Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að kaupa Moggann í dag

Ég var að fletta Mogganum á kaffistofunni áðan og hann er bara stútfullur af áhugaverðu efni. Strax á forsíðunni eru tvær frábærar fréttir, önnur af konu sem er til í að endurbyggja Laugarveg 4 og 6 á eigin kostnað, dæmi sem borgarstjórn getur ekki hafnað og hin af frábærum árangri í almenningssamgöngum hér á Akureyri. Inní í blaðinu er ítarleg og vel skrifuð fréttaskýring Skafta Hallgrímssonar um reynsluna af ókeypis strætó frá mörgum sjónarhornum og best finnst mér náttúrulega setning Ninju Rutar nema í VMA sem segir að það sé líka menning að nota strætó, þar hitti maður fólk á leið til vinnu og skóla og að margir félaga hennar skilji bílinn eftir heima og fari frítt í strætó í skólann. Þetta er snilld og nú þarf bara að bæta kerfið og auka tíðni ferða.

Auk þess er hellingur af áhugaverðum fréttum í Mogganum, til dæmis skemmtileg grein Einars Fals um "lista með listamönnum" þar sem hann fjallar um artfacts.net (að vísu smá galli að hann gleymir að benda á hvar ég er á þessum frábæra lista sæti, 6.040 af 180.000 og ofar en Georg Guðni og Hrafnkell sjónlistaverðlaunahafi!).

Svo er einnig áhugaverð grein um Obama og Hillary og meira og meira. Ég veit að þessi pistill minn hljómar eins og ömurleg auglýsing eða allavega kostun frá Mogganum en svo er nú ekki. Leiðararnir eru líka eins og venjulega svo ekki sé nú talað um Staksteina sem ég nenni ekki að lesa þó að hann hafi jafnvel líka litið skár út en venjulega.

Það er greinilegt að það er hellingur af færu fólki að vinna hjá Mogganum þó að topparnir (með undantekningum) séu úti að aka. Stundum kaupum við Moggann á laugardögum með Lesbókinni en nú ætla ég að koma við í Strax og kaupa þetta þriðjudagsblað og ekki bara hanga yfir mbl.is þó að það sé nú einnig ágætt.


mbl.is Ósátt við rökstuðning ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.