Leita í fréttum mbl.is

Austurvöllur 30. mars 1949

Fyrir 59 árum áttu sér stað atburðir á Austurvelli sem vert er að minnast. Þá mótmælti fólk fyrirhugaðri inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið NATO. Yfirvöld brugðust þannig við að kallaðir voru út ungir Heimdellingar og það var kallað aukalið lögreglunnar. Þetta gengi var látið berja á mótmælendum, margir slösuðust. Það setur að manni hroll því Björn Bjarnason er með svipaðar hugmyndir í dag. Að vísu ætlar hann ekki að setja Heimdellinga í starfið heldur kalla út björgunarsveitirnar í staðinn! Allt til að hægt verði að berjast við mótmælendur (samt sennilega ekki trukkabílstjóra!) Meira svona Saving Iceland mótmælendur sem fara mun meira í taugarnar á sumum. Fólk í björgunarsveitunum er samt ekki alveg upprifið yfir þessum hugmyndum dóms- og kirkjumálaráðherra.

Það er hægt að lesa meira um atburðina sem áttu sér stað á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949 á Wikipediu og svo skrifaði Anna K. Kristjánsdóttir bloggvinkona mín pistil í tilefni dagsins fyrir réttu ári.


Bloggfærslur 30. mars 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.