Leita í fréttum mbl.is

Ekki fleiri virkjanir fyrir stóriðju takk

Það er afar ánægjulegt að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að ekki skuli virkja meira fyrir stóriðju í landinu. Það er fyrir löngu komið nóg. Þessi ríkisstjórn ætlar samt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. Og Friðrik Sófusson öslar áfram með Landsvirkjun.

Það er reyndar athyglivert að íbúar landsbyggðarinnar eru skynsamari en sumir hafa verið að reyna að halda fram. Íbúar landsbyggðarinnar vilja ekki fórna náttúruperlum fyrir álbræðslur enda hefur komið í ljós að allar tálsýnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa opinberað sig sem fals. Fólki fækkar enn fyrir austan. Og með tilkomu Alcoa Fjarðaáls óx losun á hvern íbúa hér á landi á koltvísýringi um 5 tonn - úr ríflega 12 tonnum í 17 tonn.

Hvernig væri að nýta orkuna í skynsamlegri hluti. Á Húsavík ætti að reisa netþjónabú og vistvæna starfsemi en ekki mengandi stóriðju. Það er frábær grein í Mogganum í dag eftir ungan mann sem svarar málpípu Alcoa, Ernu Indriðadóttur, rækilega.

Það sýður á álgenginu núna því Björk, Sigurrós og fleiri frábærir tónlistarmenn efna til tónleika til verndar umhverfinu. Íslenska þjóðin er að átta sig þó að Valgerði Sverris, Kristjáni Möller, Geir H. Haarde og fortíðargenginu sé ekki viðbjargandi. Við eigum meiri möguleika með hreinni náttúru en með öllum þeirra álbræðslum og ósk Valgerðar um að fólki snúist hugur í enn meiri kreppu mun sem betur fer ekki rætast. Fólk er skynsamara en Valgerður heldur.


mbl.is 57% andvíg frekari virkjunum fyrir stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.