Leita í fréttum mbl.is

Útrýmingarbúðir gyðinga á Gaza

487408.jpg

Það er óhugnanlegt að standa í útrýmingarbúðum nasista í Bergen Belsen. Það setur að manni hroll. Að manneskjan geti verið svo ill að framkvæma slíka glæpi á saklausu fólki sem hafði ekkert af sér gert annað en það að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir eða kynhneigð sem samræmdust ekki hugmyndum fasistanna.

Það er því enn óhugnanlegra að stjórnvöld í ríkinu sem þolendur ofbeldis nasistanna máttu þola skuli nú vera að leika sama leikinn á íbúum Palestínu. Börn og saklaust fólk sem ekkert hefur af sér gert annað en að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir sem samræmast ekki hugmyndum stjórnar Ísraelsríkis eru myrt og limlest dag eftir dag.

Sem betur fer er hluti íbúa Ísraels á móti morðum hermanna Ísraelsstjórnar á Gaza en stjórnvöld eru blind af heift og standa auk þess í kosningabaráttu. Fyrirmyndin þeirra er Bush forseti í BNA. Enda eru þau dyggilega studd með vopnum og eiturefnum frá stjórnvöldum í BNA. 

Og menntamálaráðherra Íslands kemur í fréttirnar eins og blaðafulltrúi Ísraelsstjórnar og jafnar saman börnum sem kasta steinum og fullvopnuðum hermönnum. Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde ljúga bæði því að það sé ekki hefð fyrir því að fordæma svona innrásir en bent hefur verið á tvö nýleg dæmi. Þau biðjast ekki afsökunar á lygunum, þau gera ekki neitt.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband