Leita í fréttum mbl.is

Fátækir indverjar... eða ríkir

450309AÉg gef nú ekki mikið fyrir þennan lista yfir einhverja milljarðamæringa. Vona bara að þeir séu ekki mjög óhamingjusamir eða hræddir um aurana sína. En margur verður jú af aurunum api hvað þá af milljörðum. Þeir ríkustu verða ríkari og þeir fátæku fátækari.

Það er annars merkilegt að í löndum þar sem þjóðartekjur eru ekki tiltakanlega háar og almenningur hefur það skítt séu hellingur af gaurum sem vita ekki aura sinna tal. Hvernig væri nú að vera aðeins gjafmildari og hjálpa meðbræðrum og systrum sínum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar? Og það sem verra er: eiga ekki möguleika á að afla sér matar. Bill gamli Gates hefur að vísu stofnað sjóð ásamt eiginkonu sinni sem gefur til góðra málefna og er því í dýrlingatölu hjá sumum. Heimurinn væri samt skárri ef þessu auðæfum skiptust með réttlátari hætti á milli fólks.

Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, tilheyri sennilega þeim hópi sem hefur það hvað best í heiminum, svona miðað við allt. Í raun hefur maður það allt of gott. Best að fara og gefa í gott málefni.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband