Leita í fréttum mbl.is

Menntasmiðjunni úthýst

46656c9813b91Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segja að það sé engin einkavæðingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavæðingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigðismálum. Sennilega er þetta "stefnulaus" einkavæðing en hún er komin með allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstæður rekstur". 

Í fréttum í gær var sagt frá því að það á að "bjóða út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Þetta er einkavæðing. Og nú er það Menntasmiðjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Það hefur verið unnið frábært starf með Menntasmiðju kvenna og einnig Menntasmiðju unga fólksins en það er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bæjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagði í umræðum um málið að það þyrfti að fjölga úrræðum fyrir ungt fólk sem hefði dottið úr námi og vinnu. Þetta er hárrétt, en er þá ekki einkennilegt að ætla að fækka þeim?

Fyrir réttri viku skrifaði ég um niðurskurð bæjarins á fyrirfram ákveðnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Þar sá bærinn að sér og samdi um málið eftir að það var komið í fjölmiðla. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn einnig að sér í þessu máli og eflir starfsemi Menntasmiðjunnar í stað þess að úthýsa henni.


mbl.is Menntasmiðjan slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband