Leita í fréttum mbl.is

Hraðlest til Keflavíkur, já takk

Tillaga Árna Þórs Sigurðssonar og þingmanna úr öllum flokkum er löngu tímabær. Það er kominn tími á almennilegar almenningssamgöngur frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur. Á Stöð 2 var ótrúlega hlutdræg og neikvæð "frétt" um málið. En það má ekki láta úrtöluliðið ráða för.  Við erum komin inn í 21. öldina og það er sjálfgefið að nota innlenda orkugjafa, rafmagnið, til að knýja samgöngutæki framtíðarinnar.

Léttlestarkerfi í Reykjavík ekki ósvipað hinu frábæra METRO í Kaupmannahöfn er einnig eitthvað sem skoða ber vandlega og með opnum huga. Nemendur í Háskóla Íslands gerðu athugun á hagkvæmni lestar milli Reykjavikur og Keflavíkur og niðurstaðan var að það margborgaði sig. Árni Þór á heiður skilinn fyrir að fá þingmenn úr öllum flokkum með sér á þetta þarfa mál.

(Myndin er af Metrolest í Portúgal)


mbl.is Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.