Leita í fréttum mbl.is

Flott sýning og gjörningur

459770AMaður er kannski alveg hlutlaus en sýningin í Myndlistarskólanum er ansi góð. Sjón (og heyrn) eru sögu ríkari í þessu tilfelli svo að ég mæli með því að fólk fari á sýninguna í dag eða á morgun (mánudag). Það var fullt hús í gær og frábær stemning. Ég er pínu stoltur, viðurkenni það alveg en reyni samt að missa mig ekki. Svo er hægt að sjá sýningu Steins í Populus Tremula, Steina í GalleríVíð8ttu og Veggverkið hennar Línu í leiðinni. Þeir sem ekki komast norður geta látið sig dreyma og skoðað þetta allt og meira til á netinu.

Á myndinni eru Inga Björk Harðardóttir, Margrét Ingibjörg Lindquist, Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson, Margeir Dire Sigurðsson og Hertha Richardt Úlfarsdóttir. Skapti á mbl tók myndina.

Á heimasíðu Myndlistarskólans á Akureyri og bloggsíðu Helga Vilbergs, skólastjóra er hægt að sjá myndband af gjörningi Margeirs Dire sem hann framdi á opnuninni og er afar flott verk og um leið yfirlýsing um "veggjakrots-" eða veggmálverksmálin í höfuðborginni (og víðar). Mæli með því að þið skoðið það.


mbl.is Vorsýning í Myndlistaskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband