Leita í fréttum mbl.is

Ætla bæjaryfirvöld á Akureyri að svíkja siglingafólk?

DSCF3909

Þessi litla frétt á mbl.is kemur mér verulega á óvart. Þar segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfó á Akureyri ætli að skera niður framlag til Siglingaklúbbsins Nökkva, framlag til framkvæmda sem búið var að ákveða. Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva hefur ásamt öflugu liði lagt á sig ómælda vinnu, allt í sjálfboðavinnu auðvitað og ef það er svona sem meirihlutinn ætlar að verðlauna menn þá er auðvitað best að pakka saman og hætta þessu. Rúnar segir líka orðrétt: „Ef þetta fer á þann veg sem lítur út núna sér stjórn Nökkva ekkert annað í stöðunni en skila inn lyklunum að aðstöðunni, hætta endalausri sjálfboðavinnu fyrir annarra manna börn og horfa á margra áratuga vinnu fjölda fyrrverandi stjórnarmanna verða að engu vegna loforða sem virðast endalaust geta frestast.“

Það stefnir í að þetta mál verði enn ein skömmin í hatt þessa meirihluta sem er með allt niður um sig í skipulagsmálum eins og landsþekkt er. En svona gera menn ekki!

(Myndin er tekin af heimasíðu Nökkva)


mbl.is Segjast skila lyklum og hætta sjálfboðavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Kristjánsson með fyrirlestur um mynd mannsins

Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri hefur staðið fyrir fjölda fyrirlestra og heimspekikaffihúsa. Nú er ný röð í uppsiglingu og það er Kristján Kristjánsson sem ríður á vaðið. Hér er tilkynning um þessa fyrirlestra:

Félag áhugafólks um heimspeki,
Amtsbókasafnið,
Háskólinn á Akureyri,
& Akureyrarstofa

Fyrirlestur fimmtudaginn 21. febrúar
kl. 17.00 á Amtsbókasafninu á Akureyri


Mynd mannsins –
í fræðum og vísindum


Það er eilífðar viðfangsefni mannsins að lýsa og skilgreina veröldina. Það hefur löngum verið talið sérsvið heimspekinnar að takast á við manninn sjálfan með þessum hætti. Þegar betur er að gáð má þó sjá að allar greinar fræða og vísinda hafa innibyggða ákveðna hugmynd um fyrirbærið manninn eða mynd mannsins. Í fyrsta erindi fyrirlestrarraðar um mynd mannsins í fræðum og vísindum ræðir Kristján Kristjánsson, heimspekingur, um stöðu mannsins innan vestrænna heimspekikerfa og ber saman við austurlensk viðhorf til þess sem heimspekingar kalla "sjálf" mannsins.

Á næstu vikum verða fyrirlesarar auk Kristjáns Kristjánssonar þessir:

Margrét Harðardóttir, arkitektúr
Hans Jakob Beck, læknisfræði
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræði
Ágúst Þór Árnason, lögfræði
Sigurður J.Grétarsson, sálfræði
Arna Schram, fjölmiðlar

Á skírdag talar Kristinn Ólafsson um mannskilning kristinnar trúar.

Fyrirlestrarnir verða haldnir alla næstu fimmtudaga kl. 17.00 í Amtsbókasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 21. febrúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.