt? Er lífiđ í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífiđ í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, ţar sem ég sit međvituđ og skrifa ţennan texta og hlusta á ţvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta viđ tćrnar á mér, eđa ţađ sem gerist inni í höfđinu á mér. Ţar sem ég bćđi hugsa um ţennan texta sem ég er ađ skrifa, og ýmislegt annađ, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma viđ og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja ađ ég gefi ţeim tíma, en ég ýti ţeim burtu ţví ég ţarf ađ vera í hinum ytra heima ţessa stundina, eđa er ég ţađ?
Ég hef engin svör, enda er ţađ í raun ekki ţađ sem ég hef áhuga á, en ég geri ţessar pćlingar ađ leik, ţar sem ég leik mér međ ţessum báđum tilverum og leyfi ţeim ađ koma fram og stjórna ţví sem kemur, án ţess ađ dćma til eđa frá.

Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurđardóttir"


Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er ađ finna á síđunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. janúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. desember, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

05.01.08-02.02.08               Guđrún Vaka
03.02.08-02.03.08               Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08               Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08               Guđmundur R Lúđvíksson
03.05.08-06.06.08               Kjartan Sigtryggsson

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Frábćr Frelsari

big-Frelsarinnjpg Magnús Geir hefur stađiđ sig afar vel sem leikhússtjóri hér fyrir norđan og ţađ vćri synd ef hann fćri strax suđur aftur, en auđvitađ vel skiljanlegt. LA hefur blómstrađ og á laugardaginn sáum viđ stórkostlega sýningu ţar, gestasýningu Kristjáns Ingimarssonar, Frelsarann. Ţetta er almennilegt leikhús og mađur á eiginlega ekki orđ til ađ lýsa verkinu. Ţađ er bara fúlt ađ ţađ voru ekki fleiri sýningar en tvćr hér fyrir norđan og ađeins ein í Ţjóđleikhúsinu ţví ţetta er verk sem allir ćttu ađ sjá og ţađ ćtti ađ geta gengiđ í mánuđi. Frelsarinn er líka verk sem hentar öllum aldurshópum. Kristján hefur gert kraftaverk ásamt félögum sínum og frábćrt ađ fá ađ sjá ţetta verk hér fyrir norđan. Ţau Bo Madvig og Camilla Marienhof stóđu sig frábćrlega og ţađ var gaman ađ sjá hve verkiđ hafđi ţróast mikiđ frá ţví ađ ţau gáfu Akureyringum innsýn í ţađ síđasta vetur á ćfingu hér í Gilinu. Hér er tengill á leikhúsiđ hans Kidda: Neander. Meira ađ segja gagnrýnandinn gagnrýni Jón Viđar Jónsson lofar verkiđ í hástert og hér má sjá umsögn hans í DV. Meira svona!
mbl.is Magnús sćkir um
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband