Leita í fréttum mbl.is

Bjartsýnn á að Ísraelsstjórn fari að lögum

Það ef til vill ofurbjartsýni til en það er alltaf hægt að halda í vonina. Ísraelsstjórn hefur ítrekað þverbrotið alþjóðalög. Óskandi væri að Ísraelar skiluðu landi aftur til Palestínumanna og að friður kæmist á. Það er mikill kraftur í samtökunum Ísland-Palestína og á morgun kemur góður gestur og segir frá ástandinu í landinu. Hér er tilkynning frá samtökunum.

Heimsókn Ali Zbeidat til Íslands
Opinn fundur í Alþjóðahúsinu á morgun - Laugardaginn 5. janúar, kl 14.00



Félagið Ísland-Palestína hefur starfsemi sína á nýju ári með heimsókn blaðamannsins og aktivistans Ali Zbeidat til Íslands og opnum fundi með honum í Alþjóðahúsinu, laugardaginn 5. janúar. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Aðgangur er öllum opinn.

Ali Zbeidat er fyrrum pólitískur fangi sem í áraraðir barist fyrir mannréttindum Palestínumanna sem búa innan landamæra Ísraels (stundum kallaðir ísraelskir arabar). Hann hefur ísraelskan ríkisborgararétt og er búsettur í bænum Sakhnin, sem í dag liggur innan landamæra Ísraelsríkis.

Í upphafi fundarins verður sýnd 25 mínútna heimildarmynd um skipulega eyðileggingu á íbúðarhúsum Palestínumanna - en fjölskylda Ali sjálfs hefur átt á hættu að missa heimili sitt eftir að það var úrskurðað ólöglegt af ísraelskum yfirvöldum. Að sýningu lokinni flytur Ali ræðu um Palestínumenn í Ísrael, það er hlutskipti íbúa palestínsku svæðanna sem hertekin voru 1948 og innlimuð í Ísraelsríki. Þá mun hann fjalla um pólitíska fanga í Ísrael, en um ellefu þúsund Palestínumenn; karlar, konur og börn eru nú í ísraelskum fangelsum. Að lokinni ræðu hans verða fyrirspurnir og umræður.

----------------------------------------------------------
Tenglar:

  • Apartheid targets Palestinian home-owners inside Israel
    Jonathan Cook fer yfir sögu Ali Zbeidat í mjög góðri grein um hlutskipti Palestínumanna í Sakhnin og annarstaðar innan landamæra Ísraels.

  • The Legal Center for Arab Minority Rights in Israel
    Samtök sem vinna að mannréttindum palestínskra íbúa innan landamæra Ísraels. Beita sér m.a. fyrir jafnrétti til náms og réttindum fanga, veita lögfræðiaðstoð og reka mál gegn lagasetningum sem mismunar fólki á kostnað uppruna þeirra eða trúarbragða.

  • Adameer
    Samtök sem vinna að því að verja mannréttindi palestínskra fanga í Ísrael. Hér má finna margs konar fróðleik og tölfræði, ekki síst um pólitíska fanga.

mbl.is Bush bjartsýnn á friðarsamkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband