Leita í fréttum mbl.is

Allir velkomnir á opnun í bćjarstjórnarsal Ráđhússins á Akureyri

Ég var ađ klára ađ spreyja og lofta út úr bćjarstjórnarsalnum í Ráđhúsinu hér á Akureyri. Sigrún Björk bćjarstjóri leit viđ og var hin kátasta. Ţađ eru allir velkomnir á opnunina á morgun og hér er tilkynningin sem Jóna Hlíf sýningarstjóri sendi út:

Hádegisopnun, fimmtudaginn 19. júní klukkan 12:15
Gallerý Ráđhús
Geislagötu 9
600 Akureyri



Hlynur Hallsson
Allskonar krćsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey


Hlynur Hallsson opnar sýninguna "Allskonar krćsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey" í bćjarstjórnarsal ráđhúss Akureyrar fimmtudaginn 19. júní klukkan 12:15

Ţar gefur ađ líta sex ljósmynda/textaverk úr myndröđinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" ásamt nýju spreyverki sem Hlynur hefur gert sérstaklega fyrir bćjarstjórnarsalinn.
Hlynur vann myndirnar á árunum 2002-2007 og í sumar kemur einmitt út bók međ allri myndröđinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" hjá forlagi höfundanna. Hlynur hefur gert spreyverk síđustu ár, ţađ fyrsta í Texas 2002 og nú síđast á sýningunni "Bć, bć Ísland" í Listasafninu á Akureyri. Ţann 16. ágúst verđur opnuđ yfirlitssýning á verkum Hlyns í Nýlistasafninu.

Brot úr texta eftir Claudiu Rahn úr bókinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES":
"Frásagnir Hlyns, sem eru samsettar úr einföldum ađal- og aukasetningum, ná í einfaldleika sínum samstundis til áhorfandans. Áhrifamáttur frásagnarinnar byggist fyrst og fremst á ţeirri miđlunarleiđ sem listamađurinn velur. Til dćmis segir Hlynur frá loftbelgsferđ sem Hugi sonur hans fékk í tíu ára afmćlisgjöf. Sagan byrjar sem saklaus frásögn en breytist fljótt í harmsögu og tapar ţar međ léttleika sínum ţegar listamađurinn minnist bókarinnar "Eilíf ást" eftir Ian McEwan. En í ţeirri bók endar loftbelgsferđin jú ekki vel."

Hlynur Hallsson er fćddur á Akureyri 1968. Hann stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur á síđustu 10 árum sett upp um 60 einkasýningar og tekiđ ţátt í um 80 samsýningum. Hlynur hlaut verđlaun Kunstverein Hannover 1997, verđlaun ungra myndlistarmanna í Neđra-Saxlandi 2001 og verđlaun Sparda Bank áriđ 2006. Hann hefur fengiđ 6 mánađa listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var útnefndur bćjarlistarmađur Akureyrar áriđ 2005. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóđs Dungals, Listasafns Flugleiđa, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur međ ljósmyndir, texta, innsetningar, sprey, gjörninga og hvađ eina, allt eftir ţví sem hentar í hverju tilfelli. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er ađ finna á heimsíđunni www.hallsson.de.

Allir velkomnir
Léttar veitingar

Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545


Bloggfćrslur 18. júní 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.