Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir finna leið til að smyrja á annað

mynt_160207

Íslensku bankarnir sem hafa verið duglegir við að innheimta seðilgjöld, þjónustugjöld og aukagjöld ýmiskonar verða sennilega fljótir að finna leið til að smyrja á eitthvað annað svo neytendur þurfa alltaf að borga brúsann á endanum. Gamli allaballinn hann Björgvin viðskiptaráðherra fær samt prik fyrir að beita sér í þessu máli, já og banna seðilgjöldin illræmdu. Þetta uppgreiðslugjald er einnig glæpsamlegt og samkeppnishamlandi.

Íslenskir neytendur eru með þeim slöppustu í heimi og kominn tími til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað í málunum, hættum að kaupa drasl sem verið er að okra á og skiptum um banka þegar okkur er nóg boðið. Ég fagna því til dæmis að þýskur sparisjóðabanki ætlar að bjóða upp á lán með lægri vöxtum hér á landi.

Það þarf að efla neytendavitund og stórefla neytendasamtökin svo þau virki hér eins og í öðrum löndum. Gott ef Björgvin Sigurðsson ætlar að fara í það.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.