Leita í fréttum mbl.is

1. maí 2008. Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks

Ögmundur Jónasson er einhver öflugasti talsmaður launþega í þessu landi og BSRB fer fremst í flokki verkalýðsfélaga. Það er enn líf í SFR en mörg hinna eru ansi slöpp og því miður er ASí frekar aulalegt félag. En vonandi tekst þeim að reka af sér slyðruorðið og fara að gera eitthvað. Það er hægt að taka sér Ögmund til fyrirmyndar sem vinnur að mestu leyti í sjálfboðavinnu fyrir félagið sitt og launafólk í landinu.

Enn vinnast sigrar og það er sérstök ástæða til að fagna og óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með sigurinn í vinnudeilu við yfirstjórn Landsspítalans og heilbrigðisráðherra. Samstaðan skiptir máli.

Til hamingju með daginn allir. Ég var á frábærum fundi Stefnu, félagi vinstrimanna hér á Akureyri í morgun. Það var fullt hús og fín stemning, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Valgerður Dögg Jónsdóttir, Jón Laxdal, Ingólfur Á Jóhannesson, Þórey Ómarsdóttir, Kristján Hjartarson og Þráinn Karlsson komu öll fram og aðalræðumaður dagsins var Viðar Þorsteinsson heimspekingur. Hann hélt frábæra og kraftmikla ræðu. Fín stemning á þessum árvissa fundi.

Í kvöld eru Ung vinstri græn á Akureyri með tónleika á Græna hattinum og þar er frítt inn og Svavar Knútur úr Hrauni heldur uppi stuðinu. Þessir tónleikar eru einnig orðinn reglulegur viðburður á 1. maí.

Í Þýskalandi var alltaf mesta fjörið í kröfugöngum Kúrdanna enda eru kröfugöngur og mótmæli bönnuð í Tyrklandi (myndin er þaðan af spiegel.de). Nýnasistar og hægri öfgamenn reyna að skemma baráttudaginn í Þýskalandi en tekst það sem betur fer ekki. 10.000 manns mótmæltu nýnasistum í Hamborg í dag. Það er mikilvægt að stöðva frjálshyggjuna, hervæðinguna, einkavæðinguna og skerðingu lífskjara sem nú viðgengst og Samfylkingin virðist ætla að taka þátt í með íhaldinu. Það er sorglegt en er alltaf að koma betur í ljós.

Hér er mynd frá 1. maí í Pakistan úr Sueddeutsche Zeitung.

image_fmbg_0_3


mbl.is Ögmundur: Samfélagið þarf að ná sáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband