Leita í fréttum mbl.is

Sverrir Hermannsson er snillingur

456015A Og þá er ég auðvitað að tala um Sverri Hermannsson smíðameistara og safnara á Akureyri. Gísli Sigurgeirsson á heiður skilinn fyrir að gera heimildarmynd um þennan áttræða gæðamann sem hefur frá svo mörgu að segja og á óteljandi þakkir skildar fyrir að endurbyggja fjölmörg gömul hús á Akureyri og í Eyjafirði. Safn Sverris sem heitir því skemmtilega en fullkomlega viðeigandi nafni: Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafirði er einnig merkilegt og frábært framtak. Gamalt er gott heitir myndin sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. Í fréttinni á mbl.is og í Mogganum í dag segir:

"Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. „Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völundar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum.

Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Gísli."

Til hamingju með þessa mynd Gísli og Sverrir Hermannsson þúsundþjalasmiður og safnari í bestu merkinu þess orðs. 


mbl.is „Henti aldrei neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.