Leita í fréttum mbl.is

Skrítið hlutfall

431132A Eitthvað er nú einkennilegt hlutfallið á viðmælendum fréttamanna. 80% karlar en aðeins 20% konur. Þetta segir okkur að við erum ekki komin eins langt í jafnréttinu og sumir vilja halda (eða halda fram).

Það þarf enginn að halda því fram að konur vilji ekki koma í viðtal. Þetta er smá klisja og ef það er eitthvert sannleikskorn í henni þá er verk að vinna og breyta þessu.

Það þarf heldur enginn að halda því fram að ekki séu eins hæfar konur til að tala við og karlarnir. Oftast er þessu þveröfugt farið. Karlarnir þykjast vita allt best og fá að blása út um allt og ekkert.

Ef til vill þarf einnig að skoða hverjir eru að tala við hverja!


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.